20.7.2017 | 02:10
Hvað um þjóðsönginn og fánann?
Um fleiri fyrirbrigði gagnvar landi og þjóð en skjaldarmerkið gilda ákveðnar reglur, svo sem um fánann og þjóðsönginn.
Þjóðsöngvar allra þeirra landa, sem ég hef heyrt, hafa hvorki inngang né viðprjónaðan endi.
Þannig er íslenski þjóðsöngurinn og spurningin er hvort það væri heimilt fyrir einhvern útsetjara að prjóna framan á hann "intro".
Gott dæmi um viðprjónað intró er lagið "Nú liggur vel á mér." Snjall útsetjari lagsins samdi 14 sekúndna langt intro á lagið sem líka er spilað oftar í laginu og í lok þess, og setur svo mikinn svip á það að það er ekki aðeins hálft lagið hvað snertir áhrif þess, heldur jafnvel betri helmingur lagsins.
Hvað ef einhver snjall útsetjari þjóðsöngsins gerði svipað við hann?
Hvað snertir skjaldarmerkið hefur það verið notað í fleiri merkjum, svo sem í merki Flugmálastjórnar Íslands, þar sem það var illu heilli aflagt og sett í staðinn merki, sem gefa á hvergi nærri eins skýran hátt að vera merki íslenskrar stofnunar eða fyrirtækis.
Ekki er að sjá að skylt hafi verið að birta gamla, góða merkið ævinlega með hvítum bakgrunni og birtist afar oft á búningum, sem voru svartir eða í dökkum litum.
Þegar Flugmálastjórn var skipt upp var þetta frábæra merki aflagt, björguðust nokkur þeirra frá glötun, og komst ég fyrir tilviljun yfir nokkur merki og ber eitt þeirra á húfum minni.
Sem flugmaður get ég ekki hugsað mér betra merki en þetta, með landvættunum, fánanum og vængjum, sem mynda fljúgandi skjaldarmerki.
Þótt merkið sé á svörtum grunni, finnst mér það skila sér miklu betur en grámyglulega skjaldarmerkið á svarta bakgrunninum sem sjálft stjórnarráðið birtir.
Skjaldarmerkið birt á rangan hátt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Notkun stjórnmálaflokks á þjóðfánanum í einkennismerki sínu er móðgun við þjóðina. Löglegt en algjörlega siðlaust.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.7.2017 kl. 08:14
Það var ekki fyrr en á árinu 1948 að íslenska ríkið eignaðist höfundarrétt að laginu við íslenska þjóðsönginn og að ljóðinu ekki fyrr en árið 1949.
Og lög um þjóðsönginn voru ekki sett fyrr en árið 1983.
Lög um þjóðsöng Íslendinga nr. 7/1983
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:18
Landvættaskjaldarmerkið var tekið upp með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 sem er á þennan veg:
"Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi."
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:20
Alþingishúsið var friðað af menntamálaráðherra 14. desember 1973 samkvæmt 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969."
"Í lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er gerður greinarmunur á friðlýstum húsum og mannvirkjum og þeim sem friðuð eru.
Við gildistöku laganna 1. janúar 2013 voru öll hús og mannvirki í landinu sem eru 100 ára eða eldri friðuð, því nú er miðað við aldur húss en ekki ákveðið ártal."
Alþingishúsið - Minjastofnun
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:22
Íslenski fáninn:
"The new flag of 1915 had a blue field with a red cross bordered in white. It is this flag that is used today. The design was proposed by Matthias Thordarson. He explained the colours as blue for the mountains, white for ice and red for fire [...]
The flag was officially accepted by the king 30 November 1918 and adopted by law as the national flag the same day.
It was first hoisted (as a state ensign) 1 December 1918.
On this day Iceland became a separate kingdom united with Denmark under one king."
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:23
Ísland var ekki í konungsríkinu Danmörku frá 1. desember 1918 til 17. júní 1944, heldur var það konungsríkið Ísland sem fékk nýja stjórnarskrá árið 1920 til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Og sú stjórnarskrá var kölluð Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands.
Eina raunverulega breytingin sem varð hér 17. júní 1944 var að þá kom forseti í stað kóngs eða drottningar en íslenska þjóðin kaus þó ekki forseta fyrr en árið 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti.
Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920 og varð hér ríkisstjóri árið 1941.
Bók um Sambandslögin 1918 eftir Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins
"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti."
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:26
Sjálfstæðisdagur okkar Íslendinga er 1. desember en ekki 17. júní.
"Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."
"Fullveldisréttur - Réttur ríkis til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:27
Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.
"75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."
"Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands með síðari breytingum
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:29
Frá 1. desember 1918 voru Danmörk og Ísland tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama kóng.
Færeyjar og Grænland eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur.Færeyjar og Grænland eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu, Folketinget.
"Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."
"Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.
Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge.
Det er heller ikke en forbundsstat."
Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá 1. desember 1918 og fékk nýja stjórnarskrá samkvæmt því árið 1920.
Og á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904.
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:38
Frá árinu 1944 til 2010 voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.
Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi
Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 09:50
Athyglisvert Steini. Ég vildi gjarnan fá meira frá þér um þetta.
immalimm (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 15:28
Takk fyrir að tala svona vel um pápa gamla,Jón basa, þó þú nefnir ekki nafn hans. Þessi útsetning var og er ágætt sýnishorn af þvi hvernig hann vann. Meistari.
Sigurður Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.