Trump kemur enn á óvart, en þetta er ekkert nýtt.

Öll heimsbyggðin hafði gott tækifæri til að fylgjast nákvæmlega og ítarlega með ummælum og tísti Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í kjölfar óeirðanna og manndrápsárásarinnar í Charlottesville í Virginíu. 

Það lá því fyrir og liggur raunar fyrir enn hvað forsetinn sagði og hvenær og hvað hann sagði ekki. 

Nú, rúmum tveimur vikum síðar. kemur Trump hins vegar fram og segir fjölmiðlar hafi búið til falsfréttir og verið með rangfærslur og lygar í málinu. Logið upp á sig.  

Verður að teljast afrek hjá þessum fjölmiðlum að hafa logið upp á hann næstum tveggja daga þögn forsetans varðandi fyrstu ummælin.  

Hinn gegnumgangandi þráður í ferli Trumps, að snúa ævinlega öllu því sem aflaga hefur farið hjá honum upp í sigur sinn og ósigur andstæðinga hans og sjá öll axarsköft sín í öðru ljósi en flestir aðrir, virðist vera enn á ferðinni og þessi þráður og endurskrift sögunnar munu líklega fylgja honum áfram.

Í ræðunni í Phoenix hótaði hann hvorki meira né minna að stöðva allt stjórnkerfið í Bandaríkjunum nema að hann kæmi fram vilja sínum varðandi múrinn mikla á landmærum Mexíkó.

Líkast til hefur hann leitað með logandi ljósi að einhverju atriði sem færði honum slíkt alræðisvald, ef hann beitti því til fulls.

Það sýnist vera full ástæða til þess að stjórnarfars- og lögspekingar vestra leiti að þessu atriði, hvort það gæti til dæmis falist í því að gera ríkissjóð gjaldþrota á þann hátt að allt ríkiskerfið vestra stöðvaðist. 

Atriði, sem hann gæti kannski beitt í fleiri málum, hver veit?

Ef í ljós kemur að hann hafi fundið slíka leið, er einræðisvald hans einfaldlega næsta skref. Aldrei fyrr hefur nokkur Bandaríkjaforseti látið sér svona lagað um munn fara. 

Maðurinn er augljóslega haldinn hættulegri firringu, sem fer síst dalandi.

Og væri kannski frekar líðandi ef um væri að ræða eitthvert lítið embætti en ekki það valdamesta í heimi.   


mbl.is Bandaríkin formlega vöruð við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands undir "stjórn" Hádegismóra, með íslensku krónuna sem gjaldmiðil, urðu gjaldþrota haustið 2008.

Íslenska ríkið
hefði þá einnig orðið gjaldþrota ef ekki hefðu fengist gríðarlega há erlend lán, til að mynda frá Evrópusambandsríkjunum Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Póllandi.

Og Bandaríkin, með Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil, urðu nær gjaldþrota í fyrrasumar en þá var samþykkt að hækka þakið á leyfilegum skuldum þeirra, auka sem sagt skuldir bandaríska ríkisins.

15.6.2011:

Kanada hvetur Bandaríkin til að forðast greiðsluþrot


Evruríkin hafa hins vegar ákveðið að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum, sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða, því of miklar skuldir geta leitt til þess að lánardrottnar tapi háum fjárhæðum, eins og dæmin sanna.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna


En hér á Íslandi eru enn gjaldeyrishöft.

Steini Briem, 6.9.2012

Þorsteinn Briem, 23.8.2017 kl. 13:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Upp úr viðræðum um skuldavanda Bandaríkjanna slitnaði í dag þegar fulltrúar repúblikana gengu út af samningafundi um málið.

Reynt hefur verið að ná samkomulagi á Bandaríkjaþingi að undanförnu um að hækka heimild bandaríska ríkisins til að skuldsetja sig."

Repúblikanar gengu út


"Fjárlagahalli bandaríska ríkisins á þessu ári er talinn verða um 1,4 trilljónir dollara."

Kanada hvetur Bandríkin til að forðast greiðsluþrot

Steini Briem, 23.6.2011

Þorsteinn Briem, 23.8.2017 kl. 13:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2017:

"Reuters-fréttastofan greindi frá því á fimmtudag að samkvæmt kostnaðaráætlun sem heimavarnarráðuneytið hefði látið gera myndi kostnaðurinn við [Mexíkó]múrinn nema 21,6 milljörðum dollara.

Trump lofaði í kosningabaráttu sinni að múrinn myndi ekki kosta meira en átta milljarða.

Washington Post segir að Trump hafi oft stært sig af samningatækni sinni og hæfileikum til að ná bestu kaupum og kjörum.

Blaðið bendir þó á að framkvæmdir á hans vegum hafi oft farið langt yfir kostnaðaráætlun."

Þorsteinn Briem, 23.8.2017 kl. 14:12

4 identicon

Þegar Trump segir að sökin liggi hjá báðum aðilum, sem er rétt, þá springur vinstra pakkið, sem aldrei hefur gert flugu mein að eigin áliti, en eru alltaf upphafsmenn að óeirðum, undantekningarlaust.
Þessi vinstri lýður og illmenni eru þekkt um allan heim. Þessi lýður samanstendur af auðnuleysingjum sem koma úr millistétt og þurfa ekki að vinna og elskar að skemma og eyðileggja allt sem það kemur nálægt.
Öll skemdarstafsemi hvar sem er í heiminum eru vinstri lýður og múslímar.
Nú þykjast þeir hjá SÞ vera með nefnd sem metur hvað er "rasismi" og hvað ekki.
Þekktustu rasistar, það er að segja fólk sem lítur niður á aðra tegund manna eru
Sómalíusvertingjar í fyrsta sæti og síðan koma Japanir. Japanir smíða frekar róbót en að ráða útlendinga í vinnu.
Vinstra pakkið, sem er stutt af vinstri fjölmiðlum fær litla umfjöllun þegar þeir stunda sína skemmdarstarfsemi eins og veggjakrot og annað en verra, en ef einhver annar lætur í sér heyra, þá er hann rasisti, fasisti, islamafobi og illmenni. Engin rök að sjálfsögðu.
Stærsta vandamál á vesturlöndum eru fjölmiðlarnir og hafa veri í áratugi.
Trump er eini forráðamaður ríkis sem þorir að segja sannleikann um lyga-fjölmiðla, sem að sjálfsögðu fer í taugarnar á vinstra lýðnum sem vinnur hjá þessum fyrirtækjum.
Nú er svo komið í Svíþjóð að fólk sem vill segja sína skoðun opinberlega, blogg  eða Fésið, hringir í lögreglu og spyr hvor það sé að senda eitthvað rasist-ist, svona til öryggis til að vera ekki tröðið í svaðið af þessum forhertu villimönnum. 
Svona vinna fjölmiðlarnir.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 15:52

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð og þörf athugasemd Valdimar, það má t.d. benda á að myndastyttur og Fasteignir sem að vinstrilýðurinn vill eyðileggja, það eru aðeins 27% sem vilja það og 62% sem segja látið þið þetta vera.

Svo er furðulegt af hverju ekki er farið fram á að Demókratar nafnið á flokki vinstrimanna er ekki á listanum að leggja niður.

Þessar myndastyttur eru jú myndastyttur Demókrata.

KKK er jú öfgva hreyfing stofnuð af Demókrötum.

það voru Demókratar sem vildu halda áfram með þrælahahald.

Jim Crow var demókrati sem kom á þeim illræmdu lög og reglur gegn blökkufolki sem nefnd eru við hann.

Wodrow Wilson forseti demókrati bannaði ráðningar blökkufólks til starfa hjá ríkinu.

Það var Franklin Delano Roosvelt sem lét setja alla japanskættaða ríkisborgara USA í fangabúðir.

Svona má lengi telja um illvirki Demókrata, en Demókratar eru að reyna að breyta blóðugri sögu flokksins og lyga fake fjölmiðlarnir eru á fullu að hjálpa þeim, enda yrfirgnæfandi meirihluti fjölmiðlafólks sem kjósa og styðja Demókrataflokkinn, hlutfallið er langt yfir 90%.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 23.8.2017 kl. 17:38

6 identicon

https://sv.wikipedia.org/wiki/Hannes_Westberg

Hér er ágætt sýnishorn af vinstra-fífli.
Auðnulaysingi úr miðstétt.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 18:17

7 Smámynd: Merry

Heyr Heyr valdimar jóhannsson .

Míkið er það gott að lesa þetta.

Merry, 23.8.2017 kl. 19:33

8 Smámynd: Mofi

Fjölmiðlar eru endalaust að ljúga, það er öllum ljóst sem athuga málið, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=hoXThCb8EZA&t=4s

Svakalega væri gaman að sjá vinstri menn bara vera smá heðiarlega, svona hegðun er bara eitthvað svo mikil lákúra að manni bíður við ruglinu.

Mofi, 23.8.2017 kl. 21:54

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Heyr Valdimar, heyr Jóhann.

Halldór Jónsson, 24.8.2017 kl. 09:26

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Sorglegt að þú Ómar skulir vera orðinn samferða Þorvaldi Gylfasyni sem skrifar soragrein um Trump og Bandaríkin í Fréttablaðið í dag með svona setninguj:

"Maðurinn er augljóslega haldinn hættulegri firringu, sem fer síst dalandi.

Og væri kannski frekar líðandi ef um væri að ræða eitthvert lítið embætti en ekki það valdamesta í heimi.  "

Hvaðan kemur þér þessi  viska að hafa vit fyrir heilli þjóð sem kaus þennan mann?

Halldór Jónsson, 24.8.2017 kl. 09:30

11 identicon

Sá sem ennþá heldur því fram að Donald Trump sé einn af góðu gæjunum er eitthvað verulega bilaður í kollinum með fullri virðingu fyrir þessum mönnum hér að ofan sem keppast hver í kapp við annan að tala um einhvern vinstri lýð. Ef það að vera örlítið hægra megin við öfga hægri er að vera vinstri lýður þá er það öruggt að 97% af kjósendum á Íslandi eru vinstri lýður að ykkar dómi. Demokratar í Bandaríkjunum(sem þið kallið vinstri lýð) eru yfir höfuð talsvert hægra megin við sjálfstæðiflokinn (ekki að vísu þann litla hluta sem er lengst til hægri). Ef þið sjáið ekki í raun hvert Donald Trump stefnir með Bandarísku þjóðina þá eru þið algerlega heilaþvegnir og eigið eiginlega bágt. Alla vega eigið þið alla mína hluttekningu.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 13:45

12 Smámynd: Mofi

Þorvaldur, hvað hefur Trump gert til að láta þig álykta svona?

Mofi, 24.8.2017 kl. 14:13

13 identicon

http://www.politifact.com/truth-o-meter/statements/2017/apr/23/mick-mulvaney/fact-check-did-top-democrats-vote-border-wall-2006/

Það eru 10 ár síðan Democratar samþykktu þá hugmynd sína að byggja vegg við landamæri Mexico og það síðasta sem ég vissi um þau mál, þá er þegar búið að reisa 380 kilometra í tíð Obama. Trump er aðeins að tala um að halda áfram þar sem frá var horfið.

Það er allt í lagi fyrir ykkur vinstri menn, að kynna ykkur hlutina, áður en það er farið að gaspra.
Þið eruð alltaf til vandræða.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband