Jafnaðarmenn eða jafnréttisflokkurinn.

Skilgreiningin og heitið sósíaldemókratar er löngu heimsþekkt. Sterkustu flokkarnir hafa lengst af verið á Norðurlöndum en einnig í Þýskalandi og Bretlandi. 

Flokksheitin hafa í íslensku verið ýmist jafnaðarmenn eða verkamannaflokkar eftir því hvað flokkarnir hafa heitið í hverju landi fyrir sig, og enginn hefur velkst í vafa um meginstefnu þeirra, sem stundum var kölluð lýðræðissósíalismi til aðgreiningar frá kommúnistum.

Nafnið Samfylkingin var kannski talið nauðsynlegt um síðustu aldamót til að segja frá því að í flokknum væri aðallega fólk úr fjórum flokkum, sem sameinaðisti í einum. 

En þetta nafn sagði ósköp lítið um stefnu flokksins og hvað hann hefði fram að færa. 

Kjörorð hans, frelsi - jafnrétti - bræðralag, þekkir almenningur yfirleitt ekki. 

Af þessum þremur kjörorðum tengist orðið bræðralag kannski helst orðinu samfylking, en það er fyrir löngu kominn tími til að flokkurinn noti meginstefnumálið, jafnréttið, í nafni sínu.

Þess vegna mætti hann alveg eins heita jafnréttisflokkurinn.

Það er yfirleitt regla í því þegar verið er að selja fólki hugmyndir, í þessu tilfelli kjósendum, að finna það orð sem lýsi eðli þess best sem verið er að bjóða.

Það auðveldar umræðu um útfærslu stefnunnar og mótun hennar og á að auðvelda kjósendum valið í kosningum.  


mbl.is Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jafnaðarmenn nægir einfaldlega, íslenskt heiti sósíaldemókrata sem segir allt sem segja þarf.

Flokkurinn heitir núna Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands.

Auðvitað vilja hinir flokkarnir ekki jafnrétti.

Þorsteinn Briem, 19.8.2017 kl. 23:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar eru einnig jafnaðarmannaflokkur en þeir hafa ekki gert tilkall til þessa heitis.

Þorsteinn Briem, 19.8.2017 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband