Innantóma blaðrið um "sátt við náttúruna."

Færeyingar hafa aukið fiskeldi sitt um 6,5% að meðaltali. Hér á landi upphefst hins vegar mikill harmagrátur ef ekki verður farið tíu sinnum hraðar og það í sjókvíaeldi, sem er á útleið í nágrannalöndum okkar vegna mistaka og slæmra umhverfisáhrifa.

 

Ég hvet fólk til að lesa grein Bubba Morthens í Fréttablaðinu um hina "ábyrgu framkvæmd", væntanlega "í sátt við náttúruna",sem fólst í því að sleppa út 160 þúsund seiðum á laun og að sjálfsögðu í leyfisleysi.  

Margsinnis hefur komið fram að laxveiðimenn hafa ekkert á móti laxeldi í landkvíum, en á slíkt mega sjókvíafíklarnir ekki heyra minnst.

Ævinlega þegar verstu framkvæmdir hér á landi varðandi umhverfisspjöll hafa verið á dagskrá, hefur verið sunginn söngurinn um að þetta sé gert "í sátt við náttúruna."

Nóbelskáldið skrifaði á sínum tíma fræga blaðagrein undir heitinu "Hernaðurinn gegn landinu."

Nú hefur þessi nýi æðibunugangur borist í sjóinn við landið í formi hverrar risa sjókvíahugmyndarinnar á fætur annarri.

"Lítil sátt yrði un lokun Djúpsins" segja eldisfíklarnir sem hyggjast tífalda eldið við Ísland á örfáum árum og beita öllu tiltæku afli fjár, aðstöðu og útþensluþrá norskra eldisrisa til þess að fara hamförum í stíl við bankabóluna og stóriðju- og virkjanaæðið á sínum tíma.  


mbl.is Lítil sátt yrði um lokun Djúpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Fyrir allnokkru, ég man ekki nákvæmlega hvenær, þá var frétt um nýja tegund eldiskvía, sem munu vera bæði öruggari og vistvænni, en með meiri stofnkostnað.

Síðan hef ég ekkert um þetta heyrt. Var þetta bara falsfrétt?

Hörður Þormar, 9.8.2017 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband