Merkilegt að það skuli vera svona lítill atkvæðamunur.

Okkkur Íslendingum þætti það einkennilegt ef það ylti aðeins á einu eða tveimur atkvæðum á þingi hvort 15-20 þúsund Íslendingar yrðu settir út úr velferðarkerfi okkar. 

Svipað ætti við um nágrannalönd okkar. 

Sem betur fór stóð John McCaine fyrir því að atlögunni að Obamacare var afstýrt. 

En Donald Trump mun víst ekki ætla að láta sér segjast. 


mbl.is Obamacare lifir - þungt högg fyrir Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var thad ekki bara svipad og thegar kosid var um flugvollin. Taep

30% kjósenda maettu og meirhlutinn af thví er túlkad sem meirihluta

vilji Reykvíkinga, sem naer náttúrlega engri átt. Hef alltaf haldid

thví fram, til ad kosning sé gild, thá thurfi ad lágmarki 51% kjósenda

ad maeta, annar teljist hún ekki gild.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 29.7.2017 kl. 01:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er alveg nýtt að þeir sem ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu ráði niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Sambandslagasamninginn 1918 er þá væntanlega ógild.

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 01:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.

Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:

"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 01:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 01:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 01:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 01:54

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 01:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 01:57

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fjórar borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál er stærsta málið í öllum  þessum borgarstjórnarkosningum.

Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.

Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.

Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.

Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 01:59

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vstnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum:

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 02:00

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila og mannvirki á landinu verða að víkja ef eigendurnir krefjast þess.

Og harla einkennilegt að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað eigi að vera á landi Reykjavíkurborgar.

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 02:05

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

Þorsteinn Briem, 29.7.2017 kl. 02:08

14 identicon

Donald Trump er ekki að setja neinn út á gaddinn varðandi heilbrigðiskerfið. 
Þvert á móti munu fleiri njóta þjónustu en í Obama care. 
Obama care er dýrt og óskilvirkt kerfi. 

Arnar Bj. (IP-tala skráð) 29.7.2017 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband