Flokkur fólksins í oddaaðstöðu?

Ef fylgistölur skoðanakannannar í borginni gengju eftir, virðist Flokkur fólksins geta orðið í oddaaðstöðu ef fylgi Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins bættu smávegis við fylgi sitt eins og það er nú.

Fylgi Bjartrar framtíðar og Framsóknar myndu ekki skila þeim flokkum neinum manni. 

Má Björt framtíð, arftaki Besta flokksins að hluta, muna sinn fífil fegri og Samfylkingin tapar miklu, er komin í innan við helming fylgis síns við síðustu borgarstjórnarkosningar. 

Sjálfstæðisflokkurinn hressist heldur eftir langa þrautagöngu síðustu sjö ár, en vantar þó talsvert upp á að nálgast sitt gamla og langvarandi fylgi. 

Að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi samanlagt innan við helming fylgis borgarbúa eru mikil umskipti frá öldinni fyrir 2010. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur ekki staðist. Sjálfstæðisflokkurinn er ónýtur flokkur hvað pólitík varðar, spillingin er hrikaleg og fer versnandi. Hún er það mikil að varla er hægt að taka á henni né snúa til baka. Komnir of langt, komnir framhjá “point of no return.” Þótt margir í höfuðborginni beygi sig undir spillinguna og eru meðvirkir geta þessar tölur ekki staðist. Að vísu hjálpar gott efnahagsástand Íhaldinu, en að þriðjungur kjósenda séu heimskir, vil ekki trúa því.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 11:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Alls tóku 46 pró­sent þeirra sem náðist í af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Tólf pró­sent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, tæp 18 pró­sent voru ekki búin að gera upp hug sinn og 24 pró­sent vildu ekki svara spurn­ing­unni."

Þorsteinn Briem, 30.8.2017 kl. 12:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Spurt var: Hvaða lista mynd­ir þú kjósa ef gengið yrði til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í dag?

Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er lík­leg­ast að þú mynd­ir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt:

Er lík­legra að þú mynd­ir kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn, eða ein­hvern ann­an flokk?"

Þorsteinn Briem, 30.8.2017 kl. 12:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt þessari skoðanakönnun eru Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins með samanlagt 41,2% fylgi í Reykjavík.

Framsókn og flugvallarvinir fengju hins vegar engan borgarfulltrúa og þarf engan að undra en þeir fengu tvo í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Þorsteinn Briem, 30.8.2017 kl. 13:42

5 identicon

Dagur er ekki búinn. Hann á eftir að lofa hátíðlega að fara ekki í landsmálapólitíkina einsog fyrirmyndin

Borgari (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 15:16

6 identicon

Sæll Ómar.

Tek heilshugar undir með Hauki hér að framan,
þetta stenst ekki og er einhver vitleysa, - og
þá er allt annað eftir því í þessari "könnun".

Húsari. (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband