21.7.2017 | 18:25
Sér varla högg á vatni.
Í kringum Donald Trump er stór hirð manna sem taka mjög alvarlega það sem forsetinn segir, sama hve fráleitt það er á stundum.
Þessi átrúnaður hefur gripið milljónir manna bæði heima í Bandaríkjunum og erlendis, og eins og oft vill verða, fá þeir helst trúnað, störf og náð hjá forsetanum, sem standa sig best í því að halda fram svonefndu sannlíki, (alternate truth) sem felst í því að enda þótt staðreyndir liggi fyrir, búi forsetinn og menn hans yfir öðrum sannleika sem er sá eini rétti, en hinar staðreyndirnar séu hins vegar rangar, tilbúnar og falsfréttir.
Þessi hirð, bæði hjá Trump og allt heim til hirðar hans hér á landi, hefur til dæmis blákalt haldið því fram að niðurstaða skoðanakannana síðastliðin 75 ár hafi allar verið falsfréttir, en hins vegar réttar þær niðurstöður, að Trump glansi um þessar mundir svo mjög í skoðanakönnunum að niðurstöður kannana, jafnvel langt aftur í tímann, séu augljóslega rangar.
Þótt Sean Spicer sé sagt upp, er vart við því að búast að það sjái högg á vatni varðandi þennan málatilbúnað, því að nóg er til af trúföstum aðdáendum Trumps til að stunda af kappi þessa tegund rökræðna og meðferðar á gögnum af flestu tagi.
Sean Spicer búinn að segja upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekkert öðruvísi með stuðningsfólk Donalds Trump og bjánanna semn neita að horfast í augu við bullið hjá Íslenskum stjórnmálamönnum og gjörðir þeirra. Sami hugsunargangurinn.
Ragna Birgisdóttir, 21.7.2017 kl. 18:38
Síðastliðinn sunnudag:
"Donald Trump er óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjötíu ár.
Einungis 36% Bandaríkjamanna segjast styðja forsetann nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá embættistöku hans, samkvæmt könnun ABC og Washington Post.
Stuðningur við Trump minnkar um 6% frá því að hundrað dagar voru liðnir frá embættistöku hans í apríl.
Í sömu könnun telja einungis 38% þátttakenda að Trump hafi náð marktækum árangri í sínum helstu kosningamálum og tveir þriðju treysta honum ekki til að semja við aðra þjóðarleiðtoga fyrir hönd Bandaríkjanna."
Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 19:54
Það má þó segja tvennt gott um stjórn hans: Í fyrsta lagi var hætt var við að taka þátt í hnattræna hlýnunarsvindlinu (Anthropogenic Global Warming Hoax), og í öðru lagi þá er stjórn hans fastráðin í að viðhalda banni við komu hryðjuverkamanna til Bandaríkjanna frá 7 múslímaríkjum (mættu þó vera fleiri).
Pétur D. (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 20:16
Steini Briem: Það er nákvæmlega ekkert að marka skoðanakannanir á ABC News né i Washington Post varðandi Trump. Þessir tveir fjölmiðlar eru auðmjúkar málpípur Demókrataflokksins og hlutdrægari en andskotinn.
Pétur D. (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 20:29
3.6.2017:
"Halldór Björnsson sérfræðingur í loftslagsbreytingum á Veðurstofu Íslands segir að Bandaríkin fari nærri því að uppfylla markmið sín í loftslagsmálum, þrátt fyrir að Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið þau út úr Parísarsamningnum."
Bandaríkin uppfylla nærri því Parísarsáttmálann
Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 21:01
4.6.2017:
Trump believes the climate is changing and pollutants are part of the equation, says the US ambassador to the UN
Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 21:02
2.6.2017:
Úrsögn úr Parísarsamkomulaginu tekur fjögur ár og tekur gildi daginn eftir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum
Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 21:02
7.6.2017:
California and China sign deal to work on climate change without Trump
Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 21:03
8.6.2017:
Renewables provide more than half UK electricity for first time
Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 21:04
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 21:06
Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.
Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 21:06
Bara fífl og múslímar myndu kjósa spillta glæpakvendið Hillary Clinton. Mikið er ég feginn (og milljarðir annarra jarðarbúa) að hún varð ekki forseti.
Pétur D. (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 21:56
.
.
.
In imperfect rhyme, it´s clearly a symptom
of an aging world that old Bill Clinton,
deceived as he was,
would fight for the cause
of someone as bad as Hillary Clinton!
.
Jón Valur Jensson, 21.7.2017 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.