26.8.2017 | 21:16
Mayweather á að geta unnið á stigum. 50-0.
Talan 49-0 varðandi bardaga Floyds Mayweathers er mikilvæg fyrir hann, því að ef hann getur búið til töluna 50-0 hefur hann bætt árangur Rocky Marcianos fyrir rúmum 60 árum.
Þegar sagt er að Mayweather hafi síðast rotað mann 2011 er tíminn enn lengri síðan andstæðingur hans kláraði ekki allar tilsettar lotur, - því að Mayweather þótti á ódrengilegan hátt hafa nýtt sér það að Ortiz var að beina máli sínu að dómaranum og hafði hendurnrar niðri. þegar Mayweather nýtt sér það og sló hann varnarlausan með tveimur höggum í gólfið.
Út af fyrir sig var þetta ekki ólöglegt, því að meginskylda hvers hnefaleikara er "að verja sig öllum stundum."
Og á þeim hæfileika hefur Mayweather einkum byggt óslitinn sigurferil sinn.
En það er liðinn um áratugur síðan bardagi hafi verið stöðvaður hjá honum, en það var á móti Ricky Hatton árið 2007, "TKO", "tæknilegt rothögg."
Sem er raunar ónákvæm þýðing, ætti frekar að vera "tæknilega sleginn út."
Og á fyrri hluta ferils síns sáu yfirburða hraði og nákvæmni hans á besta aldri til þess að hann vann marga bardaga á rothöggi.
Vafasamt er að nokkurn tíma hafi verið uppi hnefaleikari með betri vörn en Mayweather og líkurnar fyrir því að það atriði ráði enn einu sinni úrslitum teljast vera talsverðar.
Stór spurning er að hve miklu leyti hár aldur hefur hægt á honum, en peningarnir fyrir bardagann eru tryggðir svo að verkefnið virðist einfaldlega vera það að verjast undrahröðum gagnhöggum McGregors, oftast með vinstri hendi.
Ef vörnin á að nægja er hætta á að bardaginn verði jafnvel sá leiðinlegasti á ferli Mayweathers.
Lengst af á ferli hans hafa gríðarleg tækni og mikill hraði skapað einstæðan sigurferil.
Og á pappirnum virðist það verða auðvelt fyrir hann að koma í veg fyrir að McGregor nái inn höggi á hann.
Til samanburðar má geta þess að í seinni viðureign Joe Louis og Max Scmelings 1938 þurfti Louis aðeins að gæta þess að halda vinstri hönd sinni nógu vel uppi öllum stundum, að Schmeling kæmi ekki inn sínu skæða hægri handar höggi.
McGregor er örvhentur, þannig að það að halda uppi vörnum gegn beinni vinstri, er svipað verkefni fyrir Mayweather.
En síðan eru dæmi um að þrátt fyrir fyrirfram vitað atriði í sókn andstæðings mistakist meistara að halda uppi vörnum.
Nefna má bardaga Ali og Earnie Shavers sem dæmi. Þar þurfti Ali að verjast hægri handar höggum Shavers sem voru talin þyngstu högg í sögu hnefaleikanna.
Ali gætti þess ekki að Shavers var með 15 sentimetrum lengri faðmlengd en hæð hans sagði til um og það var einungis fyrir einstætt höggþol Alis, að hann þoldi þá barsmíð.
Frumraun McGregor í boxi nálgast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.