2.8.2017 | 18:00
Rokklagið "Ég hef aldrei nóg" 1963. Óvænt forspá.
Það var uppgangstími á Íslandi árið 1963, "síldarævintýri" sem mokaði tugum og jafnvel hundruðum milljarða á núvirði inn í þjóðarbúið, losun á innflutngshöftum og stefndi meira að segja í innflutning á kexi í stórum stíl auk fleiri bíla en dæmi hafði verið um áður.
Í þessu gróðæri/góðæri var tilvalið að gera alíslenskt rokklag með heitinu "Ég hef aldrei nóg" (og mun þetta hafa verið fyrsta alísenska hráa rokklagið, sem gefið var út á plötu).
Textinn lýsti villtu og gersamlega trylltu rokkpartíi þar sem meðal annars er þessi setning:
"Forstjórinnn dáði "deyr" þar í sátt
og dreymandi faðmar kjötlæri hrátt."
En þessi setning var reyndar byggð á því atviki, að þjóðþekktur maður, sem var gestur í villtu rokkpartíi í íbúð einni í upphafi þessa uppgangstíma, stal kjötlæri úr ísskáp heimilisins þar partíið var haldið, en komst ekki lengra með það en neðst niður í stigann upp í íbúðina, þar sem hann "dó" með lærið í fanginu.
Em svona endar lagið:
(Stúlknakór:)
"...Ég vil meira, - fæ aldrei nóg!
Ég vil meira, - fæ aldrei nóg!
Það taka allir undir með mér, - (kór:) ég vil meira! Fæ aldrei nóg! -
- þótt enginn sjái mynd mína´í sér, - (kór:) ég vil meira! Fæ aldrei nóg!
Um aldur fram ég eldist og - aldrei fæ nóg,
uns ég útslitið hró, -
óseðjandi eins og þró,
loksins þurrkast út, því ég fæ aldrei nóg!
(Kór:)
Ég vil meira! Fæ aldrei nóg!
Ég vil meira! Fæ aldrei nóg!....(fade out)
Hrunið á sjöunda áratugnum kom síðan 1967 þegar landsmenn höfðu í dyggri samkeppni við Norðmenn þurrkað upp síldina, sem skóp gróðærið.
Höfundi "Ég hef aldrei nóg" hefði aldrei grunað að svona myndi þetta fara þá, og því síður að margfalt betur yrði bætt í hruni efnahagslífsins um 40 árum síðar.
Rokkóperan Guð blessi Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.