Þarf hraðari hendur.

Stór galli er sá enn á notkun hreinna rafbíla, hve mikið mas er í kringum hleðslu þeirra, tími og búnaður, sem er ennþá sem komið er, er margfalt meiri en í hinu gróna orkudreifingarkerfi jarðefnaeldsneytisins. 

Dæmi um slæma auglýsingu á þessu atriði er nýlegt viðtal við talsmann Höldurs, sem sagði, að kaup bílaleigunnar á rafbílum hefði verið versta fjárfesting fyrirtækisins frá upphafi. 

Þarna sést gott dæmi um að ónógar upplýsingar um raunverulega stöðu hleðslumálanna hafa valdið óþarfa tjóni.  

Nú, þegar lag er til að auka notkun rafmagns fyrir bílaflotann eru innkaup á rafbílum ekki aðalmálið, heldur uppsetning á þeim búnaði sem þarf til að rafbílarnir komi að sem mestum notum. 

Það þarf hraðar hendur, hraðari en hingað til. 


mbl.is Ísland marki stefnu til lengri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.3.2017:

"Vegna árs­ins 2016 styrkti Orku­sjóður sex aðila um 66,7 millj­ón­ir króna til að setja upp sautján hraðhleðslu­stöðvar og þrjár minni á eft­ir­töld­um stöðum:

Skjöldólfs­stöðum, Bláa lón­inu, Land­eyja­höfn, Vest­manna­eyj­um, Eg­ils­stöðum, Höfn, Staðarskála, Fá­skrúðsfirði, Djúpa­vogi, við Jök­uls­ár­lón, í Skafta­felli, Kirkju­bæj­arklaustri, Vík, Hellu, Flúðum, Geysi í Hauka­dal, Hvera­gerði, Blönduósi, Varma­hlíð og Reykja­hlíð.

Vegna árs­ins í ár hafa tíu aðilar verið styrkt­ir um 66 millj­ón­ir króna til að setja upp sextán hraðhleðslu­stöðvar og tvær minni:

Garðabær, Hafn­ar­fjarðarbær, Isa­via, N1, Olíu­versl­un Íslands, Orka nátt­úr­unn­ar (ON), Orku­bú Vest­fjarða, Reyk­hóla­hreppur, Skelj­ungur og Vist­orka.

Loks hef­ur Orku­sjóður ákveðið að styrkja tólf aðila til að setja upp níu hraðhleðslu­tæki og 58 minni.

Þar af er Reykja­vík­ur­borg styrkt til upp­setn­ing­ar á þrjátíu minni hleðslu­staur­um víðs veg­ar um borg­ina.

Sex hraðstöðvarn­ar af níu verða sett­ar upp í Reykja­vík á veg­um Orku nátt­úr­unn­ar, Olíu­versl­un­ar Íslands og Skelj­ungs.

Á þessu loka­ári styrkt­ar­verk­efna Orku­sjóðs verða auk þessa sett­ar upp tólf hleðslu­stöðvar víða á Aust­ur­landi, ein í Grinda­vík, þrjár í Mos­fells­bæ, á Húsa­felli, Reyk­holti, við Selja­lands­foss, í Norðurf­irði á Strönd­um, þrjár á Sel­fossi, ein á Stokks­eyri, Eyr­ar­bakka, Raufar­höfn, við Detti­foss, á Laug­um, Skaga­strönd og Dal­vík."

Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 00:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2017:

"Orka nátt­úr­unn­ar (ON) og N1 ætla í sam­ein­ingu að reisa hlöður fyr­ir raf­bíla meðfram helstu þjóðveg­um lands­ins.

Stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna hafa skrifað und­ir sam­komu­lag um að hlöður ON rísi á af­greiðslu­stöðvum N1 víðs veg­ar um landið.

ON hef­ur þegar reist þrettán hlöður fyrir rafbíla í sam­starfi við ýmsa aðila, þar á meðal N1."

"ON hef­ur einnig aukið mjög upp­lýs­inga­gjöf til raf­bíla­eig­enda með út­gáfu smá­for­rits­ins ON Hleðsla fyr­ir Android og iP­ho­ne.

ON Hleðsla veit­ir meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um vega­lengd í næstu hlöðu, hvar hún er, hvaða hleðslu­búnaður er í henni og hvort hún er laus eða upp­tek­in.

Í til­kynn­ingu seg­ir að N1 reki 95 stöðvar á landinu og þar með víðtæk­ustu þjón­ustu hér landi fyr­ir bif­reiðaeig­end­ur."

"Um 20 mín­út­ur tekur að hlaða raf­bíl og mik­il­vægt fyr­ir öku­mann og farþega að geta slakað á í nota­legu um­hverfi og fengið sér kaffi­bolla eða aðra hress­ingu á meðan bíll­inn er í hleðslu."

Orka náttúrunnar (ON) og N1 með hleðslustöðvar fyrir rafbíla við þjóðvegi landsins

Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband