Trump hefur að eigin áliti aldrei beðið lægri hlut í neinu.

Tony Schwartz ævisöguritari Donalds Trumps, er ekki sá eini, sem hefur horft með undrun á það fyrirbrigði í hegðun Trumps að telja sjálfur, að hann hafi aldrei beðið lægri hlut í neinu, heldur alltaf haft sigur. 

Trump túlkaði öll sín gjaldþrot og mistök þannig að á endanum hefði hann staðið uppi sem sigurvegari. 

Nær samfelld ótrúleg sigurganga hans í gegnum forkosningar, kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar og myndun fyrstu ríkisstjórnar hans hefur því heldur betur styrkt sjálfstraust hans úr því að hægt var að túlka hrakfarir frá fyrri árum sem sigra. 

Finnist einhverjum það sérkennileg spá hjá Schwartz að Trump segi af sér embætti áður en árið er liðið, byggir Schwartz það á því, að ævinlega þegar gjaldþrot var í aðsigi á ferli Trumps reyndi hann að snúa vörn sinni upp í það að ófarirnar hafi falið í sér sigur. 

Hann er raunar ekki eini stjórnmálamaðurinn sem grípur til slíks ráðs, því að hversu oft skildi fólk ekki hafa heyrt stjórnmálamenn tala um að úrslit kosninga hafi verið "varnarsigur." 

Trump sá alltaf það í nauðasamningum sem honum tókst að ná fram, sem sigur sinn, og málið því í heild sem sigur sinn. 

Sjái hann sitt óvænna í embætti forseta, hefur hann æfinguna í því að haga atburðarásinni þannig að hann geti túlkað hana sem sigur sinn. 


mbl.is Spáir því að Trump segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki kæmi mér það á óvart þó að Trump segði af sér einn góðan veðurdag.

Ekki vantar þó að hann hefur ráð undir rifi hverju. Í gær tísti hann um hryðjuverkin í Barcelona og benti mönnum á að kynna sér aðferð sem  Pershing hershöfðingi hefði eitt sinn notað gegn múslimskum hryðjuverkamönnum, þau hefðu dugað í 35 ár.yell Trump said to study General Pershing. Here's what ... - Washington Post

Hörður Þ0rmar (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 20:54

2 identicon

Þessi spá er ekkert nema óskhyggja Demókrata sem enn ekki hafa sætt sig við að strengjabrúða Sorosar, Hillary, varð ekki forseti. Af tvenny illu er þó Trump mun skárri en hún. Ég spái því að hann muni sitja í tvö kjörtímabil, því að Demókratar hafa ekki neinn til að bjóða fram. Ef ekki, þá er víst að Pense muni bjóða sig fram og vinna kosningarnar 2020. Sérstaklega ef kerlingin sem engin vill sjá í Hvíta húsinu, Hillary, er mótframbjóðandi.

Allar ásakanir í hans garð varðandi Rússa er þunnur þrettándi sem ekki mun leiða til neins. Hins vegar er sennilegt að Hillary og Bill Clinton verði dregin fyrir rétt og dæmd, kannski Obama líka.

Vandamálið með Trump er að hann er bæði of linur og of óreyndur í stjórnmálum. Þess vegna hefur hann verið að skipa hina og þessa vitleysinga og landráðagemlinga í embætti, eins og t.d. McMaster.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 00:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn ruglar hér hægriöfgakarlinn "Pétur D." og þorir ekki að birta þvæluna undir sínu fulla nafni og kennitölu, enda engin furða.

Þorsteinn Briem, 19.8.2017 kl. 01:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 19.8.2017 kl. 01:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 19.8.2017 kl. 01:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.7.2017:

"Donald Trump er óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjötíu ár.

Einungis 36% Bandaríkjamanna segjast styðja forsetann nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá embættistöku hans, samkvæmt könnun ABC og Washington Post.

Stuðningur við Trump minnkar um 6% frá því að hundrað dagar voru liðnir frá embættistöku hans í apríl.

Í sömu könnun telja einungis 38% þátttakenda að Trump hafi náð marktækum árangri í sínum helstu kosningamálum og tveir þriðju treysta honum ekki til að semja við aðra þjóðarleiðtoga fyrir hönd Bandaríkjanna."

Þorsteinn Briem, 19.8.2017 kl. 01:14

7 identicon

Hver gerði þessar skoðannakannanir tökum þessar stærstu og kryfjum þær og hver borgaði fyrir þær?

Við þekkjum það vel á Íslandi að fjölmiðlar ráða miklu hvaða afstöðu fólk tekur í hinnum ýmsu málum og gagnvart fólki persónulega eins og dæmin um forseta Bandaríkjanna bæði hér á Fróni og vítt og breitt um Jörðina sanna.

Það er ekki af ástæðulausu að fjölmiðlar hafi nafnið Fjórðavaldið vald þeirra vinnur gegn lýðræðinu ef grant er skoðað því jú við almenningur komum ekki að matreiðslunni sem ritstjórnirnar ákveða að elda hverju sinni ofan í lýðinn

Baldvin Nielsen

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 10:04

8 identicon

Baldvin, öfgamaðurinn Steini Briem er svo heilaþveginn, að hann birtir bara hlekki á skoðanakannanir framkvæmdar af áróðurspressu Demókrataflokksins, svo sem ABC, New York Times og Wahington Post. Þessir miðlar spyrja bara kjósendur Demókrataflokksins álits á Trump í skoðanakönnunum. Þá er það eftirtektarvert að 36% af kjósendum Demókrataflokksins styðja Trump skv. skoðanakönnuninni sem Steini vitnar í. Þessir kjósendur hafa greinilega vitkast.

laughing

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 14:36

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var athyglisvert að á sínum tíma voru kannanir DV og síðar Fréttablaðsins oftar en ekki áreiðanlegri en kannanir Gallup.  

Þeir sem unnu að þessum skoðanakönnunum fyrir DV og Fréttablaðið voru greinilega ekki undir neinum áhrifum frá eigendum þessara blaða. 

Enda missa þeir fjölmiðlar traust, sem standa sig illa á þessum vettvangi. 

Ómar Ragnarsson, 20.8.2017 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband