Tilhneigingin til þess að vera áratugi á eftir tímanum.

Við Íslendingar erum að ýmsu leyti með klofið hugarfar. Til dæmis erum við að mörgu leyti með nýjungagjörnustu þjóðum og keyrðum á fullt varðandi fótanuddtæki, loðdýraeldi, farsíma og netnotkun um leið og þessi fyrirbæri birtust okkur. 

En að sumu leyti erum við einstaklega seinir til að átta okkur á nýjum viðhorfum og aðstæðum og höldum dauðahaldi í kennisetningar, sem voru af lagðar í öðrum löndum, stundum fyrir mörgum áratugum. 

Norðmenn ákváðu 2002 að slá því föstu að tími nýrra og stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn þar í landi. Var þó óvirkjað vatnsafl þar í landi, sem að magni til er álíka mikið og óvirkjað vatnsafl á Íslandi. 

Árið 2017, 15 árum eftir þessa ákvörðun Norðmanna, eru hátt í hundrað nýjar virkjanir á dagskrá á Íslandi. Þótt sumar þeirra hafi verið settar í verndarflokk í rammaáætlun, kaupa áhrifamiklir menn upp þær jarðir, sem eru á virkjanasvæðunum, og eru þeir varla að gera það nema af því að þeir ætlast til þess að græða á virkjanammöguleikunum. 

Og 2014 stillti þáverandi forsætisráðherra sér upp í miðju þess hóps, sem ætlar að reisa álver sunnan Skagastrandar og láta rafmagn úr ánum, sem eru í verndarflokki, til þess. 

Áltrúin, sem landsmenn tóku fyrir hálfri öld er sem sé enn sprellifandi sem og trúin á það að "eitthvað annað" komi ekki til greina. 

Er ferðaþjónustan, sem fellur undir "eitthvað annað", þó orðin stærsti atvinnvegur þjóðarinnar. 

Nú hafa Norðmenn lagt sjókvíaeldi á hilluna en á sama tíma eru uppi áform um það að tífalda slíkt eldi á Íslandi undir því kjörorði enn á ný að "eitthvað annað" á laxeldi komi ekki til greina. 


mbl.is Býst við átökum um fiskeldismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Inn í þessa góðu greiningu mætta bæta gamaldags viðhorfi Íslendinga gagnvart bílnum og bílaumferð. Í þróuðum löndum er allt gert til að draga úr bílaumferð í borgum. Með almenningssamgöngum, spor- og strætisvögnum og betri aðstæður fyrir hjólreiðar t.d. með hjólreiðastígum. En hér eru afturhaldsmenn enn að bulla um nýjar og breiðari götur, fleiri bílastæði, mislæg gatnamót etc. Enda er skrjóðurinn enn stöðutákn, “status symbol” á skerinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 15:14

2 identicon

nú vilja normenn fara að virkja aftr svo þeir eru komnir í hríng. það geingur ekki að hafa flestar virkjanir á ótryggum svæðum senilega er sogið. kárahnúkar. hugsanlega blanda örugar virkjanir af stæra tæginu. vonandi duga þær ef ílla fer

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 17:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenskum öfgahægrikörlum dettur náttúrlega ekki í hug að hægt sé að loka íslenskum stóriðjuverum, frekar en að reisa nýjar virkjanir.

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 17:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 17:57

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 17:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 18:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 18:06

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkissskattstjóri 

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 18:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 18:22

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna í ár, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

"Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 18:25

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.2107:

Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Steini Briem, 5.3.2016:

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

27.4.2017:

"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins."

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra [2012] en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð í fjög­ur ár þar á und­an [2008-2011]."

Þorsteinn Briem, 17.8.2017 kl. 18:56

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ágætt út af fyrir sig að sjá ýmsa punkta í athugasemdum, en það er samt full mikið að fyrir einn pistil þurfi að bæta við fimm sinnum meira rými í alls tíu athugssemdum frá einum manni. 

Ómar Ragnarsson, 17.8.2017 kl. 21:31

15 identicon

Já, Ómar, en hann er ágætur upp að vissu marki.
Þakkaðu fyrir að fá þetta ekki á fimm tungumálum.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband