23.7.2017 | 00:42
Enn og aftur er dómarinn hluti af leikvellinum.
Orðin ef og hefði eru alltaf nærtæk þegar velt er vöngum yfir umdeilanlegum atvikum. Hvað dómgæslu snertir sannaðist enn einu sinni í leik Íslands við Sviss, að dómarinn er hluti af vellinum, slæmur eða góður eftir atvikum og bitnar oft misjafnt á keppendum.
Við því er lítið að segja.
Annað ef og hefði má nota um það hvaða þýðingu missirinn á Margréti Láru hafði fyrir íslenska liðið.
Svona svipað eins og að velta vöngum yfir því hvaða þýðingu Gylfi Þór Sigurðsson hefur fyrir íslenska karlalandsliðsins.
Ekki tjáir að fást um orðinn hlut í EM hjá konunum. Ef þær vinna síðasta leikinn er hægt að hugga sig við það að það munaði aðeins einu marki í fyrri leikjunum tveimur að gengi liðsins hefði orðið annað og betra en það varð, og allir sem staðið hafa að þátttökunni á ÉM nú geta verið stoltir af allri umgerð hennar og útfærslu.
Ótrúlegt að hún hafi fengið að klára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dómgæslan á þessu EM móti í Hollandi hefur verið léleg. Allt of mörg afdrifarík mistök í mörgum leikjum frá dómurum. Eitthvað er að þarna og mjög líklegt að dómaramálin hjá forráðamönnum knattspyrnunnar verði tekin til gagngerrar athugunnar enda loga fjölmiðlar mótsins þar sem að skrifað er um slaka dómgæslu.Þetta er lítilsvirðing við keppendur,áhorfendur og auðvitaða dómarana sjálfa að dómarar skuli ekki vera betri en þetta. Það er ekki hægt að bera við reynsluleysi og virðingu fyrir stóru liðunum af hendi dómara. Ef að svo er eru þeir ekki hæfir til þess að dæma á svona stórmóti.Þetta er svartur blettur á þessu skemmtilega móti.
Ragna Birgisdóttir, 23.7.2017 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.