16.7.2017 | 00:39
Gamalkunnugt grimmdarstef. Sagan endurtekur sig.
Tyrkir frömdu þjóðarmorð á Armenum í Fyrri heimsstyrjöldinni og hafa ekki viljað viðurkenna það.
Jósef Stalín lét drepa tugþúsundir "svikara" úr röðum yfirmanna í hernum og forystumanna í kommúnistaflokknum fyrir utan milljónirnar sem voru drepnar beint og óbeint af hans völdum.
Adolf Hitler styrkti stöðu sína meðal áhrifamanna í þýskum stjórnmálum og þjóðarinnar á "Nótt hinna löngu hnífa" þegar hann lét drepa "svikarann" Ernds Röhm og fleiri yfirmenn SA-sveitanna.
Fólkinu fjölgaði næstu árin, sem hyllti hann og tók vaxandi þátt í glæsilegum fjöldasamkomum í Nurnberg og víðar.
"Svikarana" í banatilræðinu 1944 lét Hitler miskunnarlaust drepa á sem allra kvalafyllsta hátt.
Á Filippseyjum boðar valdamaður það, eins og ekkert sé sjálfsagðara, að skjóta beri fíkniefnasala nánast af handahófi á götum úti.
Múgurinn fagnar Erdogan þegar hann boðar þá ætlun sína að "afhöfða svikarana".
Alls hafa um 200 þúsund manns verið handteknir í landinu.
Já, sagan endurtekur sig hvað snertir hið gamalkunna stef blöndu af drápsfíkn, miskunnarleysi, sjúklegri tortryggni og ofsóknum í nafni öryggis, friðar og hugsjóna.
Hvað dauðarefsingarnar varðar geta vestrænar lýðræðisþjóðir lítið sagt, því að forysturíki þeirra viðgangast dauðarefsingar enn og hið illræmda fangelsi Guantanamó er fyrirmynd hins dráps- og hefndarfíkna forseta Tyrklands að hans sögn.
Vill afhöfða svikarana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hvernig enduðu svo stjórnahættir þessara þjóðfelaga þjóðhöfðíngjarnir söfnuðu í kríngum sig já mönnum sem sögðu bara það sem þjóðhöðíngin vildi heira umræða lítil svo þegar vandræðin komu gatt embætismenn ekki tekið á hlutunum af hræðslu hvað höðíngin dytti í hug að gera. það virðist vera þeir menn sem maður mindi halda myndi skilja ofsækendu t.d. erdogan sótti ofsógnum . stalín þurfti að vera í felum . hitler er furðulegur fýr . aldrei að vita með filippseyjarforseta hvort hann sé að koma keppinautim frá. en trúlega þarf sérstakt hugarfar í þettað. skort á umbrðarlindi. skildum við kannast við þetta hér á landi fyrir hrun þar sem flestir dönsuðu í kríngum gullkálfinn. sem reindisy síðan vera glópagulskálfur. nú virðist vera kominn upp sama staða og fyrir seitna stríð vonandi endar það ekki eins það passar við 3.kynslóðarkenínguna
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.7.2017 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.