Hin hliðin á því fyrirbæri, sem myndar Hverfanda.

"Vatnsmesti foss Evrópu" er nú sagt um fossinn Hverfanda, sem myndast þegar Hálslón er fullt og vatn fellur á yfirfalli niður í Hafrahvammagljúfur. Leirfok, Kárahnjúkar

Aldrei er hins vegar sagt frá "stærsta manngerða leirfoki Evrópu" þegar það fyrirbæri myndast við það að ís hefuur leyst af vatninu snemmsumars. 

Þá er vatnið, eða réttara sagt leirblandan það lág í lóninu, að meirihluti lónstæðisins, allt að 35 ferkílómetrar, eru þurrar leirur, þaktar fíngerðu leirlagi, milljónum tonna af jökulleir, sem árnar Kringilsá og Jökla bera í það á hverju ári og setjast þar til. 

Loftmyndin hér á síðunni er tekin úr um þúsund metra hæð yfir lóninu á heitum og björtum degi í júnílok, þegar sunnanþeyr kemur ofan af Vatnajökli til að verma þetta svæði og búa til yndislegan sumardag ef allt væri með felldu.

En þannig er það ekki. Leirinn er svo mikill, þurr og rokgjarn, að þarna myndast mesta manngerða leirfok Evrópu og því ástandi linnir ekki til fulls fyrr en í ágúst.

Á myndinni grillir varla í Kárahnjúka, sem standa á milli risastíflnanna Kárahnjúkastíflu og Desjarárdalsstíflu, hvað þá að stíflurnar sjáist sjálfar í gegnum leirfokið.

Svona ástand getur myndast hvenær sem er á góðviðrisdögum á meðan lónið er að fyllast og þá daga er enginn þarna á ferð ótilneyddur.  


mbl.is Hverfandi myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ég veit þér er annt um Lónsöræfin og þessi svæði í kring um klárahnjúka uppistöðulónið en við höfum búið við sandfok síðan við námum Ísland og okkar nýju flóttamanna landnemar Múslímarnir verða að búa við líka. Þú veist mæta vil og ef þú ferð austur fyrir fjall þá sérð þú það í norðan og norðaustan áttum og þú sér rykið á bílum í reykjavík. Þetta land er eitt Rykland. Hafir þú átt heima í Bandaríkjunum þá hefur þú örugglega tekið eftir því að ryk er mjög lítið það hvað þá mengun. Það eru til önnur landsvæði en öræfi austurlands sem þú hefir ekki mikið tala um vegna sölu Grímsstaða á fjöllum 

Valdimar Samúelsson, 22.8.2017 kl. 10:25

2 identicon

daburlegt en fyrirsjánlegt miðað við ána en það er svosem viða svona eina sem hægt er að hækka vatnsborðið þanig að sveiplurnar og hugsanlega mætti þá græða upp bakana en ekki auðvelt að fynna góða lausn nema mínka orkugétu virkjunarinar. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 13:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.

Hugtakið er rakið til Kastljóssþáttar 3. september 2006 en þar var Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík.

Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilisköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum í smá tíma.

Smjörklípuaðferðin
er nátengd orðum Megasar: "Svo skal böl bæta að benda á annað verra.""

Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 13:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað var minnisstæðast

Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 13:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

"Þeir sem nefndu náttúruna sem áhrifavald að Íslandsferð voru spurðir um hvað það væri varðandi náttúruna sem heillaði.

Um er ræða opna spurningu og þau atriði sem oftast voru nefnd má sjá hér að neðan: 

    • Fegurð/óspillt/ósnert/náttúra/landslag/óbyggðir 48,6%

      • Eldfjöll/hraun 31,8%

        • Sérstaða/frábrugðið/fjölbreytni 24,4%

          • Jöklar 17,5%

            • Fossar 16%

              • Jarðfræðisaga/jarðfræði/jarðeðlisfræði 13,7%

                • Jarðhiti/hverasvæði 11,2%

                  • Goshverir 8%"

                  Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 13:59

                  6 Smámynd: Þorsteinn Briem

                  Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

                  "Þegar erlendir ferðamenn voru spurðir að því hvaða landshluta þeir hafi heimsótt nefndu
                  95,6% Reykjavík, 71,2% Suðurland, 50,2% Norðurland, 48,4% Vesturland, 47% nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, 44,8% Austurland, 39,8% Reykjanes, 29,6% hálendið og 20% Vestfirði.

                  Fleiri nefna Vestfirði, Norðurland og Austurland en fyrri sumarkannanir hafa sýnt."

                  [Fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu því Austurland en Reykjanesskagann sumarið 2016.]

                  Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 14:00

                  7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

                  Það er ekki hægt að fallast á þau rök, að það sé í fínu lagi að við búum til sandstorma, eyðum gróðri og stöndum að mestu mögulegu óáafturkræfu umhverfisspjöllum, sem hægt er að framkvæma, bara af því að sandur fjúki víðar og gróður eigi víðar undir högg að sækja.

                  Samkvæmt þessum rökum er leyfilegt fyrir hvern sem er að valda hvaða spjöllum og eyðileggingu sem er að vild.

                  Hvað snertir sveifluna lóninu, þá er ekki minnsti möguleiki að minnka hana ef virkjunin og álverið eiga að fá jafna orku allt árið.

                  Kveikja til dæmis í húsum af því að það séu hvort eð er alltaf af brenna hús hér og þar. 

                  Engin virkjun í veröldinni byggir á vatnsrennsli, sem er allt að 100 sinnum minni á veturna en á sumrin né heldur á vatni sem er neitt viðlíka mikill aur í og er í Jöklu og Kringilsá.

                  Að minnsta kosti 10 milljón tonn á hverju ári.  

                  Ómar Ragnarsson, 22.8.2017 kl. 14:22

                  8 identicon

                  no.7. held reindar að virkjuninn framleiði meira rafmagn en áætlanir gerðu ráð fyrir svo eithvað svigrúm er til, en auðvitað er aurin vandamál gæti hjálpað að leiða rafmagn annarstaðar frá svo menn géti jafnað sveiplur man nú eftir svipuðum vanda við þórisvatn,það var leist mæti hugsanlega finna gróður sem þolir þessar sveiplur. svo sem stör sem þarf að vísu allgott land. nú þekki ég ekki gróður landsins en hugsa að men géti fundið blöntur við hæfi. að vísu höfum við ekki fundir réttu blönturnar við hagavatn svo þetta verður ekki auðvelt

                  kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 16:50

                  9 identicon

                  no.7. held reindar að virkjuninn framleiði meira rafmagn en áætlanir gerðu ráð fyrir svo eithvað svigrúm er til, en auðvitað er aurin vandamál gæti hjálpað að leiða rafmagn annarstaðar frá svo menn géti jafnað sveiplur man nú eftir svipuðum vanda við þórisvatn,það var leist mæti hugsanlega finna gróður sem þolir þessar sveiplur. svo sem stör sem þarf að vísu allgott land. nú þekki ég ekki gróður landsins en hugsa að men géti fundið blöntur við hæfi. að vísu höfum við ekki fundir réttu blönturnar við hagavatn svo þetta verður ekki auðvelt

                  kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 07:59

                  Bæta við athugasemd

                  Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                  Innskráning

                  Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                  Hafðu samband