Of lítið vitað um hliðstæður.

Vitað er að allstórir skjálftar hafa komið með hinum mörgu Kötlugosum, sem sagan kann frá að greina. 

1918 var hins vegar engin sú jarðskjálftamælitækni og landhæðarmælingatækni til sem hægt væri að styðjast við til samanburðar öld síðar. 

Vitað er að um svipað leyti og Skaftáreldar hófust 1783 var mikill órói undan Reykjanesi og neðarsjávareldgos þar. 

Núna er órói nálægt þvi svæði, en eins og fyrr, er ekkert vitað um hvort nokkur tengsl séu á milli jarðskjálfta og umbrota á því svæði og svipaðra fyrirbæra á Kötlusvæðinu. 

Beint í kjölfar Skaftárelda gaus í Grímsvötnum. 

Núna eru liðin sex ár frá síðasta Grímsvatnagosi, en þar áður liðu sjö ár og sex ár á milli gosa, svo að enginn veit hvort samband verði á milli Kötlugoss og Grímsvatnagoss. 

Virkni í Kötluöskjunni og hlaup í Múlakvísl virðast hafa komið til skjalanna 1955 og svo aftur hin síðari ár, svo að enginn veit með vissu hvort Katla er að breyta um hegðun líkt og Hekla hefur gert eftir 1947.  


mbl.is Litakóða Kötlu breytt í gult
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Vísindamenn nútímans þvertaka fyrir að nokkur tenging sé á milli Kötlusvæðis og hræringa á Reykjanesinu.Þeir vita akkúrat ekkert nema að það mun gjósa....í framtíðinni.cool

Ragna Birgisdóttir, 29.7.2017 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband