Villandi fyrirsögn fyrir marga lesendur.

Engin furða er að fréttin með fyrirsögninni "Gunnar fékk 45 daga keppnisbann" sé mest lesin, því að venjulega fá íþróttamenn keppnisbann fyrir brot á reglum eða vítavert athæfi. 

Lesa þarf alllangt inn í fréttina til að sjá hið sanna, að Gunnari var gert skylt að gera keppnishlé öryggis síns vegna. 

Svipað er gert í áhugamannahnefaleikum þegar keppendur fá rothögg eða slæm höfuðhögg. 

Í atvinnumannahnefaleikum taka flestir hnefaleikarar sér minnst sex vikna hlé eftir erfiða bardaga, eða um það bil 45 daga hlé, en öruggara er að hléð sé tvöfalt lengra. 

Þá er fyrri hluti hlésins notaður til svipaðs og þegar fólk verður almennt fyrir meiðslum, svo sem að vera í sex vikur í gipsi meðan brot eru að gróa. 

Sex vikur eru stundum taldar vera lágmarkstími til að koma sér í form, þannig að minnst tólf vikur alls eftir keppni með umtalsverðum meiðslum eru oft taldar vera hæfilegur tími til að komast í viðunandi bardagaform. 

Og dæmi eru um miklu lengri hlé, svo sem þegar Muhammad Ali var í ár frá keppni milli bardaganna við Sonny Liston vegna uppskurðar við kviðsliti. 


mbl.is Gunnar fékk 45 daga keppnisbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frétt með fyrirsögninni "Gunnari gert að taka 45 daga keppnishlé" hefði einnig getað verið sú mest lesna.

Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 23:39

2 identicon

Gott væri fyrir Gunnar ef honum yrði gert að taka 45 ára keppnishlé. Hætta vitleisunni, hætta að iðka "íþrótt" sem felst í því að rota eða verða rotaður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 07:27

3 Smámynd: Már Elíson

Sammála Ómari - Mjög villandi og í raun vottur af æsiblaðafréttamennsku, afvegaleiðingu og síðast en ekki síst, heimsku blaðabarnsins sem las hugsanlega rangt út úr Google-translate. - Algerlega eðlilegt að viðkomandi "megi ekki" heilsu sinnar vegna taka þátt í íþrótt sinni. En keppnisbann er það ekki.

Eins og St.Br segir, hefði ekki skaðað af hafa fréttafyrirsögnina rétta og sanna.

Már Elíson, 21.7.2017 kl. 10:10

4 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Þetta kallast "clickbait". Þar sem höfundur viljandi gerir fyrirsögn sem laðar að sér fólk villandi.

Einar Haukur Sigurjónsson, 21.7.2017 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband