Mannréttindasagan endurskrifuð? Lengi skal manninn reyna.

"Sökin er hjá báðum fylkingum". Jæja, þurfum við þá að endurskrifa söguna af réttindabaráttu blökkumanna á á sjöunda áratugnum?

Þá voru líka framin morð svipuð þeim, sem framið var í Charlottesville. 

Blökkumenn hurfu og fundust síðar dauðir. Fylgismenn Ku-Kux-Klan og kynþáttamismunar drápu blökkumenn. 

Skotið var á mótmælafundi og blökkumenn drepnir í kirkju, ráðist á ofbeldisfullt fólk að dómi þeirra, sem litu á aðgerðir hins vopnlausa fólks sem "ofbeldisaðgerðir." 

Martin Luther King var meðal þeirra sem var drepinn. Hann var helsti leiðtogi fylkinga sem stóð fyrir fjðlmennustu mótmælaaðgerðunum á þessum tíma. 

Nú er sest að skrifborðinu og í loftinu liggur að niðurstaðan skuli verða sú að "sökin hafi verið hjá báðum fylkingunum".

Sökin hafi að því leyti verið hjá mótmælendum, að þeir hafi ekki haft leyfi til að koma þarna saman og að sumir þeirra hefðu ekki verið tómhentir, heldur með lausamuni eins og úðabrúsa og prik. 

Þó virðist liggja fyrir að vopnabúnaður nýnasistanna og Ku-Kux-Klan manna hafi verið miklu meiri og hernaðarbragur á skipulagi þeirra. 

Færum þetta í íslenskt samhengi.

Ef einhver hefði sest upp í stærsta skriðdreka Íslands og ekið honum inn í hóp mótmælenda í Gálgahrauni 13. október 2013, drepið einn og sært tuttugu, hefði mesti valdamaður landsins haldið því fram í tvígang, að sökin hefði legið jafbt hjá mótmælendum og stjórnanda ýtunnar af því að mótmælendurnir hefðu ekki verið búnir að hlýða skipunum lögreglu um að færa sig. 

Aldrei hefði maður trúað því hér um árið, að æðsti embættismaður Bandaríkjanna myndi setja fram röksemdafærslu af þessu tagi og hrinti með því af stað endurmati á borð við þetta. 

En lengi skal manninn reyna. 


mbl.is Sökin hjá báðum fylkingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Barbara Streisand segir eftirfarandi um Trump. “There’s a narcissistic fraud in the White House. An angry, hollow, vindictive man is running the country. What bottomless emotional need does he have for acclaim? It is hard to know where his rampant narcissism ends and serious mental problems ensue. He lies prodigiously and for no reason except he obviously has an unclear vision of what the truth is.”

En það sem fer sérstaklega fyrir brjóstið á mér er sá stuðningur, ef ekki aðdáum, sem Íhaldið á skerinu sýnir Trump. Enn ein staðfesting á því hversu banal og “ordinary” sjálfstæðismenn eru.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 12:18

2 identicon

OMAR , Trump talar um þetta eina atvik en ekki öll atvik sem átt hafa sér stað.

Evrópuráðið hélt konfrens í Götborg 15. júni 2001.

Einu ofstækis mennirnir sem komu fram þar voru vinstri öfgamenn með þjófalúfur eins og venjulega, plokka upp götusteina, brjótandi rúður, kveikjandi í öllu sem hægt er að brenna, rispa og beygla bíla. Sem sagt að skemma eins mikið og hugsast getur. Þetta er góða fólkið, sem veit alltaf best.  Þetta er föst skemmdarstarfsemi sem VINSTRI öfgar stund.

Það var mikil heift þarna og endaði með því að lögreglan varð að verja sig með skotvopnum. Kúlurnar flugu og var það heppni að aðeins einn maður varð fyrir skoti.Hann hljóp að lögreglunni með götustein og komst það nálagt að hann skapaði hættu.
Þrír lögreglumenn skutu á hann og hann fékk kúlu í magann. Eitt nýra og miltað var tekið og hann rétt lifði þetta af. Viðkomandi vinstri ofbeldismaður heitir Hannes Westberg.

Þarna sást ekki einn einasti hægri öfgamaður, enda mjög sjaldgæft að þeir séu með mótmæli.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 12:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Obama og Trump eru eins og svart og hvítt.

Þorsteinn Briem, 16.8.2017 kl. 12:47

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

https://www.youtube.com/watch?v=LajppsE2_LY..........það er ekki nóg að semja falleg lög eða texta..........heimur versnandi fer.yell Þökk sé Trump og fleiri hægri öfgamönnum ekki síst hér á landi.

Ragna Birgisdóttir, 16.8.2017 kl. 13:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.

Hugtakið er rakið til Kastljóssþáttar 3. september 2006 en þar var Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík.

Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilisköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum í smá tíma.

Smjörklípuaðferðin
er nátengd orðum Megasar: "Svo skal böl bæta að benda á annað verra.""

Þorsteinn Briem, 16.8.2017 kl. 13:28

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt hjá þér, Valdimar að Trump talar ekki um atvikið í Gautaborg 2001.

Enda á lýsing þín á vinstri öfgamönnunum þar á að engu leyti við mótmælendurna í Charlottenville. 

Ómar Ragnarsson, 16.8.2017 kl. 15:58

8 identicon

Mikil einföldun á atburðunum hjá síðuhaldara.  Greinlegt að hann hefur ekkert kynnt sér þessa atburði nema með lestri fyrirsagna.

Hann hefur þó rétt fyrir sér að einu leiti, Trump er stórhættulegur rugludallur

Bjarni (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 16:41

9 identicon

"Sökin er hjá báðum fylkingum". Jæja, þurfum við þá að endurskrifa söguna af réttindabaráttu blökkumanna á á sjöunda áratugnum?

Hvað kemur réttindabaráttan á sjöunda áratugnum atburðunum í Charlottesville við?

Og Trump segir að sökin liggur hjá báðum fylkingum af mjög einfaldri ástæðu: hún er sú að sökin liggur hjá báðum fylkingum, enda beittu báðar fylkingar ofbeldi. Þetta má sjá með mjög einfaldri vefleit eins og til dæmis hér:

http://www.dailywire.com/news/19685/watch-video-shows-violence-antifa-charlottesville-robert-kraychik

http://www.dailywire.com/news/19673/ny-times-reporter-admits-antifa-protesters-james-barrett

Málið er einfaldlega að fréttamenn segja einungis þær fréttir sem henta þeirra pólitísku skoðunum, og skítt með að segja allan sannleikan sem gæti fengið fólk til að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi.

Reyndar má einnig benda á meint sinnuleysi yfirvalda í Virginíu varðandi framgang lögreglunar og vangetu þeirra til að halda stjórn á ástandinu.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 16:45

10 identicon

Ótrúlegt hvað fólk sem hatar Trump gerir háleitar kröfur til hans

Grímur (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 16:54

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Sagan er oft erfið viðureignar. Eigum við að miða allt það sem hefur gerst í fortíðinni við það sem er gildismat okkar í dag?

Eiga Íslendingar að taka niður styttuna af Ingólfi Arnarsyni vegna þess að það þykir nokkuð augljóst að hann átti þræla, sem Íslendingum í dag þykir ekki "góð latína"?

Hvers kyns fólk er Íslendingar að halda tónleika á "Menningarnótt" þar sem almenningur kemur saman undir styttu af þrælaeiganda?

Við þurfum öll að horfast í augu við sögu okkar, það þýðir ekki að við þurfum að útmá öll ummerki um það sem okkur þykir ekki tilhlýðilegt í dag.

Hvorki styttuna af Ingólfi, eða kveðskap líkt og "10 littla negrastráka", eða þær myndir sem oft fylgja þeim.

G. Tómas Gunnarsson, 16.8.2017 kl. 17:04

12 identicon

Ò Já, Ómar Ragnarsson ... þú átt að fræða þig um staðreyndir, og ekki taka Hollywood bíomyndir sem staðreyndir.

Hver var bakgrunnur flutnings á blökkumönnum frá Afríku, til Ameríku? Þrælahald? Nei ... Breska þingið dæmdi svo í þessu máli, að afkoma fólks þar væri hin versta og yrði að "flytja" fólkið þaðan til að bjarga því.  Blökkufólk lifði hörmungarlífi á þessum tíma .. Tsu Tsu flugan, gul sótt ... og margir aðrir sjúkdómar og svelti sem gerði það að verkum að fólkið þroskaðist ekki og hafði sig ekki upp úr "steinaldar tímanum".

Þetta eru ískaldar staðreyndir málanna ...

Það er fyrst með tilkomu Evrópu manna til Afríku, sem sjúkdómar og aðrar hörmungar hafa verið afvegaðar ... þó tsu tsu flugan sé enn skaðvæn, og einnig aðrar tegundir "sníkjudýra", eins og í mörgum hlutum Asíu.

Blökkumenn hlutu ekkert verri meðferð, en til dæmis Írar ... voru teknir, barðir í hausinn, dregnir um borð í skip til að þjóna um borð í skipinu þar til þeir dóu.  Nei, þetta er ekki saga blökkumanna ... heldur Íra og annarra fátækra Evrópubúa.  Jafnvel krakkar, 12 ára gamlir voru hengdir í Englandi fyrir það eitt að stela eppli.  Saga Íra, og annarra sem dregnir voru út af heimilum sínum og sendir til Nýja Sjálands, Ástralíu, Kanada og Ameríku ... eru síður en svo skárri en saga Blökkumanna.

Þú ætti heldur að vara tíma þínum að tala um Evrópubúa, sem seldir voru af Habsborgurum (Tyrkjaveldi og Austurríki) til Araba landanna, allt fram á 20. öld.  Lengur, já miklu lengur ... en þrælasala á blökkumönnum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 19:07

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki staðreynd málsins þarna sú að ýmsir hópar fólks komu saman til að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjamanna í borgarastríðinu yrði brotin niður. Meðal þeirra voru nýnasistar, kynþáttahatarar og aðrir slíkir, en einnig hópar sem ekki aðhyllast slíka hugmyndafræði. Aðrir hópar komu á staðinn til að mótmæla mótmælunum. Hópunum laust saman. Atburðarásin endaði með því að einn úr hópi upphaflegu mótmælendanna ók bifreið inn í hóp hinna sem mótmæltu mótmælunum. Er ekki eðlilegt að lýsa þessu svo að báðir hópar hafi borið ábyrgð á átökunum og ofbeldinu sem þarna var beitt?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.8.2017 kl. 19:33

14 identicon

Því má bæta við hjá Bjarne að það er ekkert óeðlilegt við að fólk berjist gegn því að öllu þeirra lífsviðurværi sé umturnað T.d. lagði lokun kolanáma mörg héruð í Bretlandi í algjört atvinnuleysi líkt og afnám bómullarræktunar í Suðurríkjum USA gerði nema þar voru engar atvinnuleysisbætur í boði.

Grímur (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 20:04

15 identicon

„Ofbeldissveitir karla sem kenna sig við „Hitt hægrið“ („Alt. Right“) stóðu á dögunum fyrir óeirðum í Charlotteville í Virginiu-fylki í Bandaríkjunum. Þeir veifuðu nasistafánum og kyndlum, öskruðu ókvæðisorð og létu ófriðlega. Þegar annar hópur mótmælti þessum aðförum var framið hryðjuverk af svipuðum toga og Evrópubúar hafa fengið að kynnast að undanförnu: Bíl var ekið inn í hópinn og kostaði mannslíf.“ Guðmundur Andri.

Um þetta fjallar pistill Ómars. En viti menn, koma ekki innbyggjar hver á fætur öðrum; Valdimar Jóhannesson, Bjarni, Egill Vondi, Grímur, G. Tómas Gunnarsson, Bjarne Örn Hansen og að lokum Þorsteinn Siglaugsson og reyna að bera blak af skrílnum, að aðrir séu ekkert skárri etc. Hvað er eiginlega að Íslendingum. Ignorance, fordómar, banality, ef ekki hreinn rasismi virðist mér vera útbreiddur á meðal fólks. Hvað brást? Uppeldið, skólarnir, pólitíkin? Eða eru Íslendigar bara upp til hópa heimskir?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 20:18

16 identicon

Ég minntist áðan á sinnuleysi yfirvalda í Charlottesville en gaf ekki hlekki. Hér eru nokkrir slíkir, ýmist frá hægri og vinstri:

http://www.msn.com/en-us/news/us/experts-police-response-inadequate-at-charlottesville-rally/ar-AAq5CsM?li=BBnb7Kz

http://dailycaller.com/2017/08/14/heres-how-the-virginia-state-police-provoked-violence-at-charlottesville/

http://www.latimes.com/nation/la-na-charlottesville-witnesses-20170815-story.html

Ég vil að lokum lýsa yfir hneykslan minni á hversu ófaglegir fréttamenn á Íslandi eru almennt. Þeir taka bara nokkra "virta" fréttamiðla án þess að vilja sjá að allir fréttamiðlar eru þröngsýnir á sinn hátt, og einfalda svo það sem viðkomandi miðill segir og gerir það enn þá þröngsýnna - og barnalegt í þokkabót. Það er ekki skrýtið að amlenningur hér sé með mjög takmarkaða vitneskju um það sem er að gerast ytra.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 20:18

17 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: one or more people

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 16.8.2017 kl. 20:23

18 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: 4 people, meme and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 16.8.2017 kl. 20:25

19 identicon

Haukur Kristinsson: þú spyrð hvort Íslendingar séu upp til hópa heimskir, og hvort uppeldið hafi brugðist. Það má alveg eins velta því yfir á þig og aðra, ef þú skilur ekki að það sé ekki bara hægt að sjá fleiri en eina hlið málsins, heldur að það sé mönnum síst til minnkunar. Það á sérstaklega við ef menn bera fram gögn og staðreyndir. Ég hef smellt hlekkjum hér til að menn geti séð hvers vegna ég held þessum skoðunum fram - hvernig væri nú að lesa þetta og að reyna að skilja það, í stað þess að slengja fram yfirlýsingum um að þú teljir þá heimska sem eru þér ekki sammála?

Antifa og BLM tóku þátt í ofbeldinu í Charlottesville. Og þó að þeim hafi ekki tekist að drepa mann þar vantaði þeim ekki yfirganginn, enda komu þeir með kylfur og önnur barefli.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 20:31

20 identicon

Mætir ekki nautgripurinn haukur með tilvitnun í sjãlfann guðmund andra, sem sennilega er þröngsýnasti maður landsin, og þykist hafa sannað eitthvð.

Nautgripnum fynnst ofbeldi hið besta mál ef það kemur úr réttri átt eins og sjálfumglaða álitsgjafanum.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 20:34

21 identicon

Heimska innbyggja opinberast ekki aðeins með stuðningi við rasistann og „moron“ Donald Trump. Nei, þeir kusu Davíð Oddsson aftur og aftur og aftur, þar til afglapinn hafði lagt landið í rúst. Allsherjar hrun og gjaldþrota Seðlabanki. Og íhaldsmenn báðu bara Guð að blessa skerið og fóru að grilla.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 21:16

22 identicon

Og nú fer Haukur að beita Íslenzkri umræðuhefð: beygir sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, deilir um tittlingaskít sem kemur málinu ekkert við í stað þess að ræða kjarna málsins, alveg eins og Kiljan spáði. laughing

Egill Vondi (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 21:31

23 identicon

Getur verið að siðleysið í pólitíkinni og tærandi spilling Íhaldsins hafi áhrif á innbyggja? Geri þá andlega sljóa og að brjóstumkennanlegum ræflum, þar sem allt snýst um eigin hagsmuni, um eigið ego. Þrátt fyrir það að þjóðin stæri sig af kristnum gildum og kristni menningu. Er þetta decadence velmegunnar og spillingar?

D. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 21:52

24 identicon

Nautpripurinn haukur er nú búinn að úthúða öllum sem eru ósammála honum, flækja óskyldum hlutum inn íumræðuna, næsta skref er svo að berja alla "innbyggjana" allt auðvitað í nafni friðar og réttlætis.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 22:05

25 identicon

Alltént: frekari gögn um framgöngu Antifa hreyfingarinnar:

http://hotair.com/archives/2017/06/30/portlands-violent-antifa-movement-control/

http://www.politico.com/magazine/story/2017/06/30/how-liberal-portland-became-americas-most-politically-violent-city-215322

Then, in late April, organizers behind the 82nd Avenue of Roses Parade—a spectacle through one of the more multiracial neighborhoods in Portland—received an email ratcheting tensions even further. Sent from an anonymous account, the email targeted the inclusion of a Multnomah County Republican Party float: “You have seen how much power we have downtown and that the police cannot stop us from shutting down roads so please consider your decision wisely. … This is non-negotiable.” Shaken, organizers canceled the parade; The Atlantic’s Conor Friedersdorf wondered “who this faction on the left will next label a Nazi or a fascist in order to justify their own use of fascistic tactics.” Or as James Buchal, the Multnomah County Republican Party chair, told POLITICO Magazine, “The real concern going forward is that it’s a totalitarian sort of mind-set, where basically [they’re] not going to tolerate Republicans in our city.”

When asked about the threats made to parade organizers, Rose City Antifa didn’t blame right-wing provocateurs posing as local leftists, although they did note that “no one knows who sent [the email].” Rather, the group’s spokesman characterized the cancellation as an overreaction. The email “had some sort of oblique promise of some sort of altercation, they shut down the entire parade, and then acted as if it was a whole big deal,” David says.

Þetta hefur verið að gerjast í langann tíma. Það hjálpar ekki að "virtir" fréttamiðlar á borð við CNN og New York Times séu að mála skrattann á veggin og að halda því fram að Trump sé Hitler endurborinn í allri sinni umfjöllun, eins og til dæmis nú þegar þeir kvarta sárann yfir því að hann sé að styðja nýnazista með því að halda því fram að báðir aðilar í Charlottesville hafi garst sekir um ofbeldi (sem er satt) jafnvel þótt að hann hafi ekki dregið úr hneykslan sinni yfir ofbeldinu. Ef menn vilja gagngrýna Trump er það allt gott og blessað, svo fremi sem menn byggja þá gangrýni á einhverju gáfulegu en ekki tómri vitleysu.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 22:20

26 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: 1 person, crowd and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 17.8.2017 kl. 19:14

27 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image result for george soros i made it my life
Image result for george soros i made it my life


Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 18.8.2017 kl. 07:55

28 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Putin Slams ‘Dangerous Soros’ For Driving America Towards Civil War
Putin has warned America that George Soros is driving the country towards civil war, using divisive politics, violence and propaganda.
“Make no mistake, his endgame is revolution through civil war. In America he is using exactly the same tactics he uses everywhere. “ (http://yournewswire.com/putin-soros-civil-war/)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 18.8.2017 kl. 08:12

29 Smámynd: Merry

Ómar

Donald Trump hefur ekvki gert neitt. Hann er nákvæmlega það sem Vesturheimurinn þarf. Democrater í BNA eru ámoti allt sem hann er að gera (very bad losers) - og þú Ómar - hvað hefur hann til að gera þú svo súr  ?

Merry, 18.8.2017 kl. 17:30

30 Smámynd: Merry

Þorsteinn Sch Thorsteinsson

"Now you are talking " - gott að sjá að þú sér Soros fyrir hvað hann er.

Merry, 18.8.2017 kl. 17:35

31 identicon

Að vísu er þetta orðið svolítið gömul færsla en ég fann nokkuð skondið myndskeið sem ég mæli með að menn skoði varðandi Soros og Antifa:

https://www.youtube.com/watch?v=6IovWPu2w44 

Antifa Members are Now Protesting George Soros Demanding Their Payments

More proof that Antifa is a paid terrorist group, more then they are a protest group. A Video tweet posted by Beverley Hills Antifa‏ has been quoted and shows Antifa members demanding payments for their services. 

The quote reads: "ANTIFA DEMANDS GEORGE SOROS PAY US THE MONEY HE OWES. UNITE COMRADES AND FIGHT FOR $15/HOUR. #RESIST"

Egill Vondi (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband