Sívaxandi munur á lífslíkum ríkra og fátækra?

Sífellt fleiri og dýrari lyf, sem koma á markaðinn og stórauka lífslíkur, vekja spurninguna um það hvenær það verði óviðráðanlegt að skapa öllum þjóðfélagsþegnum sömu skilyrði og jafnrétti til að njóta ítrustu þjónustu heilbrigðisþjónustunnar. 

Krabbamein og hjartaáföll eru algengust hjá elsta fólkinu, sem jafnframt er flest komið á strípuð eftirlaun. 

Fróðleg grein eftir Guðmund Gunnarsson í Stundinni afhjúpar sérstöðu Íslands varðandi velferðarkerfi gamla fólksins. 

Samkvæmt því var það nokkurn veginn aðeins í eitt ár á síðustu öld, sem við vorum í fremstu röð. 

Síðan var opnuð leið til skerðinga sem hefur verið fylgt allt til dagsins í dag svo að nú er svo komið að skattlagning ríkisins á tekjum gamals fólks er um 80%, tvöfalt hærri prósentutala en hjá fólki á besta aldri með mun meiri tekjur. 


mbl.is Undralyf gegn krabba og hjartaáföllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband