12.8.2017 | 01:02
Þetta er maðurinn sem ákærði fyrri forseta fyrir hernaðarafskipti.
Donald Trump lokkaði til sín ófáa kjósendur í kosningabaráttunni í fyrra með því að ásaka fyrri Bandaríkjaforseta fyrir skaðleg hernaðarafskipti erlendis og lofaði því að draga Bandaríkinn út úr slíku og spara með því ríkisútgjöld.
Á tæpu hálfu ári í embætti er sami maður varla í rónni nema að hann sé að elda ófriðarseið einhvers staðar í hverri viku.
Í gær og fyrradag var það Norður-Kórea, þar áður hernaðurinn í Sýrlandi og nú bætist Venesuúela við.
Og eitt af fyrstu verkum hans í embætti var að boða stóraukin útgjöld til hermála.
Trump íhugar hernað í Venesúela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trump lofaði að draga úr hernaðarfjárstuðningi við Ísrael enda hafa þeir verið mjög friðsamir undanfarið
Grímur (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 02:48
"Sick in mind, impetruous, arrogant, belligerent and dangerous." En á stóran hóp aðdáenda í Íslandi, flestir ef ekki allir úr röðum ignorant Íhaldsmanna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 09:28
Haukur Kristinsson, ertu hellisbúi ... eða neðanjarðarbúi undir öræfajökli.
Fólk býr Á Íslandi ... ekki inni í því.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 09:34
edit: á Íslandi, en ekki í Íslandi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 09:48
Ómar, nákvæmlega þetta atriði kom fram í Valdai Club, fyrir um tveim árum síðan. Þar sem bent var á, að sama hvaða forseti væri í Bandaríkjunum ... þá myndi það ekki breita stefnu bandaríkjanna. Því forsetinn, er ekki hinn raunverulegi valdhafi ... ef ég man rétt, var það John Mersheimer frá Chicaco University sem benti á þetta.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 09:50
Sagt er á Íslandi, en ekki í Íslandi. Slíkt er prentvilla. En hinsvegar á Húsavík, en í Reykjavík, án þess að vera hellisbúi þar. Einnig í Straumsvík. Í Hafnarfirði en á Norðfirði. Sumir eiga heima í Borgarfirði fyrir sunnan, en þeir sem eiga heima á Borgarfirði eru að austan. Þetta flokkast undir málvenjur, lifandi tungumál.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 10:11
Sæll Ómar
Það er greinilegt að Banka- og fjölmiðla- elítan er að þrýsta á ríkisstjórn hans Donalds Trumps með fara í stríð, eða bara eitthvað stríð gegn Íran, Norður Kóreu, Sýrlandi, Jemen eða núna gegn Venesúela (með fake pretext-i) fyrir banka- og vopnaframleiðendur. Menn telja að Donald Trump karlinn sé að reyna afla sé vinsælda með þessu, eða þar sem að fylgi hans Trumps hefur verið að hrynja.
Putin: North Korea Doesnt Have Nuclear Weapons, It Has Trillions in Minerals
Angry China warns US on North Korea: back off and talk or risk disaster
Top Geopolitical Expert Issues Dire Warning: ‘Beware of False Flag’ Blamed on North Korea
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.8.2017 kl. 11:53
Ég held að listi yfir í og á með nöfnum þéttbýlisstaða á Íslandi gæti litið nokkurn veginn svona út:
Í Vík (í Mýrdal), Vestmannaeyjum, Þykkvabæ, Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík, Höfnum, Sandgerði, Garði, Keflavík, Njarðvík, Vogum (á Vatnsleysuströnd), Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík, Mosfellsbæ, Borgarnesi, Reykholti, Ólafsvík, Stykkishólmi, Búðardal, Flatey (á Breiðafirði), Bolungarvík, Hnífsdal, Súðavík, Varmahlíð (í Skagafirði), Grímsey, Hrísey, Reykjahlíð (í Mývatnssveit), Fellabæ og í Mjóafirði.
Hins vegar á Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli, Hellu, Selfossi, Flúðum, Laugarvatni, Stokkseyri, Eyrarbakka, Ásbrú (þar sem bandaríska Varnarliðið bjó á Miðnesheiði), Álftanesi, Seltjarnarnesi, Akranesi, Bifröst, Arnarstapa, Hellnum, Hellissandi, Reykhólum, Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ísafirði, Hólmavík, Drangsnesi, Borðeyri, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Hólum (í Hjaltadal), Hofsósi og á Siglufirði.
Einnig á Dalvík, Árskógssandi, Hauganesi, Akureyri, Svalbarðseyri, Grenivík, Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði, Vopnafirði, Borgarfirði eystra (eystri), Egilsstöðum, Eiðum, Hallormsstað, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og á Djúpavogi.
Á þessum lista er því hægt að nota á með nöfnum allra þéttbýlisstaða frá Reykhólum að Djúpavogi, nema Bolungarvík, Hnífsdal, Súðavík, Varmahlíð, Grímsey, Hrísey, Reykjahlíð, Fellabæ og Mjóafirði.
Því virðist vera nærri tvisvar sinnum algengara að nota á en í með nöfnum þéttbýlisstaða á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 12.8.2017 kl. 14:23
Trump(etinn) verður nú ekki einráður í Bandaríkjunum.
Bandaríska þingið skiptir til að mynda einnig miklu máli.
Steini Briem, 12.11.2016
Þorsteinn Briem, 12.8.2017 kl. 14:26
Síðast þegar Repúblikanar voru við stjórn þá settu þeir á svið heljarmikinn harmleik sem var forleikurinn að "stríðinu" við Afganistan og Írak allt í nafni Mammons og nú eru þeir farnir að ókyrrast í tengslaneti hergagnaiðnaðarins svo það er viðbúið að þeir ráðist inn í hvaða land vitum við ekki alveg strax hvað verður en ofstækið og glæpaeðli þessara manna er lífsseigt eins og Bush-stjórnin sem er ábyrg fyrir 11. september drápunum frá A til Ö.
Kristján Jón Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.