30.8.2017 | 01:45
Þarf Trump ekki að hraða því að skipta vísindamönnum út?
Samkvæmt fyrri yfirlýsingum Bandaríkjaforseta hlýtur að vera orðið brýnt að hraða því nauðsynjaverki, sem hann sagði vera stefnu sína, að skipta út vísindamönnum, sem hafa tekið þátt í samsæri um loftslagsbreytingar, þannig að þeir sem hafi með fölsuðum mælingum og niðurstöðum gengið erinda falsfréttamanna um hlýnun loftslags verði reknir, en ráðnir í staðinn "alvöru vísindamenn" sem komist að breyttum og betri niðurstöðum.
Með leiðréttingu á fyrri fölsunum má líklega finna út að í stað þess að úrkomumet hafi verið sett og fellibylurinn Harvey, sé fordæmalaus að sögn vísindamanna, séu þetta bara miklu minni og eðlilegar sveiflur í veðurfari.
Theódór Freyr Hervarsson veðurfræðingur RÚV upplýsti í gærkvöldi, að sjórinn við strönd Texas væri 4-5 stigum heitari en áður og að heiti sjórinn næði nú niður í á hundrað metra dýpi í stað margfalt minna dýpis áður og þetta væri talin líkleg orsök þess sem er að gerast.
Nú ríður á að setja inn nýja mælingamenn og veðurfræðinga, "alvöru vísindamenn," sem leiðrétta þessar tölur og setja inn réttari og betri tölur.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hefur grúskað í málinu og upplýst á bloggsíðu sinni að á síðustu misserum hafi komið þrír fellibyljir af slíkri stærð, að áður var talið að slík býsn gerðust aðeins á 500 ára fresti og þeir því kallaðir "500 ára fellibyljir".
Þetta gerir brýnt að ekki séu aðeins leiðrétt gögn síðustu ára um þessi efni, heldur einnig gögn eins langt aftur í tímann og unnt er til að hrekja kenninguna um "500 ára fellibyljina."
Úrkomumet fallið í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2017 kl. 07:01
Eitthvað virðist Theodór Hervarsson fara frjálslega með sjávarhitatölur í Mexíkóflóa.
Á myndinni hér að ofan sést fjöldi fellibylja (lárétti ásinn)frá árinu 1870 til okkar tíma. Lóðretti ásinn sýnir hitastig ofan og neðan meðaltals. Rauðu punktarnir sýna fellibylji ofar 3 að styrkleika, þeir bláu veikari en 3. Þarna sést að fellibylirnir, 3 og sterkari, eru jafnmargir í árum undir meðalhita og yfir meðalhita.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2017 kl. 07:08
Það þýðir lítið að ræða sannleiksgildi Gamla Testamentisins við trúaða Gunnar Th. En takk fyrir þetta línurit sem sýnir að Trump þarf ekki að gera eitt né neitt. En Ómar þarf þess.
Halldór Jónsson, 30.8.2017 kl. 09:02
Haldið þið að þeir túlki gögnin, eftir því sem óskað er eftir af verkbeiðendum.
Bankarnir fengu það sem þeir borguðu fyrir.
Einhversstaðar stóð að þeir fengju greitt fyrir að skýra loftslagsvandann,það, -VANDANN- annars ekki.
Hitastig hefur altaf verið að breytast á jörðinni yfir árþúsundin, samkvæmt hita töflum vísindamanna.
Gangi ykkur allt í haginn.
NASA data clearly establishes that there has always been a cycle to CO2 long before man’s industrial age... and handing academics $100 billion to prove global warming is an absolute joke.
1.5.2017 | 22:23
NASA Finally Admits It's Going to Get Colder | Armstrong Economics
Egilsstaðir, 30.08.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 09:26
En hvað það er mikill léttir fyrir alla að þið hafið nú, hálsar góðir, afsannað rækilega að Harvey sé neitt merkilegur, og hrakið endanlega þá lýsingu á honum að hann eigi sér ekkert fordæmi.
Ómar Ragnarsson, 30.8.2017 kl. 09:26
Sæll Ómar.
Hver er þessi Harvey sem er þér svo kær
og þú líkir bloggurum þínum við?
Húsari. (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 10:10
Harvey er nafn á fellibylnum sem nú er yfir Texas og Louisiana ríkjum. En ég skil vel að menn spyrji um hann af því að þeir viti ekki hver hann er, úr því að hann er jafn lítilfjörlegur og bloggararnir hér að ofan telja hann vera.
Ég líki þeim hins vegar ekkert við Harvey, svo að það sé alveg á hreinu.
Ómar Ragnarsson, 30.8.2017 kl. 14:14
Climate scientists have confirmed that climate change made Harvey a worse storm. Because of long-term warming trends, the ocean is warmer, creating more energy for a hurricane to tap. The atmosphere is warmer too, sending more water vapor into the air that can then be pulled back down by a hurricane as rain. Adam Sobel, an atmospheric scientist who directs Columbia University’s Initiative on Extreme Weather and Climate, estimates that 5 to 10 percent of the rainfall was due to global warming (more conservative than the 30 percent estimate from Kevin Trenberth, a senior scientist at the US National Center for Atmospheric Research).
But the biggest factor in Harvey’s gargantuan discharge, according to Sobel, is how it has stuck around the region for several days. The extended stay in Houston was also the most puzzling part of the storm, and global warming’s possible role in this is not well understood. “That could be a climate signal,” Sobel said. “I am not convinced about that yet.” (Scientists will be doing attribution studies to figure out exactly how greenhouse gas emissions influenced the event.)
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 17:03
Sæll Ómar.
Hvenær er Harvey þessi eini sanni Harvey?
Það virðist réttmætt að spyrja svo þegar vísindamenn
margir hverjir eru annars vegar því þeir reynast ekki
hótinu betri en þeir heilagsandahopparar sem öllum klækjum
beita til að verða sér úti um skjótfenginn gróða.
Nú er ölið af könnunni, fyllerínu lokið, og þá hverfur
þetta lið af sjálfu sér.
Húsari. (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.