3.7.2017 | 21:52
Það væri stórfrétt ef meiðslum vegna hjólreiða fjölgaði ekki.
Í tengdri frétt er greint frá fjölgun meiðsla vegma hjólreiða. En það er á mörkum þess að vera frétt, heldur afleiðing af því sem allir vita. Skoðum málið nánar.
Afar fá bílslys og banaslys vegna bíla urðu á fyrstu áratugum bílaaldarinnar hér á landi.
Það var vegna þess hve bílar voru fáir og þeim ekið lítið.
Þegar bílslysum fjölgaði var það fyrst og fremst vegna fjölgunar bíla.
Í nútíma mati á slysahættu á vegum er miðað við samtals ekna kílómetra.
Svipað má segja um hjólreiðar.
Þegar hjólum fjölgar mikið og þar með samtals hjóluðum kílómetrum, fjölgar samtals meiðslum og slysum í takt við það.
Annað væri stórfrétt.
Á hinn bóginn er það gott ef reynt er að finna út hvort slysunum fjölgar hraðar en samtals hjólanotkun gefur tilefni til.
Meiðslum vegna hjólreiða fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.