Líka ofmat að segja, að virkjun á Íslandi komi í veg fyrir kolaorkuver í Kína.

Þegar rætt er um virkjanir á Íslandi stilla stóriðju- og virkjanarfíklar því upp, að það verði að virkja alla virkjanlega orku hér á landi, því að annars muni kolaorkuver með sömu orkuframleiðslu rísa í Kína. 

Sem sagt: Til að koma í veg fyrir að kolaorkuver rísi í Kína verði að virkja á Íslandi. 

Í þessu felast tvær rangar grundvallarforsendur. 

Annars vegar þær að hvergi í heiminum sé hægt að virkja hreina orku nema á Íslandi. 

Og hins vegar að Kínverjar hafi menn á fullu í því að fylgjast með því hvað, hvenær og hvernig sé virkjað á Íslandi og hætti við að reisa kolaorkuver í með hliðsjón af því. 

Nær væri að álykta sem svo, að með því að bjóða "lægsta orkuverð" í heimi séu Íslendingar að koma í veg fyrir virkjun hreinna orkugjafa í öðrum löndum, þar á meðal löndum, þar sem ríkir mikil fátækt og orkuskortur. 

Rökin varðandi þessi tvö atriði minna mig svolítið á það þegar ég var sex ára og víða í heiminum var sultur í kjölfar stríðsins. 

Var ég þá brýndur til að borða matinn minn með þeim rökum að fátæku börnin á Indlandi fengju svo lítið að borða. 

Var mér ómögulegt að skilja hvernig matarát mitt gagnaðist sveltandi börnum í fjarlægum löndum. 


mbl.is „Myndum aldrei kaupa kol í þessu magni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eina skeið fyrir pabba,

eina skeið fyrir mömmu,

eina skeið fyrir Framsóknarflokkinn

og eina skeið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Allt búið! Duglegur!"

Þorsteinn Briem, 10.9.2017 kl. 23:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Losun koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum á Íslandi árið 2009 var 185 þúsund tonn og brennisteinsvetnis árið 2008 31 þúsund tonn.

Jarðvarmavirkjanir, sjá bls. 13

Þorsteinn Briem, 10.9.2017 kl. 23:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 00:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.1.2013:

"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmsloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð - til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Mengunin getur valdið fólki óþægindum og til að mynda eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.

En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira og meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun - til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til mengunarinnar."

Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 00:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2013:

"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.

Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.

Brennisteinsmengun í andrúmslofti
hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.

Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."

"Algengt er að það sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."

"Arnar Sigurður segir dæmi um að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."

Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki

Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 00:08

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Dugir á trúboða hnattrænnar hlýnunar.

Virkjun hér gengur út á allt aðra hluti.  Það þarf bara að selja fávitum hugmyndina.  Og kjósendur eru einmitt það: fávitar.

Þar sem við erum með stjórnað hagkerfi (varlega orðað) þá þurfum við stóriðnað til að redda sem flestum vinnu - vinnu sem fólk væri búið að búa til sjálft einhvernvegin ef öðruvísi væri farið.

En við erum að tala um það sem er, ekki eitthvað "hvað ef kannski."  Við búum ekki við frjálshyggju, höfum aldrei gert.  Svo... stóriðja.  Þurfum hana.  Og hún þarf orku.  Og praktískast er að virkja bara næstu á.

Hvað Kínverjar gera kemur okkur ekkert við.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2017 kl. 00:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.3.2017:

"Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík.

Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga.

Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu."

Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 00:12

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 00:14

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.6.2013:

"Uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar er 303 megavött (MW) og hún framleiddi á fullum afköstum til síðustu áramóta en getur nú mest framleitt 276 megavött.

Vísindamenn Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) áætla að afköst virkjunarinnar muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali."

Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 00:23

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þurfum við stóriðnað til að redda sem flestum vinnu ..."?!

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness."

11.5.2107:

Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380

Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 00:37

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"United Silicon [í Helguvík] is the only silicon production plant in Iceland currently operating one large 32 MW furnace named ISABELLA, with a yearly production capacity of 22.900 ton of silicon.

The company currently has 50 employees."

Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 00:51

13 identicon

Með sömu, við erum of lítil og fá til að skipta nokkru máli og athafnir okkar hafa engin áhrif, rökum getum við með góðri samvisku ekið áfram um á bensínhákum og pakkað öllu í plast. Framleiðsla og notkun á hreinni orku er tilgangslaus. Og mengun okkar og matarsóun hefur engin áhrif neinstaðar samkvæmt nýjustu kenningum Ómars Ragnarssonar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 01:58

14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þú ert góður í tölum, upplýsingum, Steini Briem. Það vantar tölur um hvað mikið af þessari mengun sem við köllum, mengunin er áburður, sé nýtanleg fyrir aukinn vöxt hjá grænu plöntunum okkar.

Við vitum að þar sem gas kemur upp úr jörðinni, neðansjávar, þá er gasið strax nýtt af ýmsum örverum, og þar verður til nýtt lífkerfi.

Það var mun meiri mengun, gas sem er áburður, hér fyrr í gegn um ár hundruð þúsundin, en nú og mun meiri gróður.

 

Ég las bók eftir trúlega einhvern T Gold fyrir áratugum, og á hana trúlega einhversstaðar.

Hann skýrir hvernig olían og þá gasi kemur stanslaust upp úr massa jarðarinnar, þannig að það verðu ekki skortur á olíu.

Takið eftir að þessir loftslagsmenn, hafa engan áhuga á að setja reglur sem minnka mengunina, aðeins að fá skatttekjur.

More than 30,000 scientists say “Catastrophic Man-Made Global Warming” is a complete hoax and a lie based on ZERO scientific evidence

Climate change (global warming)Posted 11 months ago under Uncategorized

http://www.truthwiki.org/climate-change-global-warming

klikka á mynd, þá verður hún stærri, vona ég, ef ekki fara á slóðina

climate-change-hoax

http://www.naturalnews.com/2017-03-25-science-quiz-95-of-status-quo-scientists-fail.html

Steini Briem, við þurfum glögga einstaklinga, til að mennta okkur hina sem erum tregari.

Lesa eftir Tesla, Einstein, og Jesú.

Við verðum að nýta það sem þeir kenndu okkur.

Góðir hálsar, gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 11.09.2017 Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson, 11.9.2017 kl. 14:22

15 Smámynd: Ólafur Als

Eina vitræna framlag Íslendinga til loftslagsmála er að virkja hér mun, mun meira. Það hefur enginn sýnt fram á að með því minnki ekki þrýstingur á að nýta jarðeldsneyti, allra síst gervirökin þín, Ómar. Steini fellur svo í aðra gildru, sem er að benda á að allt brölt mengar en verður þá að sýna fram á að annarra manna brölt mengar minna. Verst að Ísland getur ekki lagt til meira í þessum efnum. Og vond er sú röksemd að framlag okkar er svo lítið í hinu stóra samhengi. Þannig hugsar maður sem vill lítið leggja af mörkum en auðga líf sitt af "dásemdum" iðnvæðingarinnar. Vill vera nánast stikkfrí. Slíkt kallast sjálfbirgingsháttur og er sumum tamur.

Ólafur Als, 11.9.2017 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband