Gamalt ráð: "Þjóðin á að éta sig út úr vandanum."

Kjötfjallið svonefnda, birgðir af óseldu lambakjöti, var þegar komið til sögunnar fyrir um 40 árum. 

Ég minnist þess að þegar ég sneri að nýju til starfa hjá RÚV 1995 fór ég um allt land, þar á meðal á fundi sem bændasamtökin stóðu fyrir vegna nýs búvörusamnings, sem gera þurfti þá. 

Á þeim tímum voru nokkrir menn áberandi á þessum fundum, svo sem Ari Teitsson og Gunnar Sæmundsson úr röðum bændaforystunnar og andmælandi þeirra utan bændasamtakanna, Markús Möller. 

Um þetta gerði ég sjónvarpsþáttin "Ærnar þagna", nafnið svolítið glannalega líkt nafni kvikmyndarinnar um morðingjann Hannibal Lecter, "Lömbin þagna."  

Þess þáttur hefur týnst en síðan sá ég hann fyrir tilviljun á Youtube fyrir nokkrum dögum.

Alla þá áratugi, sem þessi mál hafa verið ofarlega á baugi, sýnast meginatriðin vera svipuð, rótin vera of margt sauðfé í landinu miðað við fjölda sauðfáreigenda. 

Að því leyti til hefur þjóðin áratugum saman í meginatriðum verið að gera það sem núverandi landbúnaðarráðherra kallar, að "upplifa endurtekið efni."

Eitt ráðið var að flytja kjötið út og niðurgreiða það jafnvel ofan í útlendinga.

Steingrímur Hermannsson segir frá því í ævisögu sinni, að þegar hann varð fyrst landbúnaðarráðherra hafi honum komið í hug að hægt yrði að fækka sauðfé að miklu eða öllu leyti á þeim afréttum, sem eru á hinum eldvirka hluta landsins þar sem eru ofbeit og uppblástur. En jafnframt einna mestir möguleikar til að stunda ferðaþjónustu og fjölbreytt störf vegna nálægðar við hinn þéttbýlli hluta landsins. 

Aðstoða mætti bændur á þessu svæði til að finna sér annan starfsvettvang og viðurværi en styðja frekar sauðfjárbændur á þeim svæðum, þar sem beit væri hófleg og sauðfjárrækt einn helsti atvinnuvegurinn.   

En "bændaforystan og landsbyggðarþingmenn urðu æf" segir Steingrímur og þorði aldrei að minnast á þetta aftur.

Hjálmar Jónsson varð formaður landbúnaðarnefnda Alþingis um síðustu aldamót og minntist í einu viðtali á svipað.

Og aftur gerðir nákvæmlega það sama og 20 árum fyrr.

Ein ummæli stjórnmálamanns urðu minnisstæðari en öðrum fyrir rúmum aldarfjórðungi og koma ávallt í hugann síðan:  Lúðvík Jósepsson sagði:  "Lausnin er einföld; þjóðin á að éta sig út úr vandanum."  

"Vandinn" á raunar senn 60 ára afmæli, því að mikil tæknibylting í landbúnaðinum upp úr miðri síðustu öld benti til þess að langtímavandamál væri að skapast og að bændur væru að verða allt of margir. 

Enn er í minni þegar Gunnar Bjarnason skrifaði skelegglega orðaða blaðagrein um nauðsyn þess að fækka bændum um helming, hafa stjórn á því og ráða atburðarásinni. 

Það ætlaði allt vitlaust að verða og Gunnar var úthrópaður sem óvinur bænda og óvinur landsbyggðarinnar. 

Haldinn var æsingafullur fjöldafundur í Reykjavík um þetta mál. 

En það liðu samt undra fá ár þar til bændum hafði samt fækkað stjornlaust um helming! 

 


mbl.is „Gömlu leiðirnar“ gangi ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar árið 2012 voru um 4,5 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.

Samtals var
því kostnaður ríkisins, skattgreiðenda, vegna sauðfjárræktarinnar um fimm milljarðar króna árið 2012.

Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.

Kostnaður skattgreiðenda vegna hvers sauðfjárbús var því
að meðaltali um 2,5 milljónir króna árið 2012.

Og skattgreiðendur og neytendur búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Fjárlög fyrir árið 2012, bls. 66

Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 14:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 14:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að stórauka útflutning héðan frá Íslandi á fullunnum landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.

Það á einnig við um fullunnar sjávarafurðir, þannig að atvinna í fullvinnslu í þessum greinum eykst hér á Íslandi með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

10.10.2011:


"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 14:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 14:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 14:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 14:25

7 identicon

Ég hef samúð með bændum en að það geti hver sem er komið sér upp ótakmörkuðum fjölda grasbíta og rekið hópinn upp á fjall til að naga þar upp "sameign þjóðarinnar" líkt og algengt var um 1960-70 því þá skuldbatt ríkið sig til að kaupa allt framleitt rollukjöt - er þjóðin bara ekki tilbúin að samþykkja í dag.

Grímur (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 14:57

8 identicon

"Þjóðin að éta sig út úr vanadnum." Þjóðin að éta það sem inni frýs.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 19:54

9 Smámynd: Már Elíson

Ómar, - Ertu að setja inn copy af gömlu mailunum hans "breim" eða er óværan komin aftur ? - Hélt að það væri búin að loka fyrir þennan viðbjóð í svörum á korkinum þínum.

Már Elíson, 22.8.2017 kl. 22:16

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Þjóðin á að éta sig út úr vandanum."

Það er nákvæmlega mergur málsins.  Ær- og lambakjöt er það besta sem maður fær.  Hvað er betra t.d. á grillið.  Hvað er betra en hangikjöt?, - jú bara tvíreykt.

Vandinn er að kenna unga fólkinu að meta íslenskt ær- og lambakjöt.  Því miður hefur sá aldursflokkur ekki getu né tíma til að elda góðan mat, því verður pizzan og fulleldaðir kjúklingar þjóðarréttur komandi kynslóðar.

Eru bændur að bregðast þarna?  Vantar ekki vöruþróun til að koma á móts við áskapað tímaleysi yngri kynslóðarinnar?  Ef hægt værð að kaupa kótelettur með appi, snappi, instragram og selfi, væri staðn efalaust önnur.  Ekki er annað hægt að sjá, hjá þessu fólki að nægur tími sé fyrir þannig "matreiðslu" þó ekki sé hægt að elda hrygg eða læri fyrir fjölskylduna. 

Svo dúkkar upp einn og einn krati sem vill flytja öll matvæli inn.  Úrvals nautakjöt, þó það sé af hrossi og "úrvals" egg, þó þau séu baneitruð.  

En hverju skiptir það?  Allir drepast hvort eð er einhverntíma og hvað er nú sælla en að það verði sem ESB-lík eftir paragrafi 666. 

Benedikt V. Warén, 22.8.2017 kl. 23:53

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.12.2016:

"Brúnegg hafa verið staðin að því að blekkja neytendur um árabil til að kaupa "vistvæn" egg frá hænum sem fyrirtækið sagði njóta "umhyggju og ástar", á sama tíma og Matvælastofnun hafði ákveðið að loka fyrirtækinu vegna ítrekaðra og langvarandi brota á reglum um dýravernd og matvælaframleiðslu.

Brúnegg uppfylltu aldrei skilyrði um vistvæna framleiðslu þrátt fyrir markvissa markaðssetningu þess efnis."

Það er nú allt "matvælaöryggið" á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 23.8.2017 kl. 00:07

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.9.2015:

"Ekkert svínabú sem Matvælastofnun heimsótti í fyrra uppfyllti kröfur um lágmarksstærð bása.

Þrengsti básinn var innan við 50 cm breiður.

Dýralæknir hjá Matvælastofnun segir að myndir frá íslenskum svínabúum sýni dýraníð."

Þrengsti básinn innan við 50 sentímetra breiður

Þorsteinn Briem, 23.8.2017 kl. 00:08

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 23.8.2017 kl. 00:10

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 23.8.2017 kl. 00:17

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Svo dúkkar upp einn og einn krati sem vill flytja öll matvæli inn."?!

Benedikt V. Warén, 22.8.2017 kl. 23:53

Ætli Benedikt hafi ekki sjálfur verið fluttur inn frá Finnlandi, sem nú er í Evrópusambandinu.

Gæti best trúað því.

Þorsteinn Briem, 23.8.2017 kl. 00:32

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem

Brúneggin sjálf voru ekki menguð, nema þú hafði sönnun um annað.  Hafir þú einnig sönnun þess, að egg framleidd í Evrópu hafi verið framleidd á betri hátt, láttu það þá flakka hér.

Þar með er ég ekki að verja framleiðendur Brúneggja, þar mátti margt greinilega betur fara í aðbúnaði.  Þáttur RÚV er svo sér kapituli.  Skjóttu fyrst og spurðu svo.

Þú er náttúrulega einstakur Steini Briem og leikni þín í googli hefði átt að færa þér sanninn um það, að finnska þjóðin var að jafna sig eftir stríðsátök löngu áður ég fæddist á Eiðum í Suður-Múlasýslu.  

Finnar höfðu heldur betur fengið skráveifuna frá þjóðverjum og voru þeir mestu óvinir finnanna næst á eftir rússum.  Þá var sameining Evrópu og samstarf við þjóðverja ekki efst á blaði venjulegs finna, enda langt í að ESB skrímslið yrði að veruleika.

Reyndu svo að þroskast í umræðunni, þó það verði þér mjög erfitt.

Benedikt V. Warén, 23.8.2017 kl. 09:40

17 identicon

Maður er farin að heyra nokkuð oft núorðið gamla fólkið kenna unga fólkinu um ástand mála.

Nú eru vandræði landbúnaðarstefnunnar unga fólkinu að kenna að mati gamla fólksins....

Unga fólkið hefur ekki getu til að elda mat..... og matur á Íslandi hefur aldrei verið betri, og er meiri segja eldaður af ungu fólki.

Ekki fyrir svo mörgum vikum var umræða hér á mogga blogginu að vandamál Alþingis væri að of mikið af ungu fólki er á þingi....

Mikið væri nú frábært ef gamla fólkið myndu nú leyfa unga fólkinu að velja sjálft sýna framtíð, t.d. leyfa því að kjósa um ESB, leyfa því velja hvað það vill borða o.fl.

Að vera eða vera ekki í ESB er framtíð unga fólksins, ESB ekki framtíð gamla fólksins.

SAT (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 11:55

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

SAT.

Óttarleg viðkvæmni er í þér.  Það er munur á að finna skýringu og að kenna um. Það er tvennt ólíkt.

Það breytir ekki því, að sími unga fólksins er orðið aðalatriðið í athöfnum þess. Það bitnar á öllum vitrænum samskiptum og heilbrigðu fjölskyldulífi.  Sumum finnst það kúl.  Ekki mér.

ESB er að hruni komið.  Skil ekki þá sem enn trúa á ESB.  En síður ég skil önnur trúarbrögð, sem menn nota sem afsökun til að drepa mann og annan.

En það verður bara að hafa það.

Benedikt V. Warén, 23.8.2017 kl. 13:07

19 identicon

"ESB er að hruni komið." Rauðhálsarnir fyrir austan virðast mér vera nokkuð einangraðir. ESB hefur aldrei verið öflugra en í dag, því veldur m.a. Brexit. Evran er sterk og stöðug.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 17:31

20 identicon

Vandana Shiva hefur útskýrt hvernig alþjóðabankinn er með það á stefnuskránni að einoka með fræ. Vonandi ennþá hægt að googla það? Annars á ég sem sönnun, útprentun af því sem hún hefur reynt að fræða heiminn um.

Kannski sú staðreynd geti opnað augu einhverra fyrir hvers konar einokunarskrímslavæðing er í gangi?

Ef ekki, þá verða allir bara að sigla blindir á öllum þremur augunum og hraðfljótandi að feigðarósi. Í boði hormóna/pensillín-alifugla/svína/eggjaeitrunum. Við förum ekki út í heim til að athuga með aðbúnað og eituráburðarframleidda fæðu landbúnaðardýra. En við getum skroppið á næsta bú á Íslandi og athugað sjálf með aðbúnaðinn.

Ekki virkar opinbera eftirlitið MAST fyrir neina nema bankaránsmafíurnar og villta vestur skytturnar, sem skjóta hesta ólöglega á færi í augsýn annarra dýra, að því er best verður séð.

Svo ætla líklega þeir blindu feigðaflanandi og áróðursherjandi að grilla allt "umframhassið" sem of-framleitt verður á Íslandi? Sem nú er sagt fullnægja innanlandsmarkaði? Hvað er að blindum í afneitun? Heilaþvottur á hættulegu stigi?

Eitthvað verður að grilla sem "vænt er og vel grænt", þegar sjúkdómavaldandi og uppskerubrostnum fjölgar í veðraruglingnum á hnettinum? Eða er veðraruglingurinn bara ímyndun, sem ekki er marktækur? Hver tekur ábyrgð á fullyrðingum blekkingastjóranna? Enginn valdaembættis stjórnandi!

,,Den tid den sorg", segja líklega sumir, sem gera grín að fyrirhyggju og raunsæi í fortíðar/nútíma/framtíðar samhengi staðreynda.

Allt er breytingum heimsins undirorpið á hverjum tíma. Og enginn hefur leyfi til að gera lítið úr þeim sem velta samtímis fyrir sér stöðu fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Það væri óskandi að fólk hætti þessum ásökunum á báða bóga, ef einhver ekki af rammgerðri og hnattarins "réttri og viðurkenndri" upprunaþjóðar-ættargrein.

Það hlýtur að vera aðalatriðið að upprunasálar/visku-greinin sé ekki siðlaus, rotin og visnuð.

M.b.kv.

anna sigríður guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 22:42

21 Smámynd: Benedikt V. Warén

Haukur Kristinsson.

Hversu heilaþvegnir geta menn orðið og steiktir!

Það er viðurkennt, að kerfið hjá ESB gengur enganvegin upp.  Bara spurningin um tíma, hvenær stóra bomban springur.

Benedikt V. Warén, 23.8.2017 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband