Rís skepnan loks gegn skapara sínum?

Margir telja að Steve Bannon hafi í raun skapað fyrirbærið Donald Trump, mótað stefnu hans og lagt honum orð í munn og heilu ræðukaflana.

Bannon laðaði öfluga hægri hópa til fylgis við Trump og án Bannons hefði Trump hvorki orðið frambjóðandi Republikana né forseti. 

Strax þegar Trump hafði verið kosinn sáust merki þess að hann óaði við því hve áhrifamikill Bannon væri orðinn og baðaði sig mikið í sviðsljósinu.

Síðan hefur þetta haltu mér slepptu mér heilkenni verið áberandi.

Þetta er vandasamt fyrir Trump, því að hann heldur áfram að vera háður áhrifum Bannons. 

Spurningin er því klassísk: Rís skepnan loks gegn skapara sínum?

 


mbl.is Er Trump hræddur við að reka Bannon?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband