Svo stór og spennandi bardagi vegna þess hve óvissan er mikil.

Langt er síðan jafn spennandi, óvenjulegur og stór bardagi hefur verið háður í hnefaleikum og bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather getur orðið.  

McGregor er örvhentur og hin beina vinstri hans er einhver sú hraðasta og harðasta, sem menn hafa séð. 

Vegna þess hve marga hann hefur rotað með þessu höggi og þar með komist jafn oft og raun ber vitni frá því að fara í gólfið, er spennan einstaklega mikil varðandi möguleika Floyd Mayweather að verjast henni. 

En Mayweather býr yfir einhverrri bestu vörn sem þekkst hefur í hnefalaikum og því gæti alveg eins farið svo að bardaginn verði leiðinlegur. 

En það er svolítil mótsögn í því að segja að bardaginn geti orði svo óskaplega spennandi af þessum sökum. 

Það er ekki algengt að heimsmeistarar í hnefaleikum berjist við menn sem hafa komist langt í öðrum bardagaíþróttum, þótt skyldar séu, og það voru talin mikil mistök hjá Muhammad Ali að berjast við japanskan fjölbragðaglímumann án þess að gera það eins og Mayweather, með hönskunum einum. 

Um nokkurrra ára skeið var það ósk margra, að Muhammad Ali berðist við Teofilo Stevenson, kúbverskan hnefaleikara, sem var á tímabili í sérflokki í þungavigt í áhugamannahnefaleikum. 

En þetta var í Kalda stríðinu og samningar náðust aldrei, því miður. 


mbl.is McGregor og Mayweather hittust í Vegas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband