Hefur blasað við úr lofti í áratugi.

Á þeim tíma árs, sem vegirnir yfir Dynjandisheiði og á Bildudalsvegi upp úr Trostansfirði hafa verið ófærir, sjá engir þessa vegi á jörðu niðri. 

Hins vegar blasa þeir við þeim sem fljúga yfir þá, og það er orðin nær hálf öld síðan mér og öðrum, sem flugu yfir þessar slóðir, varð ljóst, að hinir ófæru hlutar veganna væru tiltölulega lítill hluti af þeim, en samt mun lengri en þeir gátu verið. 

Í frétt í sjónvarpinu um síðustu aldamót var fjallað um þann möguleika að lagfæra veginn svo mikið að þessi höft hyrfu, og nota sérstakar yfirbyggingar sem smíðaðar voru þá erlendis, til að eyða örfáum og örstuttum köflum, þar sem annað dygði ekki. 

Þessir vegir voru vel lagðir og byggðir á sínum tíma, en tæki, tækniog afköst í vegagerð voru aðeins brot af því sem nú er.

Það er því kominn tími á fyrir löngu að þessum börnum síns tíma og forneskjum úr fortíð verði eytt og gerður heilsársvegur eftir nútíma kröfum.  


mbl.is Skoða heilsársveg á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband