Ekki spurning um hvort heldur hvenær

Hafið býr yfir hundrað hættum var einu sinni sungið í sjómannalagi.  Og hið sama á auðvitað um íslenska náttúru með sínum hengiflugum, fossum og gljúfrum.  Margt getur farið úrskeiðis eins og t.d. það að þessi bloggpistill er óvenju seint á ferðinni vegna erfiðleika sem upp komu á ferðalagi mínu í dag á mjög afskekktum stað.  Nú rétt í þessu var verið að hjálpa örmagna fólki sem hafði gefist upp á göngu sinni.  Og þrátt fyrir allar unaðstundirnar sem hægt er eiga á ferðum um Ísland þá leynast óvæntir erfiðleikar og áföll við hvert fótmál.  Og þótt enn skortir talsvert á að búið sé að búa þannig um hnúta að fyllsta öryggis sé gætt verður aldrei hægt að girða fyrir það að slys á borð við það sem varð við Gullfoss gerist.  En af svona atburðum verður að læra og vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna á Íslandi að spara ekkert til svo að slysahættan sé minnst.


mbl.is Ferðamaður féll í Gullfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langt frá því að gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna dvelji á Íslandi á ári hverju, miðað við önnur lönd í Norður- og Vestur-Evrópu, sem eru með ríkustu löndum heimsins.

Þeir eru hins vegar margir miðað við þá sem búa á Klakanum og mun fleiri en fyrir nokkrum árum.

Langflestir Íslendingar ferðast um Ísland ár hvert og sumir þeirra hafa drukknað á þessum ferðalögum, til að mynda nýlega á Suðurlandi þegar tvær konur drukknuðu í á.

Þorsteinn Briem, 19.7.2017 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband