Ein birtingarmyndin: "Mál dagar uppi og eru svæfð í nefndum."

Það þættu ekki góðir viðskiptahættir í verslun ef það gerðist að viðskiptavini "dagaði uppi" á hverjum degi og síðan áfram dögum, vikum og mánuðum saman. 

Og að viðskiptavinirnir þyrftu að koma aftur á hverjumm degi. 

Að sönnu tekur það einhverja daga, vikur eða jafnvel mánuði að taka mál til meðferðar á Alþingi, kanna það vel og taka til vandaðrar umræðu, meðal annars með því að leita álits og umsagna hjá þeim, sem málið snertir, en það er aldeilis kostulegt hve það gengur seint að taka mál á dagskrá til þess eins að þau falli dauð niður í þinglok og að þá þurfi að byrja á öllu ferlinu að nýju. 

Einhvern tíma var það sagt að það væri ömurlegt hlutskipti fyrir þingmann að lenda í stjórnarandstöðu. 

En nú er svo að sjá að stjórnarþingmönnum sumum sé farið að finnast hið sama um sitt hlutskipti enda sé ég á netinu að Theodóra Þorsteinsdóttir, sem segir af sér þingmennsku, hafi ekki lagt fram neitt frumvarp sjálf, enda alþekkt hvernig þingmannafrumvörp eru "svæfð" í nefndum. 

Mikill halli er á þrískiptingu valdsins í samræmi við stjórnarskrána, því að löggjafarvaldið fer mjög halloka fyrir framkvæmdavaldinu. 

Í frumvarpi stjórnlagaráðs eru tillögur til úrbóta, meðal annars með því að stjórnarskrárbinda aukið vald þingsins, þingnefnda og formanna þeirra, - og að ráðherrar megi ekki gegna þingmennsku á sama tíma og þeir sitja í ráðherrastólum. 

 


mbl.is Theodóra segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þó að byggt sé á þrígreiningu ríkisvaldsins í íslensku stjórnarskránni er í reyndinni engan veginn jafnræði á milli aðalhandhafa ríkisvaldsins.

Alþingi er ótvírætt valdamesta stofnunin."

"Rísi ágreiningur á milli hinna þriggja aðalhandhafa ríkisvaldsins er engum vafa undirorpið hver þeirra gengi með sigur af hólmi að leikslokum."

Gunnar G. Schram lagaprófessor, Stjórnskipunarréttur, önnur útgáfa, Háskólaútgáfan 1999, bls. 27.

Þorsteinn Briem, 27.8.2017 kl. 00:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Alþingis, sem kosið er af þjóðinni, samþykkir lög sem framkvæmdavaldið og dómsvaldið fara eftir.

Lögin verða hins vegar að vera í samræmi við stjórnarskrána, sem einnig er samþykkt af meirihluta Alþingis.

Þorsteinn Briem, 27.8.2017 kl. 00:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðherrar fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar og fara í reynd með það framkvæmdavald sem forseta Íslands er formlega veitt í stjórnarskránni.

Þeir bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum í þeirra eigin ráðuneytum samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.

Ríkisstjórnin tekur hins vegar sameiginlegar ákvarðanir á ráðherrafundum.

Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963:

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."

Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.

Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.

Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál.

Þorsteinn Briem, 27.8.2017 kl. 00:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:

"15. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti [Íslands] skipi ráðherra verður að skoða í ljósi þingræðisreglunnar.

Því er það Alþingi sem ræður því í raun hverjir verði skipaðir ráðherrar, þótt formlegt skipunarvald sé hjá forsetanum.

Skipun ráðherra í ríkisstjórn fer eftir tillögu forsætisráðherra.

Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta að kanna vilja Alþingis áður en ákvörðun er tekin um skipun ráðherra."

Þorsteinn Briem, 27.8.2017 kl. 00:54

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt er þetta rétt út af fyrir sig, en engu að síður hefur virðing Alþingis hrapað niður í óviðundandi lága tölu og þingið allt of oft afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. 

Ómar Ragnarsson, 27.8.2017 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband