Ýmis dæmi um lúmska snjóblindu.

Bæði hér á landi og erlendis eru dæmi um lúmskar aðstæður, einkum snjóblindu, sem hafa valdið því að flugmenn hafi átt erfitt með að átta sig á afstöðu loftfarsins og fjarlægð frá jörð. 

Einnig ótal dæmi um það að vélsleðamönnum og skíðamönnum hafi hlekkst á vegna snjóblindu. 

Í desember 1979 var franskur flugmaður á fjögurra sæta einshreyfils flugvél í útsýnisflugi yfir Mosfellsheiði þegar hvít jörðin og ljósleit þoka í vetrarmuggu runnu saman í eitt þannig að viðmið við jörðu tapaðist og vélin brotlenti. 

Slysið var einstakt að því leyti til að björgunarþyrla, sem átti að flytja flugmanninn og farþega hans af slysstað, brotlenti strax eftir flugtak. 

Eitt þekktasta og mannskæðasta atvik flugsögunnar af þessu tagi er þó þegar stórri breiðþotu var flogið inn í hækkandi jökul á Suðurskautslandinu, af því að við slík skilyrði, þar sem stóra ljósleita breiðu ber við skýjaðan himin, getur oft verið afar erfitt og jafnvel ómögulegt að meta fjarlægðir og halla.

Þetta gerðist árið 1979 og 257 manns fórust.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hef ég líka upplifað á skíðum í Ölpunum. Ekki síst þegar liðið er á vetur, mikil birta samfara þoku, allt rennur saman í eitt og brekkan óslétt. Þá er eins gott að vera "mjúkur í hnjánum."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband