28.8.2017 | 00:02
Þarf hraðari hendur.
Stór galli er sá enn á notkun hreinna rafbíla, hve mikið mas er í kringum hleðslu þeirra, tími og búnaður, sem er ennþá sem komið er, er margfalt meiri en í hinu gróna orkudreifingarkerfi jarðefnaeldsneytisins.
Dæmi um slæma auglýsingu á þessu atriði er nýlegt viðtal við talsmann Höldurs, sem sagði, að kaup bílaleigunnar á rafbílum hefði verið versta fjárfesting fyrirtækisins frá upphafi.
Þarna sést gott dæmi um að ónógar upplýsingar um raunverulega stöðu hleðslumálanna hafa valdið óþarfa tjóni.
Nú, þegar lag er til að auka notkun rafmagns fyrir bílaflotann eru innkaup á rafbílum ekki aðalmálið, heldur uppsetning á þeim búnaði sem þarf til að rafbílarnir komi að sem mestum notum.
Það þarf hraðar hendur, hraðari en hingað til.
Ísland marki stefnu til lengri tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
3.3.2017:
"Vegna ársins 2016 styrkti Orkusjóður sex aðila um 66,7 milljónir króna til að setja upp sautján hraðhleðslustöðvar og þrjár minni á eftirtöldum stöðum:
Skjöldólfsstöðum, Bláa lóninu, Landeyjahöfn, Vestmannaeyjum, Egilsstöðum, Höfn, Staðarskála, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, við Jökulsárlón, í Skaftafelli, Kirkjubæjarklaustri, Vík, Hellu, Flúðum, Geysi í Haukadal, Hveragerði, Blönduósi, Varmahlíð og Reykjahlíð.
Vegna ársins í ár hafa tíu aðilar verið styrktir um 66 milljónir króna til að setja upp sextán hraðhleðslustöðvar og tvær minni:
Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Isavia, N1, Olíuverslun Íslands, Orka náttúrunnar (ON), Orkubú Vestfjarða, Reykhólahreppur, Skeljungur og Vistorka.
Loks hefur Orkusjóður ákveðið að styrkja tólf aðila til að setja upp níu hraðhleðslutæki og 58 minni.
Þar af er Reykjavíkurborg styrkt til uppsetningar á þrjátíu minni hleðslustaurum víðs vegar um borgina.
Sex hraðstöðvarnar af níu verða settar upp í Reykjavík á vegum Orku náttúrunnar, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs.
Á þessu lokaári styrktarverkefna Orkusjóðs verða auk þessa settar upp tólf hleðslustöðvar víða á Austurlandi, ein í Grindavík, þrjár í Mosfellsbæ, á Húsafelli, Reykholti, við Seljalandsfoss, í Norðurfirði á Ströndum, þrjár á Selfossi, ein á Stokkseyri, Eyrarbakka, Raufarhöfn, við Dettifoss, á Laugum, Skagaströnd og Dalvík."
Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 00:53
9.3.2017:
"Orka náttúrunnar (ON) og N1 ætla í sameiningu að reisa hlöður fyrir rafbíla meðfram helstu þjóðvegum landsins.
Stjórnendur fyrirtækjanna hafa skrifað undir samkomulag um að hlöður ON rísi á afgreiðslustöðvum N1 víðs vegar um landið.
ON hefur þegar reist þrettán hlöður fyrir rafbíla í samstarfi við ýmsa aðila, þar á meðal N1."
"ON hefur einnig aukið mjög upplýsingagjöf til rafbílaeigenda með útgáfu smáforritsins ON Hleðsla fyrir Android og iPhone.
ON Hleðsla veitir meðal annars upplýsingar um vegalengd í næstu hlöðu, hvar hún er, hvaða hleðslubúnaður er í henni og hvort hún er laus eða upptekin.
Í tilkynningu segir að N1 reki 95 stöðvar á landinu og þar með víðtækustu þjónustu hér landi fyrir bifreiðaeigendur."
"Um 20 mínútur tekur að hlaða rafbíl og mikilvægt fyrir ökumann og farþega að geta slakað á í notalegu umhverfi og fengið sér kaffibolla eða aðra hressingu á meðan bíllinn er í hleðslu."
Orka náttúrunnar (ON) og N1 með hleðslustöðvar fyrir rafbíla við þjóðvegi landsins
Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 00:54
18.1.2017:
Ísland annað mesta rafbílaríki Evrópu á eftir Noregi
Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.