Eins og þeytispjöld.

Veturinn 2015-2016 gerðist það nokkrum sinnum á Landsspítalanum, að vegna aðstæðna varð að koma mér fyrir um nokkra hríð á göngunum inn af móttökuborðinu á bráðavaktinni. 

Í öll þrjú skiptin var áberandi hve álagið á starfsfólkinu var mikið til þess að leysa mörg og misjafnleg viðfangsefni hinna slösuðu. 

Þetta var stanslaust streitustarf og blessað fólkið eins og þeytispjöld. 

Þó var ekki í neitt þessara skipta um einhverja bylgju slysa að ræða, svo sem vegna hálku. 

Þetta var lærdómsríkt að sjá og hafa um leið í huga umræðuna utan spítalans þar sem sumir gerðu lítið úr þeim aðstæðum, sem starfsfólkið býr við og töluðu jafnvel um "leiksýningar" í því efni. 


mbl.is „Landspítalinn er á hnjánum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Man ekki betur en að lífi yfirforingja hálfvitanna hér á Moggablogginu, Davíðs Oddssonar, nú Moggadritstjóra, hafi verið bjargað á Landspítalanum og foringinn hafi verið spítalanum þakklátur.

Að minnsta kosti á tímabili.

Þorsteinn Briem, 9.7.2017 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband