Ófullkomnu "innviðirnir" margumtöluðu leynast víða.

Engar kannanir munu hafa verið gerðar á þörfum erlendra ferðamanna til þess að komast í sambandi við netið og símann í gegnum til þess gerða lykla, sem hægt er að stinga inn í ferðatölvur. 

Fjölmargir eru hugsanlega bara fegnir yfir því að losna við að vera í einhverju eilífðarsambandi af þessu tagi. 

En síðan eru samt áreiðanlega margir, bæði útlendingar og Íslendingar, sem vilja vera í góðu netsambandi. 

En greinilegt er, að fjarskiptakerfið er víða fjarri því að anna álaginu, sem á því er.Reyjkjar-fjörður, miðnætti 

Undanfarna daga hef ég verið á ferð við Ísafjarðardjúp og þar kemur blátt og fallegt ljós á lykillinn sem sýnir gott 3G samanband, af og til, en langtímunum saman er bókstaflega ekkert merki. 

Þetta þýðir að það er stundum varla vinnandi vegur að skoða póst, veður og annað á netinu, vegna þess að tölva manns er fyrirvaralaust rifin úr sambandi og verður síðan sambandslaus í óralangan tíma. 

Núna er ég staddur annars staðar eftir að hafa skroppið til Reykjavíkur og til baka til þess að taka þátt í útför míns góða vinar Carls Möllers, og er nú í þessu líka fína sambandi, enda á afar fáförnum slóðum þar sem álagið er lítið á svæðinu, sem þessi endurvarpsstöð er. 

Læt því fljóta með mynd, sem tekin var rétt áðan í miðri sumarnóttinni. Það væri ekki mögulegt að vera svona fljótur að setja myndina hér inn nema vegna þess hvað merkið er gott. 

En hins vegar vonlaust á öllu svæðinu við Ísafjarðardjúp. 

 


mbl.is „Nú? Er Ísland eyja?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Agnarlítinn er með pung,
oft er því á Netinu,
birtist þar mörg buddan ung,
berrössuð í fletinu.

Þorsteinn Briem, 22.7.2017 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband