1.8.2017 | 17:53
Úr öskunni í eldinn, frá Dynjandisheiði til Borgarfjarðar eystri.
"Þetta er Ísland í dag" myndi Jón Ársæll segja þegar hann sér myndirnar af veginum til Borgarfjarðar eystri.
Ég hélt kannski að Dynjandisheiði, sem ég hef nýlega skrönglast, væri botninn á íslenska vegakerfinu, en nú hefur hún eignast skæðan keppinaut.
Og verður á leið minni á fyrirhuguðu ferðalagi í næstu viku.
Er maður að verða fyrir einelti eða hvað?
Dynjandisheiði er reyndar hluti af þjóðvegi nr. 60 sem telst til stofnbrauta milli landshluta, réttara sagt milli Borgarfjarðar syðri og Ísafjarðar og verður að því leyti til að teljast verra dæmi um arfa slæmt ástand vegar.
Austurlandi til háborinnar skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er allt rangt á Íslandi. Skattar sem við borgum fara ekki í það sem þeir eiga að fara. Vegakerfi landsins er til háborinnar skammar fyrir þjóðina.Engin fyrirhyggja í neinu. Bara plástrar og yfirklór.
Ragna Birgisdóttir, 1.8.2017 kl. 17:56
Dynjandiheiði heitir hún. Kend við ána Dynjandi sem er kvennkynsnafn. Ekkert s í nafninu enda taka kvennkyns árnöfn af þessu tæi ekki beygingu sbr. Þegjandi, Beljandi og Klifandi.
Úlfur Björnsson (IP-tala skráð) 1.8.2017 kl. 18:33
Ja hérna hérna ég sem er á austurlandi og var búinn að hugsa mér að fara á Borgarfjörð í vikuni, en mér þykir það vænt um bílinn minn að ég held ég sleppi þeirri ferð. En er þetta virkilegt í allri velmeguni sem forsætisráðherra hjagar alltaf á, að það skuli vera hægt að bjóða fólki virkilega upp á þennan andskota. Nú væri ráð að þeir dröttuðust hér austur ráðherrarnir og fengju sér bíltúr í Borgarfjörðinn.
Hjörtur Herbertsson, 1.8.2017 kl. 20:15
Dynjandisheiði virðist nú heita það eftir allt, og það hjá öllum sem til þekkja. Ótrúlegt hvað Vegagerðinni tekst vel upp að halda vegunum svona lélegum, Hvert metið á fætur öðru.
http://www.vegagerdin.is/Verkefnavefir/Dynjandisheidi.nsf
Már Elíson, 1.8.2017 kl. 23:18
Það er búið að hefla þannig ekki hætta við komuna :)
hafthor helgason (IP-tala skráð) 2.8.2017 kl. 16:15
Takk fyrir upplýsingarnar Hafþór þá bara sennilegast bara drýfur maður sig.
Hjörtur Herbertsson, 2.8.2017 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.