Var einfaldlega of seinn að taka tæki úr eyranu á sér.

Í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa flytjendur í öðru eyra sínu apparat, þar sem heyra má sönginn og flutninginn til þess að flytjendurnir geti sungið hreint. 

Til þess að geta notað þessa tækni í stað þess að hlusta á hátalara, sem beinir tónlistinni að þeim upp á gamla mátann, þarf talsverða æfingu, svo mikla æfingu, að undirbúningstíminn í aðdraganda lokaflutningsins keppniskvöldið er nýttur til hins ítrasta til þess að ná valdi á þessu. 

Þeir, sem til þessa þekkja, sáu og heyrðu strax á tónleikunum á Menningarnótt, að Friðrik Dór virtist alls ekki nógu æfður fyrir þessa aðferð, og því var reynt að koma til hans skilaboðum um hvers kyns væri með eindregnum ráðleggingum um að hann tæki apparatið úr eyranum. 

Það tókst ekki strax að koma þessu yfir til Friðriks Dórs, en þegar hann tók loks tækið úr eyranum, snarlagaðist söngurinn og varð kraftmikill og góður á endasprettinum. 


mbl.is Friðrik Dór hefur átt betri daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband