11.9.2017 | 13:35
Langhlaup í sauðfjárræktarmálum með víðsýni í huga.
Staðan í málefnum sauðfjárbænda er full af mótsögnum. "Þjóðin á að éta sig út úr vandanum" sagði Lúðvík Jósepsson hér um árið, en það ráð varð ekki að veruleika þá og varla nú.
Ef fækka á fé um 20% þýðir það að framboð af ærkjöti mun vaxa sem því nemur nema að farið verði að urða kindakjöt, en það hefur aldre þótti það aðlaðandi verknaður.
Ef rétta á kúrsinn af felst í það í aðgerðum til langs tíma, því að þetta er langhlaup.
Í Noregi er byggð styrkt á svæðum, sem þykja hafa sérstakt menningarsögulegt gildi og vera af þeim sökum mikilsverð fyrir ferðaþjónustu, almenna landnýtingu og sjálfsvitund þjóðrinnar.
Aðgerðir varðandi landbúnað á Íslandi eiga ekki að vera á mjög þröngu sviði, heldr verða að vera í sem víðustu samhengi varðandi það að hvers konar byggðaþróun skuli stefnt.
Tekst ekki að fækka fé um 20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sauðfé hefur fækkað mikið á Íslandi, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þrátt fyrir gríðarháa árlega styrki frá ríkinu.
2.9.2015:
Um 38 milljarðar króna frá ríkinu í vasa íslenskra sauðfjárbænda frá árinu 2007 án þess að árangurinn hafi verið metinn
Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 16:11
"Sauðfé hér á Íslandi fækkaði um 350 þúsund á árunum 1980-2012, síðastliðna rúma þrjá áratugi, úr 828 þúsundum árið 1980, en nautgripum fjölgaði um 11.500, úr 60 þúsundum, og hrossum fjölgaði um 25 þúsund, úr 52 þúsundum, á sama tímabili, samkvæmt Hagstofu Íslands og Matvælastofnun (MAST).
Norðurland vestra er langmesta sauðfjárræktarsvæði landsins og sauðfé þar er 107 þúsund en Suðurland er í öðru sæti með 82 þúsund.
Suðurland er hins vegar langmesta nautgriparæktarsvæði landsins og þar eru 28 þúsund nautgripir.
Á Suðurlandi eru einnig flest hross, um 28 þúsund í fyrra.
Sauðfjárbúum fækkaði hér um þriðjung (33,4%), í 1.961, og kúabúum um helming (51,8%), í 729, á tæplega tveimur áratugum, 1990-2008.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, bls. 38
Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 16:14
Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar árið 2012 voru um 4,5 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.
Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.
Samtals var því kostnaður ríkisins, skattgreiðenda, vegna sauðfjárræktarinnar um fimm milljarðar króna árið 2012.
Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.
Kostnaður skattgreiðenda vegna hvers sauðfjárbús var því að meðaltali um 2,5 milljónir króna árið 2012.
Og skattgreiðendur og neytendur búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.
Fjárlög fyrir árið 2012, bls. 66
Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 16:16
Í dag:
Bóndi getur fengið átján milljónir króna frá ríkinu fyrir að hætta með sauðfé en getur þó haldið áfram búskap
Þorsteinn Briem, 11.9.2017 kl. 19:03
Rangt Steini. Ef hann ætlar t.d. að fara út í mjólkurframleiðslu þá verður hann að kaupa sér framleiðslurétt ( Kvóta). Og fyrir þessar átján milljónir sem hann fær frá ríkinu þarf hann á móti að afsala sér kvótanum sem hann keypti á sínum tíma til að geta hafið sauðfjárbúskap.
Jósef Smári Ásmundsson, 11.9.2017 kl. 20:01
Þetta frjálslyndis- og frjálshyggjulið sem stjórnar landinu skilur bara ekki innra gangverk samfélagsins og alls ekki landsbyggðarinnar.
Bændur með meðalstór og lítil bú vinna oft önnur mikilvæg og tilfallandi störf m.a. við sjávarútveg, ferðaþjónustu, úrvinnslu landbúnaðarvara, þjónustustörf o.s.frv. Að veikja landbúnaðinn bitnar því á samfélögunum á miklu víðari grundvelli sérstaklega jaðarsvæðum.
Það á því að láta 1,8 milljarð króna í að styrkja sauðfjárbændur með greiðslumark sem eru bara smáaurar miðað við þá tugi milljarða sem enn fara í að hreinsa upp skítinn eftir fjármálaöflin á síðasta áratug og virðast því miður eiga sína fulltrúa í ríkisstjórninni.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.