13.7.2017 | 17:49
Forsmekkur sláturtíðar?
Sláturtíðin er á haustin eins og allir vita, en smækkuð útgáfa af henni hefur þegar byrjað.
Þetta sást vel á ferð um Ísfjarðardjúp í dag og það var aðeins boðorðið um algera varúð og tortryggni vélhjólamanna sem kom í veg fyrir slys yrði.
Ein ær stóð á veginum og þegar ég flautaði fór hún af stað með lömbin sín tvö til vinstri út af veginum.
Minnugur boðorðsins hægði ég mjög á mér og þá gerðist algerlega óvænt uppákoma: Ær, sem hafði leynst í hægri vegarkantinum spratt skyndilega upp úr leynum með tvö lömb við hlið sér og hljóp þvert fyrir hjólið.
Aðeins nauðhemlun gaf afstýrt slysi og það, hve ferðin var orðin lítil á hjólinu.
Nýlega sáust fyrstu tölur um það hve margar kindur hefðu drepist fram að þessu í umferðinni.
Vissulega þýðir bíll á fullri ferð lífshættu fyrir kindur, en þetta snýst jafnvel þegar um vélhjól er að ræða, kindin þýðir lífshættu fyrir vélhjólamanninn ef svo ber undir.
Þessi pistill og myndirnar með honum úr Djúpinu í dag segja sína sögu.
Kindurnar enn fastar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegarollur og eigendur þeirra hafa "licence to kill" eins og James Bond.
Þetta er spurning um að drepa eða verða sjálfur drepinn og sjálfsagt að umbuna erlendum ferðamönnum fyrir að skera þessa óværu á háls.
Þorsteinn Briem, 13.7.2017 kl. 20:58
Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar árið 2012 voru um 4,5 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.
Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.
Samtals var því kostnaður ríkisins, skattgreiðenda, vegna sauðfjárræktarinnar um fimm milljarðar króna árið 2012.
Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.
Kostnaður skattgreiðenda vegna hvers sauðfjárbús var því að meðaltali um 2,5 milljónir króna árið 2012.
Og skattgreiðendur og neytendur búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.
Fjárlög fyrir árið 2012, bls. 66
Þorsteinn Briem, 13.7.2017 kl. 21:08
Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar endilega að skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi, enda kjósa fjögur þúsund sauðfjárbændur á um tvö þúsund búum, sem haldið er uppi af skattgreiðendum, flestir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Þorsteinn Briem, 13.7.2017 kl. 21:09
"Nýsir dró upp svonefnda Inndjúps-áætlun sem átti að sýna fram á að blómleg landbúnar/sjávarútvegsbyggð myndi rísa við Ísafjarðardjúp ef Steingrímsfjarðarheiði yrði valin."
Nýsis verður blómlegt bú,
bráðum nú í Djúpi,
geysi fá þeir graða kú,
Guðmundar frá Núpi.
Steini Briem, 23.1.2014
Þorsteinn Briem, 13.7.2017 kl. 21:16
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Steini Briem !
Með: all nokkuri virðingu, fyrir þér / sem og Jakobi Bónda (James Bond), finnst mér skylt, að taka upp þykkjuna, fyrir velferð og góðu atlæti íslenzku Sauðkindarinnar, þar sem hún:: líkt og Þorskurinn (auk annarra tegunda á landi og í sjó), hafa haldið líftórunni í þessu: annarrs fremur úrkynjaða þjóðarbroti, sem Íslendingar eru / og hafa lengst af verið, Steini minn.
Hitt er annað: að það er skömm ein af hálfu Bændastéttarinnar, að hafa ekki fyrir löngu, komið sér upp viðlíka Sölumiðstöð erlendis (gamla SH), sem og Útvegsbændur- og fiskverkendur stofnuðu, á 5. áratug síðustu aldar, þó undan hafi vatnað síðustu áratugina sem kunnugt er, þar sem Kindin er jú sama hnossgætið, og Þorskurinn, t.d.
Það er ekki Kindanna sök - slælegt viðhalda girðinganna / eða þá girðinga leysið víðsvegar, við Þjóðveg 1 - sem og aðra vegi landsins, Steini minn.
Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2017 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.