Ný tegund rökfærslu hefur litið dagsins ljós varðand spár um loftslagsbreytingar af mannavöldum: Af því að veðurfræðingar eigi í erfiðleikum með að spá veðrinu upp á hár 5 daga fram í tímann geti þeir engu spáð um langtíma loftslagsbreytingar.
Tökum hliðstæðu. Segjum að vegna hraðrar og mikillar fjölgunar vélhjóla sé spáð spáð fjölgun banaslysa á vélhjólum.
Þá rísa upp efasemdarmenn sem segja að vegna þess að ekki sé hægt að spá fyrir um hvort það verði banaslys um næstu helgi, sé ekkert að marka líkindareikninginn varðandi lengra tímabil.
En hvað loftslagsmálin snertir, standa eftir óumdeilanlegar staðreyndir sem sjaldan er minnst á, af því að karpið um afleiðingar þeirra er teygt út og suður:
Meira koltvísýringsmagn er nú í lofthjúpi jarðar en hefur verið í 800 þúsund ár og það heldur áfram að vaxa, óumdeilanlega mest af mannavöldum. .
Jarðefnaeldsneyti er takmörkuð auðlind sem gengur til þurrðar á þessari og olíuöldin mun fjara út.
Súrnun sjávar er vaxandi.
Þegar sagt er að ekkert af þessu þrennu skipti máli hvað varðar það að mannkynið geti haldið áfram óbreyttum háttum sínum og meðferð sinni á auðlindum jarðar er verið að gera það sama og sagt var að strúturinn gerði, þegar hann sá hættu nálgast: Hann stakk höfðinu í sandinn.
Starfsmenn tali ekki um loftslagsbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ráðlagt að tala ekki um loftslagsbreytingar." Þetta mættu íslenskir Íhaldsmenn og Sjalladúddar taka sér til fyrirmyndar. Yrðu sér þá síður til skammar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.8.2017 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.