Meiri von til að geta hróflað við kerfinu en oft áður.

Réttilega eru kjör sauðfjárbænda við vestanverðan Húnaflóa tekin sem dæmi um þann vanda sem steðjar að sauðfjárbændum og gætu reynst þeim og þeim landshlutum, sem eru háðastir sauðfjárrækt.  

Hvammstangi er nefndur sem gott dæmi og víst er að vegna afleiddra starfa í kringum sauðfjárbúskapinn myndi afhroð eða jafnvel hrun í honum hafa slíkar afleiðingar fyrir kjör fólks og byggðina í landshlutanum, að það yrði öllum til tjóns og að við það mætti ekki una. 

En skriftin er á veggnum: Stórfelldri umframframleiðsla á kindakjöti verður að linna og það verður að skoða loks af alvöru, hvort ekki eigi að hagræða þannig í greininni að sauðfjárbúskap verði ýmist hætt eða dregið stórlega úr honum á svæðum, þar sem bæði er uppgangur í öðrum greinum og þar að auki um ofbeit að ræða, einkum á hinum eldvirka hluta landsins. 

Á þessum svæðum yrðu bændir styrktir til að draga úr framleiðslu og hætta búskapnum, en bændur á þeim svæðum á landinu, þar sem sannanlega er gott og vel sjálfbært beitiland, fái nægan styrk og aðstöðu frá ríkinu til að halda áfram nógu góðum búrekstri. 

Nú er mikill uppgangur í þjóðfélaginu, ekki síst vegna aukinna möguleika í dreifbýlinu. 

Margir sauðfjárbændur á helstu ferðamannasvæðunum eru í búrekstrinum sem aukagrein, en það hlýtur að vera hagkvæmara út af fyrir sig að viðhalda stærri búum, þar sem sauðfjárræktin hefur mesta möguleika til að spjara sig. 

Þetta kallar á víðtækar aðgerðir sem ekki verða hristar fram úr erminni á augabragði. 

En stjórnmálamenn skulda bændum og fleirum að bæta upp það tjón sem vanhugsuð þátttaka í viðskiptaþvingunum NATO og ESB og fleiri ríkja hefur valdið hér á landi, enda eru Íslendingar látnir bera langmestan hlutfallslegan þunga af þessum aðgerðum.  


mbl.is Slæm staða blasir við bændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"En stjórnmálamenn skulda bændum og fleirum að bæta upp það tjón sem vanhugsuð þátttaka í viðskiptaþvingunum NATO og ESB og fleiri ríkja hefur valdið hér á landi, enda eru Íslendingar látnir bera langmestan hlutfallslegan þunga af þessum aðgerðum."

Ísland er sjálfstætt ríki sem hefur ekki verið látið gera eitt eða neitt í þessum efnum og stendur þar að sjálfsögðu með öðrum vestrænum ríkjum.

Og íslenska ríkið skuldar íslenskum bændum ekki nokkurn skapaðan hlut.

Þorsteinn Briem, 31.8.2017 kl. 19:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 31.8.2017 kl. 19:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem vilja vera með íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil okkar sem búum hér á Íslandi verða að sjálfsögðu að sætta sig við að lágt verð í íslenskum krónum fáist fyrir til að mynda sjávarafurðir sem fluttar eru út héðan frá Íslandi vegna þess að erlendir ferðamenn moka hér inn erlendum gjaldeyri sem hækkar gengi íslensku krónunnar.

Steini Briem, 18.3.2017

Þorsteinn Briem, 31.8.2017 kl. 19:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfé á Íslandi fækkaði um 350 þúsund á árunum 1980-2012, úr 828 þúsundum árið 1980, en nautgripum fjölgaði um 11.500, úr 60 þúsundum, og hrossum fjölgaði um 25 þúsund, úr 52 þúsundum, á sama tímabili, samkvæmt Hagstofu Íslands og Matvælastofnun (MAST).

Norðurland vestra
er langmesta sauðfjárræktarsvæði landsins og sauðfé þar er 107 þúsund en Suðurland er í öðru sæti með 82 þúsund.

Suðurland
er hins vegar langmesta nautgriparæktarsvæði landsins og þar eru 28 þúsund nautgripir.

Á Suðurlandi
eru einnig flest hross, um 28 þúsund árið 2013.

Sauðfjárbúum fækkaði
um þriðjung (33,4%), í 1.961, og kúabúum um helming (51,8%), í 729, á tæplega tveimur áratugum, 1990-2008.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, bls. 38


Steini Briem, 22.4.2014

Þorsteinn Briem, 31.8.2017 kl. 19:38

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað ætti að stýra sauðfjárbúskap eftir þoli landsins, þar ber vestari hluti norðurlands höfuð og herðar yfir flesta aðra landshluta.

En það er fleira sem þarf að skoða og átti auðvitað að skoða strax í fyrravetur, þegar umræðan um vanda vinnslustöðvanna hófst. Er virkilega sú uppsöfnun á lambakjöti sem sagt er? Er offramleiðsla á lambakjöti virkilega svo mikil sem formaður Landsamtaka sláturleyfishafa segir? Getur verið að vandinn sé kannski af einhverjum allt öðrum orsökum en framleiðslu lambakjöts? Getur verið að rekstur afurðastöðva sé eitthvað ábótavant?

Til að leysa þann vanda sem við bændum blasir, 35% kjaraskerðingu ári eftir 10% kjaraskerðingu, þarf auðvitað að kryfja vandann, fá svör við þeim spurningum sem hér eru fyrir ofan, auk fjölda annarra.

Ef vandinn liggur ekki í offramleiðslu, heldur einhverskonar stjórnleysi innan afurðastöðvanna, er auðvitað út í hött að láta bændur blæða, að láta þá taka skellinn.

Í lítilli frétt á vefsíðu ruv, þann 25. ágúst síðastliðinn, frétt sem ekki var flutt á ljósvakamiðlum fréttastofunnar og engin önnur fréttastofa hefur fylgt eftir, kemur í ljós að birgðaaukning milli ára frá því í fyrra er nálægt 200 tonnum, ekki 2000 eins og formaður Landsamtaka sláturleyfishafa lætur í veðri vaka. 200 tonn af lambakjöti samsvarar um 10 daga neyslu landsmanna, svo varla er hægt að tala um offramleiðslu. Hryggir eru upp ornir og sára lítið til af lærum.

Offramleiðsla er það magn sem safnast upp milli ára. Margra ára uppsafnaðar birgðir er allt annar handleggur og á ekki að koma bændum við. Það er vandi vinnslunnar og hennar að leysa. Það er útilokað að annar hlekkur virðiskeðjunnar skuli geta skellt sínum vanda tvöfölduðum á fyrsta hluta hennar!

Að auka sölu um 200 tonn, hér innanlands ætti ekki að vera mikið mál, með fjölbreyttari framsetningu og bættum merkingum fyrir erlenda ferðamenn.

Samdráttur sauðfjárstofnsins um 20% mun valda skorti upp á 450 tonnum af lambahryggjum og svipuðu magni af lærum. Slíkur samdráttur mun ekki leysa vanda afurðastöðva, heldur auka hann. 20% samdráttur sauðfjárstofnsins mun valda sauðfjárbændum áður óþekktum hörmungum og leggja sveitir í eyði.

Það er auðvelt að segja að þeir sem eru komnir á efri ár eigi að hætta, að þeir sem eru með sauðfjárbúskap sem aukabúgrein, jafnvel hobbý búskap, skuli hætta og jafnvel að stýra eigi sauðfjárbúskap eftir landgæðum.

Eldri bændur hætta ekki, þeir eru skuldlausir og geta helst staðið þetta af sér, auk þess sem þeir eiga ekki að neinu öðru að hverfa. Hobbýbændur, þeir sem eru með sauðfé sem aukabúgrein, eru einnig betur í stakk búnir til að taka á sig skerðingu og munu reyna að þrauka. Það eru hinir, sem hafa sauðfjárbúskap sem aðal atvinnu, sem verst eru settir og þá sérstaklega ungir bændur. Hætt er við að flestir þeirra muni gefast upp. Stýringu eftir landgæðum má auðvitað ræða, en þar kemur jafnræðisreglan inní og hætt við að einhverjir yrðu ekki sáttir við slíka stýringu.

Fyrst og fremst þarf þó að greina vandann, finna hver hann raunverulega er. Það verkefni átti auðvitað að fara af stað strax í fyrravetur og vinna síðan út frá lausn á raunverulegum vanda!!

Það má líka koma fram að afurðastöðvar segja sinn vanda hljóða upp á um einn milljarð króna. Skerðing á afurðaverði upp á 35%, skerðir tekjur bænda um tvo milljarða króna!! Hvers vegna skerða afurðastöðvar verð til bænda um helmingi hærri upphæð en þær þurfa? Getur verið að þær séu komnar í einhvern ljótan leik, til að soga fjármagn út úr ríkissjóð? Við munum hvernig ástandið var fyrir 45 árum, þegar ríkissjóður keypti kjötbirgðir að hausti og afurðastöðvar sáu um að eyða þeim. Þegar í ljós kom að mikið misræmi var milli þess sem ríkissjóður greiddi til afurðastöðva og þess magns sem eytt var, var auðvitað lokað á þetta. Eðlilega.

Er hugsanlegt að afurðastöðvarnar séu að vekja þennan 45 ára draug upp?!

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2017 kl. 09:50

6 identicon

Er til sauðfjárbóndi sem hefur framfæri sitt eingöngu af sauðfjárrækt? Eru þeir ekki allir með annað með og rollurnar sem aukagetu? Stæðu þeir ekki nánast allir jafn réttir þótt sauðfjárrækt legðist af, enda er botnlaust tap á henni hjá langflestum?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 13:23

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jú, jú Þorvaldur, þeir eru til og það þó nokkuð margir. Hvað mun verða eftir þetta haust er svo annað mál, sennilega enginn sem mun geta lifað af sauðfjárbúskap ef fer sem horfir.

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2017 kl. 13:47

8 identicon

Nú er ég fæddur og uppalinn í sveit. Ég þekki mjög marga bændur. Allir, hver einasti, sauðfjárbóndi sem ég þekki vinnur annað með. Þeir búa með kýr. Reka hrossarækt, keyra vörubíl, vinna í verksmiðju, selja þökur, fá ellilaun ....

Þeir sem lifa á sauðfjáræktinni eingöngu eru sennilega jafn margir og geirfuglar í heiminum.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 17:47

9 identicon

menn hætta sjálfkrafa sauðfjárbúska ef ekki næst í mannskap í smalamenskur. vilja menn þá hekdur bankakjött þar sem bankin á jarðirnar en bjóða út reksturin. gjaldþrot tíð lígt og er á nýja sjálandi þá þarf að breita mikklu hjá matvælastofnun. menn verða að áhveða hverig landið á að' byggjast hvort borga á bændum bara fyrir að sitja jarðir er ég á móti. skilst það 60% starfa sé oppinber störf mætti ekki færra nokkur þeira út á land, það er reindar alveg nóg fað eitn vinnandi maður haldi uppi einum ríkistarfsmannisvo það mætti spara um 10%. ríkistarfsmana 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband