5.7.2017 | 12:59
Aldrei hringdi Elvis.
Björk og Sigurrós um og upp úr síðustu aldamótum, Ásgeir Trausti, Kaleos og fleiri núna, - þetta er íslenskt tónlistarævintýri.
Aldrei hringdu Elvis og Cliff Richard í nokkra íslenska tónlistarmenn, hvað þá að aðrar erlendar tónlistarstórstjörnur liðinnar aldar lyftu tóli til að ná samabandi við íslenskan nýgræðing á tónlistarsviðinu.
"Ævintýri enn gerast" var sungið næstum hálfri öld og það er rætast á tónlistarsviðinu hér á landi.
Fyrir nokkrum árum vissi enginn hver Ásgeir Trausti var, og Mugison og Kaleos birtust öllum að óvörum og blómstruðu.
Vegna þess að ekki er hægt að mæla gildi tónlistar í tonnum er lítið um það að lagt sé fjárhagslegt mat á þessa byltingu sem varpar ljóma land og þjóð og gefur af sér "good-will" sem hægt er að mæla í fjármunum, ef menn vilja endilega leggja peningalegt mat á alla hluti.
Elton John hringdi í Ásgeir Trausta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, ekki gleyma Axel Flóvent.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 13:41
Takk fyrir þessa ábendingu, Haukur.
Ómar Ragnarsson, 5.7.2017 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.