Ekki eitt, heldur allt. Líka víðar?

Þegar skoðaðar eru þær takmörkuðu upplýsingar sem hafa fengist um allan ferilinn við byggingu kísilvers United Silocon kemur í ljós að allt málið er þannig vaxið að jafnvel þótt reksturinn síðan í fyrravetur yrði áfallalaus, væri allt í steik á þeim bæ samt. 

Fjármögnunin fór í handaskolum ekki síst við það að fyrirtækið lenti fljótlega í vanskilum upp á minnsta kosti á annan milljarð króna. 

Þótt það væri í raun dauðadæmt af þessum sökum var reynt að berja í brestina með því að stytta sér leið í sparnaðarskyni við ýmis atriði í byggingu og rekstri með þeim afleiðingum að þar hefur verið og er allt í uppnámi, eins og blasað hefur við alþjóð. 

En þetta virðist bara eiga að verða byrjunin á því sem koma skal. 

Uppi á Grundartanga á að rísa kísilver sem er svo mikil tilraunastarfsemi, að hún þarf ekki einu sinni mat á umhverfisáhrifum. 

Forsenduklúðrið hjá United Silicon kann að varða hátíð miðað við það sem gæti stefnt í á Grundartanga. 

Og á Bakka við Húsavík byrjar reksturinn á því að veitt er undanþága til fjórfaldrar meiri mengunar en ella er leyfð. 

Það er rökrétt framhald af því að hlutfallslega voru veittar meiri styrkir og ívilnanir af hálfu okkar Íslendinga við þá verksmiðju en nokkur Sjalla-Framsóknarstjórn veitti vegna álveranna. 

Og til að kóróna allt flugu allar fjórar verksmiðjurnar í gegn án þess að minnst væri á það að þær myndu kosta brennslu á meira en 300 þúsund tonnum af kolum á ári, eða álika miklu magni og felst í allri álframleiðslu álvers Alcoa á Reyðarfirði. 


mbl.is Húsin of há og höfundur spár á huldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon veitti margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.

Steini Briem, 4.9.2013

Þorsteinn Briem, 1.9.2017 kl. 12:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 1.9.2017 kl. 12:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)


Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Þorsteinn Briem, 1.9.2017 kl. 12:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.6.2015:

"Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, gefur lítið fyrir gagnrýni "eftiráspekinga" á framkvæmd Vaðlaheiðarganga sem nú er komin einn og hálfan milljarð fram úr kostnaðaráætlun.

Hann segir að gerð ganganna hafi verið forsenda þess að ráðist var í iðnaðaruppbyggingu á Bakka."

Þingmaður í Norðausturkjördæmi blæs á gagnrýni "eftiráspekinga" á Vaðlaheiðargöng

Þorsteinn Briem, 1.9.2017 kl. 12:49

5 identicon

Forstjórinn var langflottastur þegar hann sagð það vera áfall að vera dæmdur til að greiða milljarð fyrir byggingakostnaðnum.

GB (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 17:39

6 identicon

Þetta er allt mikil sorgarsaga, ekki síst vegna þess að þarna átti að framleiða á ¨vistvænan hátt" hráefni sem notað er til virkjunar á sólarorku.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 19:40

7 identicon

"Vistvæn" aðferð við framleiðslu á kísilmálmi er ekki til. Og enn síður við framleiðslu á sólarkísil úr kísilmáli.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 20:49

8 identicon

Haukur Kristinsson, ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þú ert að fetta fingur út í. Ég hef aldrei haldið því fram að þessi framleiðsla sé vistvæn.

Eða á ég að skilja þig sem svo að kísilmálmur (silicon) sé ekki notaður í sólarsellur?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 22:03

9 identicon

Fyrst núna að lesa athugasemd eftir Hörð Þormar. Ég var að vekja athygli á því að engin vistvæn aðferð væri til við framleiðslu á Kísil úr súrkísil (SiO2). Og enn síður við framleiðslu á sólarkísil, sem er eðlilega unninn úr kísilmálmi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband