17.7.2017 | 13:35
Falsfrétt, - var enginn eldur?
"Þetta var enginn eldur," voru svör talsmanns kísilvers United Silicon eftir að slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út í nótt.
Sem sagt: Það kviknaði ekki í. Þetta var hvorki bruni né eldsvoði.
Á öllum fjölmiðlum var hins vegar sagt að eldur hefði komið upp í kísilverinu.
Voru það þá falsfréttir?
Hér ber aðilum ekki saman og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist á þessum stað.
Forsvarsmenn versins virðast ætla að fá okkur til að trúa því að þetta hafi svo sem ekki verið neitt, slökkviliðið hefði ekki þurft ekki að slökkva neinn eld og hefði því líkast til verið kallað út að óþörfu.
P. S. Greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þetta væri í þriðja sinn á þremur mánuðum sem slökkvilið væri kallað að verksmiðjunni.
Eldur í kísilverinu í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðilum, starfsmenn og viðbragðsaðilar á staðnum annarsvegar og fréttamenn við skrifborð í Reykjavík hinsvegar, ber ekki saman. Og gamla fréttamanninum þykir auðséð að skrifborðsliðið í Reykjavík hljóti að hafa bestu og réttustu upplýsingarnar.
Hábeinn (IP-tala skráð) 17.7.2017 kl. 14:02
Brunavarnir Suðurnesja eru sem sagt orðnar að "skrifborðsliði í Reykjavík".
Þorsteinn Briem, 17.7.2017 kl. 14:08
Brunavarnir Suðurnesja sáu engan eld og þurftu ekki að aðhafast neitt.
Hábeinn (IP-tala skráð) 17.7.2017 kl. 14:24
RÚV.is í dag:
"1600 gráðu heitur málmur flæddi niður á gólf verksmiðju United Silicon um þrjúleytið í nótt þegar verið var að tappa kísilmálmi af ofni verksmiðjunnar en gatið sem gert var til þess var of stórt.
Töluverður reykur myndaðist inni í verksmiðjunni.
Ásgeir Þórisson hjá Brunavörnum Suðurnesja sagði í morgun að eldurinn hafi ekki verið mikill, starfsmenn hefðu náð að slökkva áður en slökkvilið kom á staðinn.
Í tilkynningu frá United Silicon segir að skemmdir hafi ekki verið metnar ennþá og því ekki hægt að segja til um hversu miklar þær eru.
Kristleifur Andrésson, umhverfis- og öryggisstjóri United Silicon, segir að það hafi í raun enginn eldur kviknað.
Framleiðsla haldi áfram en finna verði aðrar leiðir til að tappa kísilmálmi úr ofninum.
"Það sem gerðist var að deigla yfirfylltist þegar menn voru að tappa af ofninum og 1.600 gráða heitur málmur rann á gólfið.
"Það var í rauninni enginn eldur, það var bara málmurinn sem stendur á gólfinu, upp gýs mikill reykur í skamman tíma og enginn eldur, heldur bara bræddi slöngur og rafmagnskapla," segir Kristleifur.
Mikill eldur kviknaði í verksmiðjunni 18. apríl og starfsemin lá niðri í rúma viku."
Þorsteinn Briem, 17.7.2017 kl. 14:25
Ég má ekki einu sinni setja spurningarmerki við fullyrðinguna um að þetta hafi ekki verið eldur til þess að Hábeinn telji mig trúa "skrifborðsliðinu" í Reykjavík.
1600 gráðu heitur bráðinn glóandi málmur telst að mati Hábeins ekki vera eldur eða að það þurfi að aðhafast neitt, þótt hann flæði um gólf.
Ómar Ragnarsson, 17.7.2017 kl. 18:22
Frumefnið kísill (silicium Si) er númer fjórtán í lotukerfinu (14 rafeindir), fjórgildur málmungur og í sama flokki og kolefni C, germanium Ge, tin Sn og blý Pb. Hreinn kísill bráðnar við 1410 gráður celsíus og sýður við 3260 gráður. Annað algengasta frumefnið í jarðskorpunni, en alltaf í formi efnasambanda, aðallega kísiltvíoxíð (SiO2).
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2017 kl. 18:59
Þú virðast ætla að fá okkur til að trúa því að þú sért hlutlaus og skrifir af þekkingu og skynsemi, og það er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Þú setur samt ekkert spurningarmerki þar sem þú dregur það í efa sem þeir á staðnum segja og gefur í skyn að þeir ljúgi stöðugt. Þú virðist ekki efast neitt um orð þeirra sem ekki voru viðstaddir.
1600 gráðu heitur bráðinn glóandi málmur telst hvergi vera eldur, 1600 gráðu heitur bráðinn glóandi málmur telst vera 1600 gráðu heitur bráðinn glóandi málmur. Og það að Brunavarnir Suðurnesja hafi ekki þurft að aðhafast neitt er ekki það sama og að ekkert hafi þurft að aðhafast þegar málmurinn lenti á gólfinu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 17.7.2017 kl. 19:39
"...Þú virðast ætla að fá okkur til að trúa því að þú sért hlutlaus og skrifir af þekkingu og skynsemi, og það er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist...." -
"hábeinn", kjáninn sá arna heldur fast við sinn keip og heldur svívirðingunum áfram. (Framhald fljótlega).
Már Elíson, 18.7.2017 kl. 00:12
Már, ég nota að stórum hluta orðrétt orðalag Ómars sjálfs þegar hann lýsir því sem forsvarsmenn kísilversins segja. Sé það svívirðing við Ómar þá ætti hann að endurskoða hvernig hann talar um annað fólk. Og þyki þér það ekki svívirðing þegar Ómar segir það þá ættir þú að skoða hvers vegna Ómar er undanþeginn allri gagnrýni af þinni hálfu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 18.7.2017 kl. 01:17
."....Ómar er undanþeginn allri gagnrýni af þinni hálfu...." - Það er bara ekki hægt að gagnrýna mann sem kemur hreint og heiðarlega fram undir nafni og getur staðið augliti til auglitis við sín orð. - Þú er hinsvegar "nobody" með ómerkilegt skítkast og eltihrellir á hann og gerir í því af aumingjaskap þínum og skíthræðslu, að bloggsóða út hans síðu og leggur hann í einelti...Og þá má segja allt við svoleiðis skítmenni eins og "nobody" - "hábeinn nobody" býður í dans með andlitslausu skítkasti og það er og verður hans dragbítur. Þó þú sért lagður í einelti heima hjá þér og kúgaður af konunni, þá láttu það ekki bitna á öðrum. Taktu þér taki og gráttu í einrúmi.
Már Elíson, 18.7.2017 kl. 21:31
Már, semsagt skítkast og ósannsögli eins og þið Ómar stundið svo gjarnan er í lagi ef komið er fram undir nafni. Vekur þér hrifningu og aðdáun. En að benda á ósómann nafnlaust er hin mesta hneisa. Eitthvað er greinilega að heima hjá þér, og ekki getur það verið lítið.
Hábeinn (IP-tala skráð) 18.7.2017 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.