Allir ætla að græða sem mest og sem fyrst.

Allir ætla að græða sem mest á meðan það er hægt og jafnvel án þess að það sé hægt. 

"Neyttu á meðan á nefinu stendur," "grípa skal gæsina meðan hún gefst", "þeir fiska, sem róa," "svelltur sitjandi kráka en fljúgandi fær," "betri er einn fugli í hendi en tveir í skógi", - allt eru þetta lýsandi orðtök fyrir inngróið viðhorf Íslendinga, sem hjörðu öldum saman við að "bjarga verðmætunum" hvenær sem færi gefst.

Svo hratt gengur þetta að á örfáum vikum er til dæmis verið að byrgja fyrir fyrra útsýni af Drottningarbraut á Akureyri til fallegu gömlu húsanna undir brekkunni.

Svipað fyrirbæri og er við gömlu höfnina í Reykjavík og víðar út um land.

Bílaleiguverðið hér á landi er það hæsta á byggðu bóli og annað eftir því.

Um aldir kom bakslag gjarnan eftir uppgang, og það var af náttúrulegum orsökum.

Nú koma bakslag eftir uppgang og hrun eftir bólur eingöngu vegna ofsagræðgi.  


mbl.is Offjárfest í bílaleigubílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki alveg sammála ...

Það er eðli hverrar skepnu, að éta á sig spik fyrir veturinn.  Maðurinn er ekkert öðruvísi, hann er jafn mikil skepna og aðrar skepnur.

Í mínum augum, er vandamálið ekki "neyttu meðan á nefinu stendur".  Heldur það, að öll eggin eru sett í sömu körfu. Öll vötn og ár, notaðar til rafveitu ... allt rafmagn selt til álvera ... allur hagnaður notaður til að byggja hallir ... vegi ... göng.  Nú á að byggja fleiri hallir, Hótel hallir ... fyrir ferðamennina.

Íslendingar hafa ekki vit til að skipuleggja fram í tímann. Sjá ekki hættuna, sem er fram á veginum.

TIl dæmis, allt sem gengur upp ... kemur niður.  Þetta fékk Newton að vita ... en hvað ætla Íslendingar að gera við Hótelin sem standa auð, þegar ferðamannastraumurinn hættir?

Sama og Svíar, fá "flóttamenn" og fé til að hýsa þá úr flóttamannasjóði SÞ. Síðan höfðu Svíar skipulagt, að "flóttamennirnir" færu heim, því enginn vinnan fannst.

Svíar sjálfir, standa með sárt ennið og skítin í buxunum.

Hvað varðar Ísland, hvað ætla Íslendingar að gera þegar herða fer vetur?

Þú mátt skrifa það í Biblíuna þína, að það verður vetur eftir þetta sumar ... og allt hjal um að "hlýnunin" sé af mannavöldum, mun koma mönnum í koll ... því eins og allur Ís á jörðinni, og allt jarðlag gefur til kinna ... þá fer hitinn upp og niður, upp í hæðir og niður í lægðir.

Ísland, er ekki á svæði sem er hagstætt "veðurfarslega" ... og mun ALDREI flytja sig um set, svo að svo verði.

Hvað verður á landinu, þegar menn hafa ekki nóg að bíta og brenna?

Glæpir, morð, þjófnaður ... allt það sem fylgir þegar menn þurfa að berjast um nauðsynjarnar.

Hvað ætlar Ísland að gera? Gefa lögreglumönnum  vopn, svo þeir geti skotið almenning?

Hvað fylgir því? Íslendingum verður kennt um "rasisma" gegn Útlendingum, og erlend lönd "EU, Bandarikin?" munu koma hér og taka við stjórn landsins.

Þú mátt skrifa þetta í Biblíuna þína ...

Þetta er það skipulag, sem Íslendingar ÞURFA að búa sig undir.  Skipuleggja, hvernig landið á að lifa af ... harðærin ... og stemma stigu við of miklum innflutning, því landið mun ALDREI geta staðið undir því á harðærum ... og Íslendingar hafa engan mátt né megin, til að standa gegn miljóna fjölda erlendra þjóða.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 10:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Svo hratt gengur þetta að á örfáum vikum er til dæmis verið að byrgja fyrir fyrra útsýni af Drottningarbraut á Akureyri til fallegu gömlu húsanna undir brekkunni.

Svipað fyrirbæri og er við gömlu höfnina í Reykjavík og víðar út um land."

Til hvaða gamalla fallegra húsa við gömlu höfnina í Reykjavík er verið að byrgja útsýni, Ómar Ragnarsson?!

Við höfnina hefur fjöldinn allur af gömlum fallegum húsum verið gerður upp og útsýni til þeirra hefur engan veginn verið skert.

Þar má til að mynda nefna gömlu verbúðirnar við Tryggvagötu og á Granda, svo og Marshall-húsið á Grandagarði 20, sem nú hýsir myndlistarsýningar.

Öll þessi hús hafa fengið nýtt hlutverk og iða nú af lífi, enda er Grandinn orðinn hluti af miðbæ Reykjavíkur.

Og gamla höfnin í Reykjavík er og verður langstærsta fiskihöfn Íslands.

Þar er HB Grandi hf., stærsta fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki landsins, og fjöldinn allur af öðrum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum.

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 14:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.6.2011:

"Hátíð hafsins verður haldin á Granda 4. og 5. júní næstkomandi.

Á hátíðinni hyllum við menningu hafs og strandar og höldum Sjómannadaginn hátíðlegan með fjölbreyttri dagskrá fyrir unga jafnt sem aldna.

Gömlu verbúðirnar á Granda munu spila stórt hlutverk í hátíðarhöldunum að vanda."

Í tilkynningu frá Hátíð hafsins segir:

"Á Granda eru fjölmörg fyrirtæki sem tengjast hafinu á einn eða annan hátt og taka þátt í hátíðarhöldunum.

Sjóminjasafnið Víkin
opnar fjórar nýjar sýningar, fyrrverandi skipsmenn á varðskipinu Óðni segja sögur, HB Grandi býður gestum uppá veitingar og góða skemmtun.

Gömlu verbúðirnar á Granda hafa verið að vakna til lífsins á ný með fjölbreyttri starfsemi; í Krínólín verður skellt í fiskisúpu og föndraðir sjóhattar, í Verbúð nr. 33 opnar Íslandsgallerí og listamennirnir í Verbúð 31 bjóða börnum að taka þátt í listasmiðju."

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 15:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 15:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

".. en hvað ætla Íslendingar að gera við Hótelin sem standa auð, þegar ferðamannastraumurinn hættir?"

Bjarne Örn Hansen, 10.8.2017 kl. 10:48

Erlendir ferðamenn á Íslandi eru ekki fleiri en í öðrum ríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu og ferðamönnum í heiminum fer fjölgandi en ekki öfugt
, meðal annars vegna aukinnar velmegunar í fjölmörgum ríkjum, til að mynda Kína.

Þess vegna er engin ástæða til að ætla að erlendum ferðamönnum á Íslandi muni fækka, heldur einmitt þveröfugt, og sjálfsagt að halda áfram uppbyggingu í ferðaþjónustunni um allt landið.

Erlendir ferðamenn á Íslandi eru nú mun fleiri en þeir voru fyrir nokkrum árum, meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt á árunum fyrir hrunið á Íslandi haustið 2008.

Gengi íslensku krónunnar hefur hins vegar lækkað nú í sumar, meðal annars vegna erlendra fjárfestinga íslenskra lífeyrissjóða eftir að gjaldeyrishöftum á Íslandi var aflétt að langmestu leyti.

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 16:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."


Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 16:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

"Þeir sem nefndu náttúruna sem áhrifavald að Íslandsferð voru spurðir um hvað það væri varðandi náttúruna sem heillaði.

Um er ræða opna spurningu og þau atriði sem oftast voru nefnd má sjá hér að neðan: 

    • Fegurð/óspillt/ósnert/náttúra/landslag/óbyggðir 48,6%

      • Eldfjöll/hraun 31,8%

        • Sérstaða/frábrugðið/fjölbreytni 24,4%

          • Jöklar 17,5%

            • Fossar 16%

              • Jarðfræðisaga/jarðfræði/jarðeðlisfræði 13,7%

                • Jarðhiti/hverasvæði 11,2%

                  • Goshverir 8%"

                  Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 16:28

                  8 Smámynd: Þorsteinn Briem

                  Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

                  "Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda
                  sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."

                  "Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).

                  Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."

                  Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 16:29

                  Bæta við athugasemd

                  Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                  Innskráning

                  Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                  Hafðu samband