Jerry Lewis hafði áhrif víða, líka hér á landi.

Ég er af þeirri kynslóð sem hafði mikla ánægju af gamanleikaranum Jerry Lewis, sem lést í gær, 91.árs að aldri.

Hann brá sér í ýmissa kvikinda líki á ferlinum, en einna best lét honum að leika klaufabárða og hrakfallabálka á þann veg að það var oft óborganlegt.

Lewis notaði stundum ýmis einföld brögð til að gefa persónum sínum skoplegt yfirbragð, og má nefna tanngarð, sem hann notaði til að sýnast sem einfeldningslegastur. 

Þessar tennur Lewis og látbragð þessara persóna, sem hann skapaði, minntu talsvert á karakterinn Eirík Fjalar, sem snillingurinn Laddi bjó til og gæddi lífi. 

Það má giska á að Laddi hafi, eins og fleiri, orðið fyrir áhrifum frá Jerry Lewis, og andlegur skyldleiki kunni að vera á milli einfeldninganna, sem Lewis bjó til, og Eiríks Fjalars. 

 


mbl.is Stjörnurnar minnast Jerry Lewis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

maður gat hlegið stundum að fíflalátunum.

En allr héldu að Dean Martin væri búinn að vera þegar Jerry sagði honum upp. En það var öðru nær.

Dean var alvöru listamaður og stórsnillingur að mínu mati. Ég hætti alveg að muna eftir þessum Jerry og sá aldrein neitt með honum eftir að þeir hættu saman. En Dean var alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það var sama hvað sá maður gerði, það var allt frábærlega af hendi leyst.

Halldór Jónsson, 21.8.2017 kl. 20:52

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hann var stundum skemmtilegur en ofgerði oft.

Honum var helst til hjóðs að hann aðhyltist stjórnmálaskoðanir á ysta hægrinu og var legið á hálsi fyrir kynþáttahyggju.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.8.2017 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband