"Þjóðleikhúss-slysið" þrefalda.

Þjóðleikhúsið er meðal allra merkustu bygginga frá fyrstu áratugum steinsteypualdarinnar hér á landi. 

Guðjón Samúelsson, fyrsti húsameistari ríkisins, hafði sjálfur mikið dálæti á þessari smíð sinni, ekki minni en á Hallgrímsskirkju, sem hefur fengið uppreisn æru hin síðari ár, eftir hatrammar deilur um hana í áratugi. 

Því miður skorti íslenska ráðamenn kjark og víðsýni til að velja Þjóðleikhúsinu þann stað sem hefði verið samboðinn svo merkri byggingu. 

Húsinu var kúldrað niður í þrengslum á milli annarra bygginga, þannig að það nýtur sín hvergi nærri. 

Húsið stóð óklárað og óupphitað í fjölmörg ár og þetta fór afar illa við það.

Fyrir bragðið varð að ráðast í rándýrar endurbætur á því. 

Stórt tækifæri bauðst þá til að bæta fyrir mistökin með því að reisa húsið að nýju í óbreyttri mynd að mestu á stað sem hæfði því, til dæmis efst á Ártúnshöfða þar sem það hefði sést víða að úr öllum áttum. 

Þetta var ekki gert og örlög Þjóðleikhússins leika því stórt hlutverk í bókinni "Reykjavík, sem ekki varð" og kvöldgöngu höfundanna. 

Ef Þjóðleikhúsið hefði verið reist á Arnarhóli, hefðu borgarbúar og landsmenn verið sviptir þeim möguleika að hafa þar marga af merkustu útiviðburðum sögu okkar. 

Nýtt dæmi um það er Víkingaklappið þegar landsliðinu í knattspyrnu var fagnað þar í fyrrasumar. 

Gallinn við skipulag Reykjavíkur er sá, að það hefur verið viðleitni til að kúldra alltof mörgum stórmerkum byggingum saman í kös á litlu svæði. 

Um þessar mundir er verið að endurtaka þetta með því að umkringja Útvarpshúsið með íbúðablokkum. 

Ég var einn af þeim sem gagnrýndi á sínum tíma það að upphaflegu hugmyndirnar um Útvarpshúsið fælu í sér alltof stórar og margar byggingar, þ.e alls þrjár. 

Í stað þess að arkitektunum yrði falið að teikna húsið upp á nýtt, var ákveðið að taka hljóðvarpshluta þess og troða öllu inn í það. 

Þannig er stóra myndverið í húsinu upphaflega hannað sem hljóðver og margt annað eftir því. 

En burtséð frá þessu er því ekki að neita, að Útvarpshúsið var og er fallegt og glæsilegt hús, og úr því að svo varð, er nú verið að endurtaka "Þjóðleikhússslysið" uppi í Efstaleiti með því að drekkja því og gera það að bakhúsi á milli íbúðablokka. 


mbl.is Reykjavík sem ekki varð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn hefur verið svo vitlaus að reisa merkar byggingar á Ártúnshöfða.

Þjóðleikhúsið nýtur sín vel þar sem það var reist á besta stað í Reykjavík, eins og önnur hús við Arnarhól, til að mynda Safnahúsið, áður Landsbókasafnið, Arnarhváll, Hæstiréttur, Seðlabankinn, Harpa og Stjórnarráðið.

Og bílastæðahús er við Hverfisgötuna nokkrum metrum frá Þjóðleikhúsinu.

Viðhald á flestum eða öllum opinberum byggingum á Íslandi var einfaldlega látið danka áratugum saman, til dæmis Alþingishúsinu og Þjóðminjasafninu, þar sem mörlenskir ráðamenn vildu frekar leggja hornsteina í nýjar byggingar.

Og sjálfstæðismaðurinn Árni Johnsen stal ekki bara öllu steini léttara heldur einnig sjálfum steinunum sem fegra áttu Þjóðleikhúsið.

Hverfisgatan er nú orðin glæsileg gata eins og Laugavegurinn með mörgum gömlum uppgerðum húsum og nýjum, sumum í gömlum stíl.

Og ekkert af því er að þakka framsóknar- og Tortólavesalingnum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eins og Ómar Ragnarsson heldur stöðugt fram.

Þar að auki er verið að reisa glæsilegar byggingar fyrir neðan Arnarhól, þar sem áður voru bílastæði og geymslusvæði fyrir alls kyns drasl með forljótri girðingu.

Og þar undir verða eitt þúsund bílastæði.

Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson skæla sig hins vegar í svefn út af þessu öllu með sinn ofsakláða og stíflugulu.

Þorsteinn Briem, 17.7.2017 kl. 11:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

thjodleikhusid_mainmm.jpg

Þorsteinn Briem, 17.7.2017 kl. 11:53

3 Smámynd: Már Elíson

Fábjáni, Steini...Þú ert kjáni og ekkert annað. Það verður ekki af þér tekið. - Greyið.

Már Elíson, 18.7.2017 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband