Loksins hillir undir nýja hugsun.

Eftir því sem fleiri möguleikar í samgöngum ryðja sér til rúms eykst þörfin á að horfa út fyrir bílaumferðina hvað merkingar snertir. 

Þótt ég hafi nú hjólað um hjólastíga borgarinnar í meira en tvö ár minnist ég þess varla að hafa séð eitt einasta skilti, þótt ekki væri nema skilti með örvum sem vísi skástu leið í helstu höfuðáttir. 

Vegna miklu hægari ferðahraða er hjólreiðamanni refsað rækilega ef hann velur ekki rétta leið. 

Sama er að segja almennt um göngustíga og hestastíga og merkingar sem sýna stystu leið til flugvalla landsins. 

En þetta er vonandi allt að koma.


mbl.is Nýbreytni í merkingum á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þótt ég hafi nú hjólað um hjólastíga borgarinnar í meira en tvö ár minnist ég þess varla að hafa séð eitt einasta skilti, þótt ekki væri nema skilti með örvum sem vísi skástu leið í helstu höfuðáttir."

Auðveldlega hægt að sjá þetta á Netinu, eins og undirritaður benti hér á fyrir margt löngu.

Og flestir fara nú á Netið í tölvum sínum og farsímum vanti þá upplýsingar, til að mynda um stystu leið frá einum stað til annars, einnig hér í Hvíta-Rússlandi.

Þorsteinn Briem, 8.7.2017 kl. 18:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Google Maps", hægrismella og "Measure distance".

"Click on the map to trace a path you want to measure."

Þorsteinn Briem, 8.7.2017 kl. 18:18

3 identicon

Come on Steini, come on. Hjóla mikið hér og erlendis og man ekki eftir því að hafa farið á Netið til að finna stystu leið. Þá er einnig hægt að villast og fæst hjól hafa GPS. Treysti á skiltin eða nota gömlu góðu aðferðina og spyrst til vegar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband