12.9.2017 | 00:14
Gott að samstaða náðist.
Það var skynsamlegt hjá stjórninni í Washington að slá aðeins af ítrustu kröfum um refsiaðgerðir en ná fram einhug um hertar aðgerðir.
Með því að herða jafnt og þétt að Norður-Kóreumönnum til að fá þá til að taka sönsum eru meiri líkur á að þeir geri, líkt og Kim Il-sung gerði 1994, þegar Carter fékk hann að samningaborði.
Kúbudeilan endaði ekki með kjarnorkustríði þrátt fyrir að tæpt stæði, heldur með því að Sovétmenn hættu við að setja upp eldflaugapalla þar gegn því að Bandaríkjamenn lofuðu því að gera ekki innrás inn í landið.
Vonandi er að harkan, sem Norður-Kóreumenn hafa sýnt, sé frekar merki um það að þegar að samningum komi, geti þeir samið úr sem sterkastri stöðu, heldur en að þeir ætli sér að fara í stríð.
Hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kína heldur lífinu í Norður-Kóreu, eins og Evrópusambandið heldur lífinu í Íslandi.
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 00:25
4.9.2017:
"Níutíu prósent viðskipta Norður-Kóreu eru við Kína.
Það er það ríki sem heldur lífi í landinu.
Ef Kínverjar hætta viðskiptum við Norður-Kóreu tekur kannski sex mánuði að ólíft verði í landinu.
Kínverjar hafa því í hendi sér að gera eitthvað í stöðunni en þá skortir vilja til.
Þeir hafa viljað hafa Norður-Kóreu sem "böffer" við Bandaríkin," segir Vera Knútsdóttir öryggis- og varnarmálafræðingur.
Hún segir að það sem Norður-Kórea vilji ná fram með [kjarnorkuvopna]tilraunum sínum sé friðarsamningur við Bandaríkin, þar sem bæði ríkin heiti því að ráðast ekki á hvort annað.
"Bandaríkjamenn hafa aldrei viljað setja þetta á borðið.
Þetta er það eina sem Bandaríkjamenn geta gert til að ná fram friði með diplómatískum leiðum.
Ef þeir setja þetta á borðið hefur Norður-Kórea lítið til að halda áfram," segir Vera Knútsdóttir."
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 00:27
Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.
Og um 70% af erlendum ferðamönnum sem dvelja hér á Íslandi eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu en á því svæði eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.
Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax ef við Íslendingar gætum ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sávarafurðir.
Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.
Þar að auki eru lágir tollar á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, eða 650 milljónir íslenskra króna árið 2008.
Um 65% af öllum innflutningi okkar Íslendinga var keyptur frá Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009 og þá voru um 84% af öllum útflutningi okkar seld þangað.
Steini Briem, 16.7.2013
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 00:28
Já, Vera er að tala um hliðstæðu við Kúbudeiluna.
Ómar Ragnarsson, 12.9.2017 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.