25.7.2017 | 12:57
Rímar við fullt Háskólabíó um hásumar.
Greinilegt er að Flokkur fólksins hefur reist fylgisbylgju á þeim meðbyr sem lýsti sér í húsfylli á fundi í Háskólabíói um daginn, sem bar heitið Sumarþing.
Fyrir tilviljun heyrði ég viðtal við Ingu Sæland formann flokksins í útvarpi á ferð um landið þar sem hún útskýrði þennan meðbyr meðal annars með að vitna í ánægjutal fjármálaráðherra varðandi það að meðallaun hér á landi væru nú 712 þúsund krónur á mánuði.
Þegar það væri skoðað, að strax og einstaklingur fái meira en 146 þúsund krónur á mánuði, sé byrjað að taka skatt af laununum, blasti við óviðunandi gjá á milli þeirra sem minnst mættu sín og þeirra, sem hefðu margföld laun á við láglaunastéttirnar.
Fylgisbylgjur vegna þessara mála hafa oftast komið á útmánuðum í aðdraganda kosninga.
Þannig reis svipuð bylgja og enn stærri í upphafi árs 2007 í aðdraganda Alþingiskosninga hvað varðaði framboð aldraðra og öryrkja.
Sú bylgja fjaraði út og ekkert varð af framboðinu, enda voru viðbrögð þáverandi stjórnmálaflokka þau að taka málin upp í kosningastefnuskrár sínar.
Eins og svo oft áður voru loforðin að mestu gleymd eftir kosningar.
Í þetta skiptið er svo að sjá, að fylgisaukning Flokks fólksins bitni ekki mikið á núverandi stjórnarandstöðuflokkum, heldur fyrst og fremst á litlu flokkunum í ríkisstjórninni.
En þegar litið er yfir sögu síðustu níu ára í íslenskum stjórnmálum, virðist litlu hafa skipt hvaða flokkar voru í stjórn á þessu tímabili.
Íslenskir stjórnmálaflokkar ættu að íhuga vel stöðuna í þessum málum, ekki til þess að taka upp fögur loforð í stefnuskrár sínar, heldur til þess að láta verk fylgja orðum.
Stærri en BF og Viðreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í alþingiskosningunum fyrir einungis níu mánuðum fékk Flokkur fólksins 3,5% atkvæða og næstu alþingiskosningar verða væntanlega eftir rúmlega þrjú ár.
Þorsteinn Briem, 25.7.2017 kl. 13:22
Kosningar eru staðreyndir um fylgi og eru allt annað en skoðanakannanir, þar sem fjöldinn allur er óákveðinn eða vill ekki svara.
Þorsteinn Briem, 25.7.2017 kl. 13:28
Sigurvegarar alþingiskosninganna í haust voru Píratar og Viðreisn.
Fylgi Pírata þrefaldaðist í kosningunum og þeir fengu tíu þingmenn eins og Vinstri grænir, þannig að báðir flokkarnir eru næst stærstir á Alþingi.
Og Viðreisn fékk sjö þingmenn.
En þeir sem töpuðu mestu fylgi voru erkifjendurnir Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin.
Og fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið minna í hundrað ára sögu flokksins.
Þorsteinn Briem, 25.7.2017 kl. 13:30
Steini Briem, 19.10.2016:
Að sjálfsögðu á að miða við síðustu alþingiskosningar en ekki einhverjar skoðanakannanir þegar úrslit alþingiskosninganna í næstu viku liggja fyrir.
Píratar hafa aldrei reiknað með að fá 30% atkvæða í kosningunum og vinna þar að öllum líkindum stórsigur með margfalt meira fylgi en í síðustu alþingiskosningum.
Skoðanakannanir eru langt frá því að vera kosningar, fylgi í skoðanakönnunum getur sveiflast gríðarlega í sömu vikunni, eins og fjölmörg dæmi sanna, og fjöldinn allur er óákveðinn eða vill ekki svara í skoðanakönnunum.
Ungt fólk hefur miklu meiri áhuga á að kjósa Pírata en Samfylkinguna og lítur á flesta frambjóðendur hennar í efstu sætunum sem gamalmenni.
Þér finnst hins vegar allir yngri en fimmtugir vera ungir og miðar þar við sjálfan þig, Ómar Ragnarsson.
Flestir frambjóðendur Vinstri grænna í efstu sætunum eru einnig langt frá því að vera ungir og enda þótt foringi þeirra, Katrín Jakobsdóttir, sé fertug lítur hún út fyrir að vera að minnsta kosti tíu árum yngri.
Þar að auki þekkja flestir kjósendur Katrínu, enda hefur hún verið þingmaður síðastliðin níu ár, ráðherra í fjögur ár og er nú formaður flokksins.
Ungt fólk myndi á hinn bóginn yfirleitt ekki líta á Steingrím J. Sigfússon sem fulltrúa sinn á Alþingi, enda lítur hann út fyrir að vera gamall framsóknarmaður, sem snúa þarf í gang eins og gömlum Willys jeppa.
Og fjölmargir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi kjósa Vinstri græna í kosningunum í næstu viku eftir öll axarsköft síðasta formanns Framsóknarflokksins og útlit fyrir að flokkurinn fái einungis einn þingmann í því kjördæmi.
En það er engan veginn víst, enda eru skoðanakannanir ekki kosningar.
Þorsteinn Briem, 25.7.2017 kl. 13:35
Það eina sem ég hef sagt um aldur opinberlega, Steini, er að mér finnist ég ekki vera árinu eldri en 17 ára.
Þú hefur ekkert fyrir þér í því hverjir mér finnst almennt vera ungir og hverjir ekki.
Ómar Ragnarsson, 25.7.2017 kl. 14:28
Okkur stafar engin hætta af íslamisma, hinsvegar af "Sælandisma", þar sem fer saman nýrasismi, chauvinismi, xenophobia og banality.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.7.2017 kl. 14:41
Hverjir eru þessir...? ...."það að meðallaun hér á landi væru nú 712 þúsund krónur á mánuði. ....Tugþúsundir í VR eru ekki með þessi laun. - Fróðlegt væri að í hvaða stétt manna þessi "meðallaun" eru. - Ég veit hvað meðallaun eru...lægsta til hæsta...En hverslags reiknikúnstir eru þetta til að slá ryki í augun á fólki ? - Þetta lið sem er ekki samstíga almenningi í landinu er ekki hæft til að fjalla um laun almennings almennt.
Már Elíson, 25.7.2017 kl. 15:30
Haukur Kristinsson.
Hvað kallast sá "-ismi" að óttast miðaldra konu?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2017 kl. 17:33
Það er enginn hræddur við Ingu Sæland. Hins vegar er full ástæða til að vera hræddur við að þær skoðanir sem hún opinberar verði ofan á í þjóðfélaginu. Þær eru lýðræði og samlíðan til vansæmdar og tjóns.
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 25.7.2017 kl. 22:45
Þorvaldur Sigurdsson.
Sem betur fer ræður þú því sjálfur hvaða skoðanir þú hefur.
Það væri þá kannski markvissara að ræða um skoðanirnar almennt, í hverju þær felast, kosti þeirra og galla, heldur en að ráðast beint í manneskjuna eins og svokallaður Haukur Kristinsson gerði hér að ofan.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2017 kl. 23:34
Svokallaður Guðmundur Ásgeirsson telur það "markvisst" að ræða "almennt" við nýrasista og bigots. Kjánaleg afstaða.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2017 kl. 10:20
Já, Guðmundur. Það sem þarf til þess að mannlífið sé gott hljómar einfaldlega svona: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.
Þú kannast kannski við hvaðan þessi klausa er tekin? Fagnaðarerindi Ingu Sæland hljómar ekki þannig.
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 26.7.2017 kl. 13:20
Sæll Ómar.
Það sætir tíðindum
að í fyrsta skipti þá
blasir það við sem raunhæfur kostur
að kona verði borgarstjóri fyrsta sinni í Reykjavík.
Flokkur fólksins er líklegur til að ryksuga atkvæði Reykvíkinga
og veita Ingu Sæland það brautargengi sem færir henni
að lyktum lyklana að borgarhliðunum og í leiðinni
kjósendum sínum nýja og enn betri Reykjavík!
Húsari. (IP-tala skráð) 26.7.2017 kl. 15:42
Sæll Ómar.
Ég vildi gleðja þig og
skautaði því framhjá nokkrum
heiðurskonum sem verið hafa
borgarstjórar í Reykjavík!
En ég efast ekki um að eina von
Reykvíkinga til að koma einhverju lagi
á húsnæðismál borgarbúa er að ljá Flokki fólksins
atkvæði sitt!
Kjörin til forystuhlutverks
og næsti borgarstjóri Reykjavíkur
ætti sér hvergi betri rætur en í kjarna fólksins sjálfs
og Inga Sæland mun án nokkurs efa standa undir
því trausti og þeirri ábyrgð á komandi tíð.
Húsari. (IP-tala skráð) 26.7.2017 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.