4.7.2017 | 00:25
Grein um dýravernd í frumvarpi stjórnlagaráðs.
Í frumvarpi stjórnlagaráðs er stutt en hnitmiðuð grein um dýravernd. Sumir kunna að segja að nóg sé að hafa slíkt í almennum lögum, en vitað er að grein í stjórnarskrá setur ævinlega sérstaka áherslu á þau atriði sem þar eru sett.
Með svona grein er hnykkt á því, að tryggilega sé um hnúta búið og komið í veg fyrir að menn sleppi til dæmis með að borga aðeins eignaspjöll.
Sauðaþjófar skáru lamb á háls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
36. gr. Í frumvarpi stjórnlagaráðs.
Dýravernd.
Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.
Í frumvarpi stjórnlagaráðs er stutt en hnitmiðuð grein um að dýravernd verði í almennum lögum, eins og nú er. Frumvarp stjórnlagaráðs er því innihaldslaust blaður, og ekki til annars en að upphefja höfundana og lengja frumvarpið. Eftir sem áður er lögunum ætlað að sjá um dýraverndina og frumvarpið leggur engar sérstakar línur í þeim efnum.
Með svona grein er ekki hnykkt á því að tryggilega sé um hnúta búið og komið í veg fyrir að menn sleppi til dæmis með að borga aðeins eignaspjöll. Með svona grein er betur heima setið en af stað farið, eins og er með svo margar greinar stjórnlagaráðs. Halda mætti að höfundar hafi fengið greitt fyrir hvert orð frekar en einhverja hugsun og skynsamleg vinnubrögð.
Hábeinn (IP-tala skráð) 4.7.2017 kl. 02:00
Það eitt að þessi stjórnarskrá sé sú eina sem er með svona ákvæði, sýnir að málið er litið alvarlegri augum en í öðrum löndum og fært upp um einn flokk lagalega séð.
Hábeinn getur þess vegna haldið áfram og hoggið niður flestar greinar núverandi stjórnarskrár í sínum niðurrifsstíl og sagt að þær séu "innihaldslaust blaður".
Ómar Ragnarsson, 4.7.2017 kl. 06:53
Þetta er frumvarp frá stjórnskipuðum vinnuhóp en ekki stjórnarskrá. Og það að ýmislegt sé hægt að gagnrýna í okkar stjórnarskrá réttlætir ekki breytingar sem gerðar eru bara til að breyta en bæta ekkert.
- svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað, söng Megas.
Hábeinn (IP-tala skráð) 4.7.2017 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.