Deilan snýst um sjókvíaeldi, ekki um fiskeldi.

Þeim sem hamast í því að tífalda helst sjókvíaeldi hér við land á örfáum árum og gefa norskum eldisrisum frítt spil, stilla málinu sífellt upp á þann veg að annað hvort verði að leyfa sjókvíaeldi eða að fara að vilja laxveiðimanna að ekkert fiskeldi sé leyft.

Og síðan er fundinn út þúsundfaldur munur á tekjum af þremur ám í Ísafjarðardjúpi og sjókvíkaeldi í Djúpinu á afar yfirborðslegan hátt. 

Þetta er álíka rökræða og þegar stóriðjufíklarnir stilltu málum þannig upp að annað hvort yrðum við að taka upp eins mikla stóriðju og öll orka landsins leyfði eða að fara að vilja náttúruverndarmanna, sem væru á móti rafmagni og atvinnuuppbyggingu og vildu fara aftur inn í torfkofana. 

Það hefur margoft komið fram hjá andófsmönnum gegn hömlulítilli gróðafíkn innlendra og erlendra sjókvíaeldismanna, að málið snúist um það að rækta geldfisk og færa eldið úr sjókvíum þar sem sleppingar hafa reynst óviðráðanlegar.

Og að unnendur laxveiða séu ekki á móti laxeldi í samræmi við nýja tækni og kröfur, sem gerðar væru í staðinn fyrir hið skaðlega og úrelta sjókvíaeldi. 

 

En sjókvíafíklarnir breiða kyrfilega yfir þetta atriði í málflutningi sínum.  


mbl.is Tekjur laxeldis „þúsund sinnum meiri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband