Áratuga gamalt "Besta flokks heilkenni" að taka sig upp?

Besti flokkurinn náði því í fyrstu skoðanakönnnunum fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010 að hala inn meirihluta svarenda í þeim. 

Nú fær Björt framtíð, sem var upphaflega að stórum hluta arftaki Besta flokksins aðeins 3,7% í skoðanakönnun. 

Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar fékk 27% atkvæða í fyrstu skoðanakönnununum fyrir kosningarnar 1987. 

Þjóðvaki fékk margfalt fylgi á við Alþýðuflokkinn eftir að Jóhanna Sigurðardóttir stofnaði flokk sinn 1994 og Bandalag jafnaðarmanna fór með himinskautum fyrst eftir stofnun þess flokks. 

"Besta flokks heilkennið" á sér jafnlanga sögu og skoðanakannanir. 

Og í öllum fyrrnefndum tilfellum kom í ljós, að skoðanakannanir eru ekki það sama og raunverulegar kosningar. 


mbl.is Flokkur fólksins tvöfaldar fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort sem fylgið helst eða ei þá er nú mikill titringur í Ráðhúsinu bæði hjá kjörnum fulltrúum og vissum "starfsmönnum" á launaskrá  yfir að Inga ætli í framboð í Borginni.

Borgari (IP-tala skráð) 2.8.2017 kl. 10:45

2 identicon

Segja mætti mér að það sé frekar titringur í búðum spillingarbangsans Sigmundar Davíðs. Hann íhugar að komast í borgarstjórn með sínu eðlislæga lýðskrumi og þá ekki síst með atkvæðum nýrasista og rednecks.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.8.2017 kl. 11:03

3 identicon

og kosningabarátta Pírata tekur á sig kunnuglega mynd

"Er í lagi að kalla Ingu fasista núna?“ 

Borgari (IP-tala skráð) 2.8.2017 kl. 13:02

4 Smámynd: Alexander Briem

Ekki batnar það þegar sumir vilja greinilega að maður sem býr í Garðabæ en á lögheimili á Austurlandi verði borgarfulltrúi og helst borgarstjóri í Reykjavík.

Alexander Briem, 3.8.2017 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband